Orð og tunga - 01.06.2007, Page 46
36
Orð og tunga
Alls er þetta nálægt 55 klukkutímum af hljóðrituðu efni sem búið
var að skrá misnákvæmlega á vegum þeirra sem létu það í té.
3.3 Öflun og úrvinnsla talmálsefnis
Efnisöflun úr talmáli er um margt flóknari og kostnaðarsamari en öfl-
un ritmálstexta sem flestir eru þegar til í rafrænu formi. Forsendan fyr-
ir því að hægt sé að nýta talmálsefni í málheildum er að það sé hljóð-
ritað og talmál verður heldur ekki rannsakað nema að takmörkuðu
leyti nema með hljóðritun. Eðlilegt talað mál sprettur ekki síst upp í
einkalífi fólks og ekki er sjálfgefið að það leyfi hljóðritun á samtölum
við vini, kunningja og vinnufélaga og notkun á upptökunum til rann-
sókna. Það sama á við um margvísleg önnur samskipti jafnvel þótt
þau séu ekki alveg eins persónuleg, s.s. það sem fram fer í skólastofu
milli kennara og nemenda eða samtöl innan stofnana og fyrirtækja,
t.d. milli starfsfólks og viðskiptavina eða á fundum. Auðveldara er að
afla efnis sem flutt er opinberlega, t.d. í fjölmiðlum, en eitt sér gefur
það mjög takmarkaða mynd af talmáli almennt. Hljóðrituninni fylgja
ýmis tæknileg og aðferðafræðileg úrlausnarefni sem ekki er ástæða til
að tíunda hér en snerta m.a. gæði upptökunnar og það hvernig takast
má að ná fram eðlilegu tali þrátt fyrir áhrif þess að verið sé að taka
það upp (þetta er hinn vel þekkti „Observer's Paradox" eða þversögn
athugandans, sbr. t.d. Feagin 2002:20, Þórunn Blöndal 2005:106).
Björninn er þó engan veginn unninn þótt tekist hafi að útvega
hljóðritað talmálsefni því ekki er hægt að nýta hljóðupptökurnar beint.
Áður en hægt er að fella efniviðinn inn í málheild eða rannsaka tiltek-
in einkenni sem þar birtast þarf að umrita talið, þ.e.a.s. skrá allt sem
sagt er og breyta þannig talinu í texta. Þetta er mikið nákvæmnisverk
og tímafrekasti hluti úrvinnslunnar. Hægt er að fara ýmsar leiðir við
umritun og hún getur verið mjög misítarleg. Mikilvægast er að skrá
allt sem sagt er orðrétt eftir hljóðritinu og í réttri röð. Sjaldgæft er að
talmálsefni sé umritað með hljóðritunartáknum en stundum er farin
sú leið að líkja eftir tilteknum framburðaratriðum í umrituninni, skrifa
t.d. oní ('ofan í') og ettir ('eftir') þar sem það á við. íslenska talmálsefn-
ið sem sagt var frá hér á undan (sbr. (2) í kafla 3.2) er aftur á móti
skráð með hefðbundinni stafsetningu og umritunin er því ónákvæm
m.t.t. framburðar og annarra hljóðþátta (áherslur, tónfall) þótt sums
verkefnisins, m.a. fyrir styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna.