Orð og tunga - 01.06.2007, Page 151
Veturliði G. Óskarsson: Um þýska forskeytið an-
141
yfir miðja öldina eins og dæmin í Talmálssafni OH sýna, en trúlega
eru þau dáin út nú.17
Þegar an-orðin voru svo gott sem horfin úr málinu eignuðust sum
þeirra þó svolítið eftirlíf í skáldritum 20. aldar, og er rétt að greina
dálítið frá því. Skáldsagnahöfundar lögðu nefnilega stundum eitt og
annað fornfálegt í munn gamals fólks eða notuðu slík orð til að færa
sögusviðið eilítið aftar í tímann. Þannig frestuðu þeir dauða nokk-
urra af orðunum um fáeina áratugi þó að það „líf" sem þau eignuðust
þannig hafi aldrei verið annað en gálgafrestur.
Árið 1933 kom út bók Guðmundar G. Hagalín, Kristrún í Hamravík.
Þeir vita sem lesið hafa þessa bók að málfar á henni er mjög sérstakt og
sérkennilegt, og hafa margir á það bent. Guðni Jónsson skrifaði fyrsta
ritdóminn um bókina árið 1933 og segir:
Því fer fjarri, að málið sje alstaðar hreint. Margt er um út-
lend orð að uppruna til, eins og alþýðumálið er líka auðugt
af þeim. - Fram hjá slíkum orðum hafa flestir rithöfundar
gengið og sett sín orð í staðinn. En Guðmundur hefir lát-
ið alt slíkt halda sjer og má því telja þetta með einkennum
þessa alþýðustíls.
(Guðni Jónsson 1933:6)
Þess má geta að Matthías Johannessen hefur skrifað greinargóða rit-
gerð um Kristrúnu í Hamravík (Matthías Johannessen 1985). Þar fjallar
hann meðal artnars um málfar bókarinnar og gerir grein bæði fyrir
tökuorðum og sérvestfirskum orðum sem í henni er að finna.
Rithöfundar sem skreyttu verk sín með sjaldgæfum orðum og
tökuorðum þekktu án efa þess kyns orð úr eldri ritum eða í munni
gamals fólks. Víst er einnig að Hagalín var djarfari en flestir sam-
tímamenn hans í því að brjóta gegn óskráðum reglum málhreinsun-
arstefnunnar sem ríkt hafði allt frá tímum Sveinbjarnar Egilssonar, að
17Ég hef spurst lauslega fyrir um orð af þessu tagi og hafa fæstir kannast við nokk-
ur slík. Guðrún Þórðardóttir (f. 1936) tjáði mér þó í bréfi að hún þekkti orðin anstaltir
'umstang, vesen, fyrirhöfn, stúss' og anstendugur 'sómasamlegur, siðsamlegur', en
ekki úr eigin máli heldur úr máli ömmu sinnar (f. 1875) og móður (f. 1901), og a.m.k.
tvær konur (f. 1930 og 1934) og einn karl (f. 1933), sem hún ræddi við, mundu þessi
orð vel. Hún telur að þau hafi verið algeng í daglegu máli Reykvíkinga af eldri kyn-
slóðinni þegar hún var að alast upp en minnist þess þó ekki að faðir hennar hafi notað
orðin, en hann var úr sveit, háskólamenntaður og líklega málhreinsunarsinni, segir
hún.