Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 11
Nýjar tölur Ferðamálastofu sýna að 1,8 milljónir erlendra ferðamanna sóttu Ísland heim á nýliðnu ári og eru þá ekki tald- ir með farþegar skemmtiferðaskipa. Þetta er 40% aukning frá fyrra ári. Spár Íslandsbanka gera ráð fyrir 35% fjölgun á þessu ári eða tæplega 2,4 milljónum erlendra ferðamanna. Þessum mikla fjölda fylgja áskoranir fyrir alla sem að þessari atvinnugrein koma. Í þessum greinarstúfi bendi ég á fimm atriði sem ný ríkisstjórn og ferðaþjónustuaðilar verða að taka föstum tökum þegar kemur að nátt- úruvernd og ferðaþjónustu. 1. Uppbygging innviða til verndar náttúru. Mikið hefur verið fjallað um álag á helstu ferðamannastaði og nauðsyn þess að byggja innviði nátt- úrunni til verndar. Er þá m.a. vísað í palla, göngustíga og salerni. Þessari vinnu þarf víða að hraða til muna. En ekki má gleyma að efla fagþekkingu á þessu sviði, sem því miður hefur orðið útundan, svo tryggja megi að innviðir falli vel að landslagi og þeirri náttúru sem þeim er ætlað að vernda. Aukin landvarsla, öryggi ferðamanna og fræðsla falla auðvitað undir hér líka. 2. Takmörkun á aðgangi? Íhuga þarf að takmarka aðgang að sumum stöðum í stað þess að auka álagsþol þeirra með uppbyggingu innviða, ein- faldlega vegna þess að annars gætu þeir misst aðdráttaraflið sem dregur fólk að þeim. Hið opinbera þarf í sam- vinnu við ferðaþjónustuna, náttúru- verndar- og útivistarfólk að kortleggja þessa staði og leggja fram tillögur um aðgangsstýringu sem mismunar ekki fólki. 3. Innviðir ferðaþjónustunnar sjálfrar. Hið opinbera þarf að móta skýrari leikreglur um uppbyggingu gistiaðstöðu og annarrar þjónustu á náttúruverndarsvæðum og öðrum eftirsóttum stöðum í eigu ríkisins. Lykilatriðið er að byggt sé utan svæðanna, ekki inni á þeim eða í allra næsta nágrenni þeirra. Á verndar- svæði Mývatns og Laxár eru nokkur dæmi um það að stór ný hótel hafi risið, eldri hótel verið stækkuð og önnur eru í byggingu eða áformuð allt of nálægt því lífríki sem verið er að vernda, Mývatni sjálfu. Mikið álag er nú þegar á vistkerfi vatnsins m.a. vegna mengunar frá mannabyggð og alröng þróun að auka það álag með þessum hætti. Miðhálendið er annað dæmi um afar viðkvæmt svæði að þessu leyti. Þar sýna kannanir að innan við 10% ferðamanna telja hótel samrýmast hugmyndum um víðerni og óbyggða- upplifun, sem er einmitt það sem þeir sækjast helst eftir á svæðinu. Nú þegar er hafin endurgerð og nýbygg- ing gistiaðstöðu í Ásgarði við Kerl- ingarfjöll fyrir allt að 340 manns, þar af 240 í einni hótelbyggingu. Áform eru uppi um byggingu 80-140 manna gistiaðstöðu á Hveravöllum og einn- ig eru hugmyndir um byggingu allt að 120 manna gistiaðstöðu á Land- mannalaugasvæðinu. Til saman- burðar tekur Hótel Saga í Reykjavík að hámarki 470 manns í gistingu. Er rétt að auka framboð á gistingu inni á hálendinu eða ætti frekar að byggja hana á láglendi nálægt jaðri hálendisins? Þessi þróun er hið minnsta umhugsunarverð og lykil- atriði að hálendið verði ekki lág- lendisvætt. 4. Kolefnishlutlaus ferðaþjónusta. Aukning í útlosun gróðurhúsaloftteg- unda sem valda loftslagsbreytingum er sérstakt viðfangsefni ferðaþjón- ustuaðila, ekki síst í flugi, hópferðum og hjá bílaleigum. Ein meginregla alþjóðlegs umhverfisréttar, svo- kölluð mengunarbótaregla (e. poll- uter pays principle), krefur þann sem veldur mengun að greiða fyrir hana og bera þannig ábyrgð á starfsemi sinni. Ferðaþjónustuaðilar ættu að setja sér metnaðarfull markmið þar sem tekin eru markviss og tímasett skref í átt að kolefnishlutlausri starf- semi. Ávallt skyldi flug- og bílaflotinn þannig útbúinn að mengun af starf- seminni verði sem minnst, t.d. með sem umhverfisvænstri tækni. Kol- efnishlutleysi yrði síðan náð með landgræðslu, endurheimt skóga og votlendis. 5. Friðlýsingar sem stjórntæki í ferðaþjónustu. Landvernd hefur ítrekað bent á kosti þess að nýta frið- lýsingar í ríkara mæli sem stjórntæki í ferðaþjónustu, ekki síst þegar um er að ræða svæði með viðkvæma náttúru. Þjóðgörðum og öðrum vernduðum svæðum er stýrt með náttúruvernd að leiðarljósi. Skipulag og umferðarstýring dregur úr líkum á skemmdum vegna ágangs ferða- manna og þau verða til langs tíma eftirsóttar vinjar fyrir hugarró og hvíld. Langtímahagsmunir náttúru- verndar og ferðaþjónustu fara þannig saman. Stærsta verkefnið fram undan er stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem er sameiginlegt baráttu- mál náttúruverndar- og útivistarsam- taka og Samtaka ferðaþjónustunnar. Ný ríkisstjórn þarf að skoða hvort og þá hvernig megi takmarka fjölda ferðamanna sem koma til Íslands á meðan tekist er á við helstu áskor- anir ferðaþjónustunnar. Ég óska nýrri ríkisstjórn og ferðaþjónustunni allri velfarnaðar í þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er. Ferðamenn og umhverfisáhrif Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmda- stjóri Land- verndar Hið opinbera þarf að móta skýrari leikreglur um upp- byggingu gistiaðstöðu og annarrar þjónustu á náttúru- verndarsvæðum og öðrum eftirsóttum stöðum í eigu ríkisins. Nánari upplýsingar á rsk.is Launaupplýsingum (launamiðum) og öðrum gögnum er eingöngu hægt að skila á rafrænu formi á þjónustusíðunni skattur.is Skilafrestur vegna framtalsgerðar 2017 er til 20. janúar Munið að skila launaupplýsingum 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk.is/hafa-samband skattur.is s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11M i ð V i k u D A G u R 1 8 . j A n ú A R 2 0 1 7 1 8 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B F A -5 F C 8 1 B F A -5 E 8 C 1 B F A -5 D 5 0 1 B F A -5 C 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.