Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 30
Ég held yfirleitt ekki að ég geti haft betur en markaðurinn en nú er hins vegar nokkuð sem veldur mér áhyggjum: „Trump-batinn“ á banda- ríska verðbréfamarkaðnum gæti verið við það að taka enda. Mér virðist að fjárfestar á banda- ríska verðbréfamarkaðnum séu að einbeita sér að hugsanlegu afnámi regluverks og skattalækkunum (og fjárfestingum í innviðum). Og auð- vitað gæti sú orðið raunin og afnám regluverks og skattalækkanir ættu vissulega að vera fagnaðarefni fyrir bandaríska hagkerfið og bandaríska verðbréfamarkaðinn. En ef það verða gerðar kerfis- breytingar þá verður það vegna þess að meirihluti Repúblíkana í báðum deildum þingsins vill það – ekki vegna Trumps. Trump heldur áfram að fylgja þessum hugmyndum í orði kveðnu en hann hefur sannarlega ekki verið samkvæmur sjálfum sér. Það er ekkert í fortíð Trumps sem segir okkur að hann sé „maður hins frjálsa markaðar“. En hann hefur verið stefnufastur – jafnvel mjög stefnufastur – í boð- skap sínum um verndarstefnu og óhróðri um Kínverja. Núna hunsa markaðirnir þetta, og það er kannski ekki rangt að gera það, en ég verð að segja að tal Trumps um 35% tolla hræðir mig verulega og sömuleiðis stöðugar tilraunir hans til að „snapa fæting“ við Kína. Virðingarleysi við leikreglur Annar þáttur sem gæti markað endalok „Trump-batans“ er að ekki aðeins mun Seðlabanki Bandaríkj- anna hækka stýrivexti í næstu viku heldur gæti seðlabankinn einnig sent herskárri merki en markaður- inn gerir nú ráð fyrir. Hvað þetta varðar myndi ég sér- staklega fylgjast með verðbólgu- væntingum sem hafa í raun hætt að hækka síðan verðbólguvæntingar markaðarins fóru upp fyrir 2% fyrir jól. Í millitíðinni hafa viðskipti á bandarískum verðbréfamörkuðum almennt haldið áfram á (hóflega) hærra verði. Þarna virðist mér vera nokkurt sambandsleysi. Þar að auki er ljóst að Trump ber ekki mikla virðingu fyrir almennum leikreglum. Hann vill kúga banda- rísk fyrirtæki til að framleiða í Bandaríkjunum og vill skattleggja hvert það fyrirtæki sem vill fram- leiða í Kína eða Mexíkó og flytja vörurnar aftur til Bandaríkjanna. Daður við verndarstefnu Með öðrum orðum má segja að Trump styðji viðskipti (að minnsta kosti viðskipti vina sinna) en það er mun síður ljóst hvort hann er mark- aðssinni eða fylgjandi samkeppni. Þótt afnám hamlandi reglna verði gott fyrir bandaríska hagkerfið er daður hans við verndartollastefnu og hörð afstaða gegn innflytjendum mun neikvæðari. Raunar gætu þessi stefnumál dregið verulega úr lang- tímahagvexti í bandaríska hag- kerfinu. Svo þótt sumt í stefnu Trumps séu góðar fréttir fyrir verðbréfa- markaðina er sannarlega stór hluti stefnunnar sem gæti verið mjög nei- kvæður fyrir verðbréfamarkaðinn og ef verndarstefnan og stefnan gegn innflytjendum (og sívaxandi fjárlagahalli) verður yfirsterkari en skattalækkanir og afnám regluverks þá gæti „Trump-batinn“ brátt verið fyrir bí. Spurningin er hvort það verði fyrir eða eftir að hann sver eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á föstudaginn. Eru þetta endalok „Trump-batans“? Það hafa eflaust allir einhvern tíma fengið góða hugmynd. Hugmynd sem lætur þig hugsa í sekúndubrot „já, veistu, þetta gæti gert mig að milljóna- mæringi“. Svo hverfur hún á brott, þú gleymir henni í amstri dagsins, eða telur þér trú um að einhver hafi pottþétt gert þetta áður og gefur þig efanum á vald. Það krefst hugrekkis og þraut- seigju að taka næsta skref og kanna möguleikann. Margir eru jafn hræddir við velgengni og það að mistakast. Í sumum tilfellum þarf fólk að vera tilbúið til að taka áhættu. En er það ekki gamanið? Hver eru þessi ofurmenni sem þora að taka skrefið? Þessi ofur- menni sem birtast okkur í fréttum og á samfélagsmiðlum, sem líta út fyrir að fá fleiri klukkutíma í sólar- hringnum en við hin og koma þar af leiðandi óskiljanlega miklu í verk. Við eigum það til að gleyma því að við erum öll sama venjulega fólkið með 24 klukkustundir í sólar- hringnum. Galdurinn liggur í mark- miðasetningu og tímastjórnun í réttu samblandi við ástríðu og trú á sjálfan sig. Trú á mann sjálfan getur nefnilega komið manni furðu langt. Það byrjuðu allir einhvers staðar og þarna úti er hópur fólks sem er til- búið að hjálpa, leiðbeina og taka þetta stökk með þér. Góður byrjunarreitur fyrir hug- myndir er Gulleggið, frumkvöðla- keppni sem allir geta tekið þátt í sér að kostnaðarlausu. Yfir 2.300 hugmyndir hafa farið í gegnum Gulleggið frá upphafi en keppnin hefur farið stigvaxandi síðastliðin ár og fagnar nú tíu ára afmæli. Gull- eggið er fyrst og fremst stökkpallur til að koma hugmyndum á framfæri ásamt því að vera spark í rassinn til að hrinda hugmynd í framkvæmd. Keppnin er skipulögð með tilliti til þess að hún henti samhliða skóla og/eða vinnu en þátttakendur fá aðgang að vinnusmiðjum. Í vinnu- smiðjunum þeir sitja fyrirlestra, fá ráðgjöf og leiðsögn sérfræðinga. Gulleggið er lærdómsrík og skemmtileg reynsla en jafnframt lóð á vogarskálar þess að búa framúrskarandi einstaklinga undir þátttöku í íslensku atvinnulífi til framtíðar. Næst þegar sekúndu- brotið þitt kemur, staldraðu þá við og hugsaðu hvort Gulleggið sé fyrsta skrefið þitt að einhverju stór- fenglegu. Umsóknarfrestur í Gulleggið er til miðnættis í dag, miðvikudaginn 18. janúar. Kynnið ykkur keppnina á www.gulleggid.is Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?   Skotsilfur Fjölorkustöð Costco rís Fjölorkustöð bandaríska smásölurisans Costco rís nú við hlið bílastæðis IKEA í Kauptúni í Garðabæ. Þar hafa verktakar unnið hörðum höndum síðustu viku við að grafa bensín- og olíutanka niður í jörðu og er nú bensínstöðin sjálf farin að taka á sig mynd. Costco ætlar að opna verslun sína í Kauptúni í maí en áður stóð til að hún yrði opnuð tveimur mánuðum fyrr. fréttablaðið/ernir Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Nýsköpun Edda Konráðsdóttir, verkefnastjóri Gulleggsins Þar að auki er ljóst að Trump ber ekki mikla virðingu fyrir almenn- um leikreglum. Tilkynnt verður um nýjan bankastjóra Landsbankans á allra næstu dögum. björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskipta- þróunar Landsvirkjunar, er sterklega orðaður við bankastjórastólinn en hann var um þriggja ára skeið fram- kvæmdastjóri hjá Deutsche Bank í London. Þar áður starfaði hann um árabil fyrir bandaríska fjárfestinga- bankann Lehman Brothers. Lilja Björk Einarsdóttir, sem stýrði eignaum- sýslu gamla Landsbankans í London 2010-2016, er einnig sögð líkleg til að hreppa starfið. Þau Björgvin Skúli þekkjast vel en þau voru saman í námi í verkfræðideildinni í HÍ. Björgvin Skúli í bankastjórann? Ragna ekki að fara neitt Sterkur orðrómur var á kreiki í kringum áramót um að ragna Árna- dóttir, aðstoðar- forstjóri Lands- virkjunar, væri búin að segja starfi sínu lausu. Fylgdi sögunni að hún væri einn umsækjenda um bankastjórastöðu Landsbankans. Þegar Markaðurinn náði tali af Rögnu í síðustu viku varð hins vegar fljótt ljóst að flökkusagan var á sandi byggð. Rögnu var skemmt en augljóst að það kom henni á óvart hversu víða sagan hafði ratað. Heitt undir Höskuldi Mikilvægt er að fyrir- hugað útboð Arion heppnist vel, ekki síst vegna mikilla fjárhags- legra hagsmuna ríkisins, en væntingar eru um að erlendir fjárfestar muni sýna útboðinu mikinn áhuga. Þá er mikið undir hjá Höskuldi Ólafs- syni, bankastjóra Arion banka, en að sögn kunnugra kunna dagar hans í starfi að vera taldir ef ekki tekst að selja stóran hlut í útboðinu. Vitað er að áhrifamestu kröfu- hafar Kaupþings, sem fer með 87 prósenta hlut í Arion banka, hafa oft verið ósammála stjórnendum um stefnu bankans. Þeir hafa hins vegar haft fá úrræði til að koma óánægju sinni á framfæri. Það var ekki fyrr en í september í fyrra sem Kaupþing fékk í fyrsta sinn mann í stjórn bankans. Skömmu síðar var ákveðið að segja upp samtals 46 starfsmönnum. 1 8 . j a n ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r10 markaðuriNN 1 8 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B F A -9 1 2 8 1 B F A -8 F E C 1 B F A -8 E B 0 1 B F A -8 D 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.