Orð og tunga - 01.06.2007, Page 136
126
Orð og tunga
Meðal orða sem tekin voru upp í norræn mál voru fjölmörg for-
skeytt og viðskeytt orð. Frumnorræna hafði haft yfir að ráða ýms-
um aðskeytum til orðmyndunar en með tímanum hurfu mörg þeirra
(Seip 1934:29-30; Haugen 1976:159,221). Meðal annars misstu norræn
mál forskeytin *be- og *ga- (leifar hins síðara eru varðveittar í fáeinum
orðum eins og glíkr og granni). Þau héldust hins vegar betur í vest-
urgermönsku. Forskeyti voru því heldur færri í norrænu en í vestur-
germönskum málum og virkni þeirra nokkuð takmörkuð (Seip s.st.;
Haugen 1976:381). Hið sama á að nokkru leyti við um norræn við-
skeyti. Smám saman urðu mörg aðskeytin, sem tökuorðunum fylgdu,
virk í orðmyndun í viðtökumálunum og er víst að aðskeytafátækt nor-
rænna mála auðveldaði hinum þýsku leið sína inn í viðtökumálin.
Nokkur helstu miðlágþýsku forskeytin voru an-, be-, bi-/bl-, vor-, over-,
um- og unt- sem í norsku, dönsku og sænsku urðu an-, be-, bi-,for(e)-
/för-, over-/över-, om- og und-/unn-. Af viðskeytum (eða endingum
sem fengu hlutverk viðskeyta í norrænum málum) má nefna -achtich,
-ent, -bar, -heit/-het, -heftich, -inne/-in, -isch, -llk, -schap. Sömu eða sam-
bærileg aðskeyti er að finna í háþýsku og orð af þessi tagi héldu áfram
að berast inn í norræn mál eftir siðaskipti; er oft erfitt að greina á milli
eldri og yngri áhrifanna.3 I sumum tilfellum féllu þessi aðskeyti að
einhverju leyti saman við norræn aðskeyti sem fyrir voru (-lik, sbr.
físl. -leg, -lig, -lík; -schap, sbr. físl. -skap; vor-, sbr. físl.for-).
Sum þeirra aðskeyta sem eru af þýskum uppruna eru enn virk í
viðtökumálunum, svo sem (da., no., sæ.) -aktig/-agtig, -bar, -hed/-het,
om-, over-/över-, en önnur eru ekki lengur virk eða virkni þeirra hefur
minnkað mikið, t.d. an-, be-/bi-, for(e)-/för- og und-/unn-.
Mun færri þýskættuð tökuorð bárust inn í íslensku í tímans rás en
í frændmálin á meginlandinu. Öfugt við frændmálin bárust orðin ekki
beint inn í íslensku úr lágþýsku eða háþýsku heldur í gegnum norsku
talsvert fram á 15. öld og síðan mestmegnis um dönsku.4 Og öfugt við
hin málin má segja að „miðlágþýsk" áhrif á íslensku hafi staðið mun
3Guðrún Kvaran (2000:175) tekur nokkur dæmi um mun á miðlágþýskum og há-
þýskum forskeytum með hliðsjón af ritum Westergárd-Nielsens (1946) og Jóns Helga-
sonar (1929).
4Þýskættuð tökuorð í íslenskum prentuðum ritum 16. aldar eru reyndar flest úr
miðlágþýsku og sum þeirra hafa borist inn úr þýðingum án danskra milliliða; t.d.
kann Oddur Gottskálksson að hafa nýtt sér lágþýska þýðingu á biblíu Lúthers, auk
hinnar háþýsku útgáfu (og annarra verka), þegar hann sneri Nýja testamentinu á
íslensku (Jón Helgason 1929:179-180; Westergárd-Nielsen 1946:lxxiv, lxxvii).