Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 2
Samfélag „Það verður erfitt fyrir
íslensk olíufélög að etja kappi við
verslunarkeðju sem veltir meira
en íslenska ríkið. Íslensk olíufélög
hafa verið svolítið heilög í gegnum
tíðina. Það er enginn sem segir að
það þurfi að vernda bensínstöðvar
frekar en vídeóleigur. Þetta eru
ekki menningarverðmæti sem við
getum ekki verið án,“ segir Runólf-
ur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.
Hann segir að þegar nýr aðili
komi inn á bensínmarkaðinn, líkt
og breski verslunarrisinn Costco
stefni að, lækki verðið á hverjum
lítra en bensínlítrinn kostar nú um
200 krónur. Verðið hækkaði um
rúmar fimm krónur um áramótin
en um 60 prósent af hverjum lítra
renna beint til ríkisins eftir skatta-
hækkanir. Einnig settu OPEC-ríkin
framleiðslukvóta á í nóvember
sem hækkaði heimsmarkaðsverð.
Meðalverð í desember var fimm
krónum lægra.
„Hér er fákeppnismarkaður en
þrátt fyrir það eru ótrúlega margar
bensínstöðvar, sérstaklega á höfuð-
borgarsvæðinu. Ég lék mér að því
um daginn að telja bensínstöðvar í
um fimm kílómetra radíus frá Land-
spítalanum og taldi 19. Erlendis er
þróunin þannig að útsölustöðum
hefur fækkað en fjölgað við stór-
markaði. Bensínstöðvar í dag eru
ekki eins og í gamla daga, það er
varla hægt að fá bílavörur lengur
en nóg af skyndibita.“
Krónan hefur einnig óskað eftir
lóðum undir bensínstöðvar, bæði
við stórverslanir sínar í Kópavogi
og úti á Granda. Ekki náðist í for-
svarsmenn Festar, móðurfélags
Krónunnar í gær, en í frétt Morgun-
blaðsins um hugmyndir þeirra kom
Hlúð að fílskálfi
Dýralæknar huga hér að vannærðum og særðum fílskálfi í þar til gerðri hjálparstöð í Aceh-héraði í Indónesíu. Veiðimenn höfðu skotið og sært fíl-
inn en hann fannst í útjaðri skógar í austurhluta Aceh. Fílum í skóginum stendur talsverð ógn af ágangi mannsins en tré eru höggvin niður í stórum
stíl til að skapa rými fyrir plantekrur og ræktarland. Þá er vert að minnast á veiðiþjófa sem ásælast skögultennur fílanna. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Frí myndataka
Sanngjörn söluþóknunFrí skráning og gagnaöun
Enginn kostnaður ef seljandi
hættir við sölu
1
2
3
4
HÆGT AÐ SELJA MEÐ FYRIRVARA UM AÐ KAUP TAKIST Á ANNARRI EIGN
MU
NI
Ð!
Geir Sigurðsson s: 655-9000
löggiltur fasteignasali
Aðalsteinn Steinþórsson s: 896-5865
aðstoðarmaður fasteignasala
Síðumúla 33 - 108 Rvk - 537-9000 - husasalan.is - husasalan@husasalan.is
NÍgERÍa Talið er að minnst fimmtíu
manns hafi látið lífið þegar nígerísk
herþota skaut flugskeyti á flótta-
mannabúðir í Borno-héraði. Flestir
hinna látnu voru flóttamenn en
talið er að í hópi látinna hafi verið
starfsmenn Rauða krossins.
Um mannleg mistök var að ræða.
Þyrlan var að taka þátt í aðgerð sem
beindist gegn vígamönnum Boko
Haram þegar flugmaður þotunnar
hleypti skotinu af með fyrrgreind-
um afleiðingum.
Nígerísk yfirvöld hafa ekki gefið
út neina tölu yfir fjölda fallinna
og er því stuðst við upplýsingar
frá hjálparsamtökum. Samkvæmt
tölum frá þeim eru meira en 120
manns særðir eftir voðaskotið.
Í tísti frá Rauða krossi Nígeríu
kom fram að sex starfsmenn sam-
takanna hefðu látist og þrettán
særst. – jóe
Tugir fórust
í voðaskoti
herþotu
Bensínstöðvar engin
menningarverðmæti
Stefnt er að opnun Costco í maí og ætlar verslunin að selja bensín á lægra verði.
Eftir skattahækkun um áramót kostar bensínlítrinn um 200 krónur. Krónan
skoðar einnig möguleika á að opna í Kópavogi og úti á Granda.
Bensíndæla sem sýnir verð á lítra komið yfir 200 krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERnIR
SamgÖNgUR Í gær var skrifað undir
samning um smíði nýrrar Vest-
mannaeyjaferju í húsnæði Vega-
gerðarinnar. Samið var við pólsku
skipasmíðastöðina Crist um smíði
ferjunnar.
Það voru fulltrúar skipasmíða-
stöðvarinnar, Vegagerðarinnar,
Vestmannaeyjabæjar, Ríkiskaupa
og innanríkisráðuneytisins sem
skrifuðu undir samninginn.
Tilboði Crist var tekið að loknu
útboði sem Ríkiskaup önnuðust.
Tilboð Crist reyndist hagstæðast
eftir að norsk skipasmíðastöð féll
frá tilboði sínu. Hin nýja ferja verð-
ur svokölluð tvinnferja og mun rista
mun grynnra en Herjólfur. Af þeim
sökum mun hún geta siglt mun oftar
í Landeyjahöfn.
Smíði nýju ferjunnar mun hefj-
ast nú þegar en gert er ráð fyrir að
smíðinni ljúki þann 20. júní árið
2018. – jóe
Ný ferja fer til
Vestmannaeyja
Veður
Í dag er spáð suðvestan 10 til 20 metrum
á sekúndu með éljum, hvassast og
úrkomumest um landið norðvestanvert.
Hins vegar léttir til austanlands.
Sjá SÍðU 29
StjóRNmál Óttarr Proppé heil-
brigðisráðherra tekur þátt í fundi
heilbrigðisráðherra OECD-ríkja
sem stendur yfir í París. Á fundinum
er fjallað um hvernig bæta megi
nýtingu fjár til heilbrigðismála og
sporna við sóun. Gerði Óttarr það
að umtalsefni í innleggi sínu á fund-
inum í gær.
Fundinn sitja heilbrigðisráðherr-
ar hátt í fjörutíu landa. Auk þess að
fjalla um bætta nýtingu fjár beina
ráðherrarnir sjónum að því hvernig
best megi nýta nýjustu heilbrigðis-
tækni á sjálfbæran hátt. – jhh
Óttarr fundar
um nýtingu fjár
Óttarr Proppé er núna í Frakklandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILhELm
Bensín 201
Ódýrasti bjórinn í ÁTVR 481
Vatn í Select 698
mS nýmjólk 159
Trópí 259
BEnSínLíTER
Uppbygging hvers lítra
57-58% renna til ríkisins
200
150
100
50
0 10
.o
kt
24
.o
kt
21
.n
óv
5.
de
s
26
.d
es
2.
ja
n
✿ Verð á bensínlítra
fram að þeir ætluðu að selja bensín
á mun lægra verði en gengur og
gerist. „Reykjavíkurborg synjaði
þeim um lóð úti á Granda á meng-
unarforsendum en ég spyr hvort
það sé hlutverk skipulagsyfirvalda
að segja að það komist ekki fleiri á
þennan markað og vinna þannig
gegn neytendum,“ segir Runólfur.
benediktboas@365.is
1 8 . j a N ú a R 2 0 1 7 m I ð V I K U D a g U R2 f R é t t I R ∙ f R é t t a B l a ð I ð
1
8
-0
1
-2
0
1
7
0
5
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
F
A
-5
F
C
8
1
B
F
A
-5
E
8
C
1
B
F
A
-5
D
5
0
1
B
F
A
-5
C
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K