Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 48
Dreifing dreifing@postdreifing.is
Ef blaðið berst ekki 800 1177
Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir
Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja
mest lesna dagblað landsins.
ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF
FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ.
Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu.
Kristínar
Ólafsdóttur
Bakþankar
Undanfarin misseri hefur mér gengið afleitlega að sofna á kvöldin. Þetta er kannski
eðlilegur fylgifiskur hækkandi
aldurs. Eða bein afleiðing þess að
í skólanum er ekki skyldumæting
og ég skrönglast þ.a.l. fram úr um
hádegisbil flesta virka daga.
Þessi lífsstíll er auðvitað á skjön
við fúnkerandi samfélag manna og
ef það er til guð eða gáfaður dvergur
eða fjörlegt hýbríð manns og geit-
hafurs, sem menn tilbiðja í nafni
stundvísi og sjálfsaga, þá er sá að
refsa mér.
Andvökunæturnar fylgja flestar
ákveðinni uppskrift. Fyrst gerir
líkamleg óværð vart við sig. Ég bylti
mér og verð óþægilega meðvituð um
eigin hjartslátt. Og þá, eins og sprett-
hlaupari í rásblokk, tekur heilinn við
sér. Hann byrjar að blaða kerfis-
bundið í formsatriðunum, þessu sem
liggur tiltölulega grunnt í skömm-
ustuskúffunni. Að ég hafi skrópað í
tannlæknatíma í þrjú ár. Að ég eigi
enn eftir að taka bílpróf. Að ég sé enn
ekki byrjuð á BA-ritgerð.
Hjartslátturinn verður örari. Í
takt við hann og þvert á vilja minn
fletti ég í gegnum niðurbældustu
minningarnar. Ég er 9 ára og stíg
óvart í blauta steypu á leiðinni heim
úr skólanum og múrararnir taka
því sem aðför að öllum löggiltum
iðngreinum. Ég renn niður stigann
á Prikinu sumarið 2014 og finn
hvernig mjöðmin flest út á hverri
einustu tröppu og allir viðstaddir
fylgjast með. Ég reyni að kyssa sætan
strák og hann segir „nei, sorrí“.
Þetta er lögmál. Þegar líkaminn
þarfnast hvíldarinnar sárast tekur
höfuðið upp á því að framleiða,
leikstýra og sýna kvikmynd byggða
á öllu sem maður þráir heitast
að gleyma. Ég stend nú í örvænt-
ingarfullri leit að úrræðum. Hugræn
atferlismeðferð kemur til greina.
Sem og skurðaðgerð.
Eða kannski þarf ég bara að byrja
að mæta í skólann.
Andvökunætur
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN
Í ENGIHJALLA,
VESTURBERGI
OG ARNARBAKKA
LYON f rá
12.999 kr.
T í m a b i l : j ú n í
Bonjour!
*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. BRÍETARTÚNI 13 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
*
Bókaðu flug með WOW air til Lyon, miðstöð matar og
víngerðar í Frakklandi. Þessi magnaða miðaldaborg
hefur eitthvað fyrir alla — og verðið er lyginni líkast.
Bon voyage!
MÍN AÐ SKRÁ SIG
DAGAR FRÍTT3
2now.is
1
8
-0
1
-2
0
1
7
0
5
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
F
A
-5
A
D
8
1
B
F
A
-5
9
9
C
1
B
F
A
-5
8
6
0
1
B
F
A
-5
7
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K