Orð og tunga - 01.06.2007, Page 52
42
Orð og tunga
10 =hann var
11
12 fannst þetta
13 þetta var
14 keypti svo
15 jájá þaö er
16 #### mikiö
17 #### á alveg
rosalega klár í meira kaffi ## #### B: #### A: já mikiö
rosalega er ég fegin í fermingarveislum hérna <!B1 > mér
rosalega skrítiö aö kunni ekki viö þetta ## hm #### en
rosalega fínt ## nema B: nei ég held ekki A: nei ## ég
rosalega flotta 1 1:1 sjö hundruö eöa sjöþúsundkall ha A:
rosalega <C>fínt</C> minn ekki svona niöur B: já ##
rosalega var mikiö af viö fórum út aö boröa í gærkvöld
rosalega skemmtilegan
Dæmin í (6) sýna að rosalega er fyrst og fremst notað með lýsingar-
orði eða atviksorði til áherslu. Stærstur hluti dæmanna í talmálsefn-
inu í heild er af þessu tagi og úrvalið gefur því ágæta mynd af notkun
orðsins í talmáli. Nánari athugun sýnir að orðið stendur mjög oft í
sambandinu alveg rosalega (með lo. eða ao. á eftir; sbr. línu 4 og 17). Á
grundvelli talmálsefnisins mætti því setja saman orðabókarlýsingu á
merkingu og hlutverki orðsins og taka þaðan dæmi til skýringar.
Þriðja orðið sem tekið er sem dæmi, orðið ókei, verður að teljast
dæmigert talmálsorð. Það er tiltölulega nýtt í málinu og kemur nánast
ekki fyrir í ritmáli. í öllu textasafni Orðabókar Háskólans (rúmlega 50
milljón orð) eru innan við 100 dæmi úr útgefnum ritmálstextum en
aftur á móti eru heldur fleiri dæmi í talmálsefninu þótt það sé u.þ.b.
hundrað sinnum minna að vöxtum. Þarna hlýtur því aðgangur að tal-
málsheimildum að skipta verulegu máli fyrir orðlýsinguna. Saman-
burður á lýsingu orðsins í ÍO-1963 til ÍO-2002 leiðir í ljós forvitnilega
þróun eins og sjá má í (7).
(7) ÍO-1963
?ókei uh, allt í lagi
ÍO-2002
ókei [...] UH óformi. 1 (sem svar eða kveðja) allt
í lagi 2 (við útskýringu eða frásögn annars
sem samþykki eða boð um skilning, eða sem
spurning um skilning annars) þannig já, það er
einmitt það, ég skil • (sem spurning um skiln-
ing eða samþykki annars) skilið? allt í lagi?
Eldri greinin er mjög stutt en sú nýrri er mun margbrotnari og ítar-
legri. Líklegt má telja að tíðni ókei, sem var tiltölulega nýtt orð í ís-
lensku í upphafi 7. áratugarins (elsta þekkta dæmi um orðið er frá
1942 samkvæmt RMS; sjá Þórunni Blöndal 2002/2006), hafi aukist og
notkun þess breyst á þeim 40 árum sem liðu milli útgáfanna. Mun-
urinn á lýsingunum tveimur kann því að endurspegla breytingar á