Orð og tunga - 01.06.2007, Page 53
Ásta Svavarsdóttir: Talmál og málheildir — talmál og orðabækur 43
notkun orðsins, a.m.k. að einhverju leyti. Yngri greinin ber þó með sér
að þar sé gerð tilraun til fyllri orðlýsingar þar sem tekið er tillit til mál-
aðstæðna og hlutverks orðsins ekki síður en merkingar. Mörg dæmi-
gerð talmálsorð kalla einmitt á slíka lýsingu og við samanburð útgáf-
anna hefði óneitanlega verið forvitnilegt að hafa aðgang að gömlu tal-
málsefni til samanburðar við það nýja.
Ritstjórar orðabókarinnar hafa tæplega haft aðgang að beinum
heimildum um talmálið og hafa því þurft að styðjast við eigin mál-
kennd og það sem þeir heyrðu í umhverfi sínu. Lýsingin í ÍO-2002
virðist þó í meginatriðum fara nokkuð nærri raunverulegri notkun
orðsins. Þórunn Blöndal (2002/2006) hefur skoðað dæmi um ókei í
samtölum og niðurstaða hennar er m.a. sú að málaðstæður hafi mikið
að segja um notkun orðsins og hlutverk. Hún greinir fimm afbrigði í
merkingu og notkun ókei í gögnunum sem hún styðst við. Greining
hennar svarar að mörgu leyti til þeirrar lýsingar sem birtist í orðabók-
inni en Þórunn nefnir einnig notkunarafbrigði sem ekki koma fram
í 10-2002, t.d. notkun ókei sem eins konar inngangs að beinni ræðu
(sjá Þórunn Blöndal 2006:20,1). Þetta bendir til þess að enn mætti bæta
orðlýsinguna með því að hafa hliðsjón af raunverulegu talmálsefni og
þangað mætti líka sækja notkunardæmi til stuðnings lýsingunni, en
eins og sést í (7) eru engin dæmi birt í orðabókargreininni.
Síðasta talmálsorðið sem hér verður tekið dæmi af er sko. Það er
tíunda algengasta orðið í ísTAL-efninu (sbr. Þórunn Blöndal 2005:36) og
því miklu algengara í talmáli en í ritmáli þar sem það er í 870. sæti
samkvæmt íslenskri orðtíðnibók. Eins og fram kemur í (7) má sjá svip-
aða þróun í lýsingu þessa orðs frá einni útgáfu íslenskrar orðabókar til
annarrar og þá sem kom fram í lýsingunni á ókei. Þar sem sko er gamal-
gróið orð í íslensku ber hún þó væntanlega fremur vott um viðleitni
til að bæta orðlýsinguna og gera hana ítarlegri en að hún endurspegli
verulegar breytingar á merkingu, hlutverki og notkun orðsins.
(8) ÍO-1963
sko uh, bh af skoða
skoða [... ] 4 bh: [... ] sko (= skoðaðu): sko mann-
inn sjáðu manninn, þarna er maðurinn, sko til
líttu á, þarna geturðu séð.