Orð og tunga - 01.06.2007, Blaðsíða 155
Veturliði G. Óskarsson: Um þýska forskeytið an-
145
margt bendir til þess að með nokkrum undantekningum hafi an-orð í
íslensku einkum verið bundin ritmáli embættismanna og lítt farið út
fyrir þeirra hóp, jafnvel minna en be-orðin sem þó voru varla hvers
manns eign. Líklega hefur notkun margra an-orðanna meira að segja
verið enn þrengri; þau voru í eðli sínu framandorð, fremur glósur eða
ívitnanir en eiginleg tökuorð,19 og skutu upp kollinum í máli embætt-
ismanna sem margir hverjir höfðu dvalist í Danmörku, skrifuðu sína
texta með hliðsjón af dönskum textum eða voru í samstarfi við danska
embættismenn og tóku upp orð eftir þeim.
Þess má geta að einnig í dönsku tilheyrðu þessi orð fyrst og fremst
„det stivere skriftsprog" að sögn málfræðingsins Peters Skautrup
(Skautrup 1947:234). Skautrup hefur og bent á að í dönsku hafi for-
skeytið an- aldrei haft neitt skilgreint og einsleitt hlutverk og hafi
aldrei verið skynjað sem eiginlegt orðmyndunaraðskeyti (s.st.). í sum-
um tilfellum voru sjálf hugtökin, sem fln-orðin tjáðu, tekin upp í heild
sinni og þau höfðu þá engin tengsl við danskan orðaforða. I öðrum var
seinni hluti orðanna (aftan forskeytis) fyrir hendi í dönsku sem hluti
sameiginlegs, germansks orðaforða og þá gátu tökuorðið og ósam-
setta erfðarorðið stundum skipst á án þess að um merkingarmun væri
að ræða. Takmarkaður dæmafjöldi an-orða í íslensku leyfir sjaldnast
að þessi sama ályktun verði dregin um þau en þó eru fáein dæmi til
um slíkt, svo sem sagnirnar anfæra („Brotastýll sendur til Kaupmhafn-
ar, anfærdur til inntektar í sídasta reikníngi" Klp VIII, 211,19f) og an-
taka („þessar bækur vill Biskupenn ecke antaka uppi Skulld kyrkiunn-
ar" Bps AII19 III, 113,1752).
Ekki þarf samt að leita langt að einni ástæðu þess að orðin urðu
ekki fleiri en raun ber vitni, og að þau nái t.d. ekki nema um 20% af
fjölda be-orða sem bárust inn í málið á svipuðu tímabili. Hlutfallslega
eru fln-orð nefnilega miklu færri í dönsku, norsku og sænsku en orð
með forskeytinu eða forliðnum be- í þessum málum og því er eðlilegt
að færri orð með an- bærust inn í íslensku en þau fyrrnefndu. En báðir
þessir orðahópar skera sig úr hinum innlenda orðaforða og voru því
tiltölulega auðveldir viðureignar þegar að hreinsun málsins kom.
19Sbr. umfjöllun um hugtökin tökuorð og framandorð í Veturliði Óskarsson 2003:95
(og tilvísanir þar).