Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 12
Embætti umboðsmanns skuld-ara tekur undir umfjöllun Arnars Inga Ingvarssonar lög- manns um ábyrgðarskuldbindingar, í aðsendri grein hans í Fréttablaðinu þann 10. janúar sl. Líkt og rakið er í greininni er mikilvægt fyrir ábyrgð- armenn að kanna réttarstöðu sína, þegar reynir á gildi ábyrgðarskuld- bindinga. Umboðsmaður skuldara hóf það verkefni árið 2011, að veita þá þjónustu að aðstoða einstaklinga við að kanna gildi ábyrgðarskuld- bindinga. Framangreind þjónusta fólst í að kanna hvort gætt hafi verið að gildandi reglum þegar til ábyrgðarinnar var stofnað. Yfir 1.300 erindi bárust embættinu, bæði frá ábyrgðarmönnum þeirra skuldara sem sótt höfðu um úrræði hjá embættinu, sem og frá ábyrgðar- mönnum ótengdum úrræðum emb- ættisins. Niðurstaða könnunar í um 1.300 málum var sú að telja mátti ábyrgðarskuldbindingar ógildar í þriðjungi málanna. Þetta viðamikla verkefni emb- ættisins leiddi til stefnumótunar hjá hlutaðeigandi fjármálastofn- unum við könnun á gildi ábyrgðar- skuldbindinga. Verkefnið þróaðist á þann veg að ábyrgðarmenn áttu með auðveldum hætti að geta leitað til fjármálastofnunar, til að fá gögn og upplýsingar um sannanlegt gildi ábyrgðarinnar. Í dag leiðbeinir emb- ættið ábyrgðarmönnum, sem vilja kanna hvort gætt hafi verið að gild- andi reglum við stofnun ábyrgðar, að leita í útibú viðkomandi fjármála- fyrirtækis og óska eftir tilteknum gögnum og afstöðu til ábyrgðar- innar. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu embættisins, s.s. um þau gögn sem ber að afla og til hvaða reglna ber að líta við könnun á gildi ábyrgðar, sbr. www.ums.is. Vakin skal athygli á því að reglur um ábyrgðir samkvæmt samkomulagi frá árinu 1998 og 2001 gilda ekki um lífeyrissjóði og Lánasjóð íslenskra námsmanna. Ábyrgðarmenn eru jafnframt hvattir til að kanna hvort ábyrgðarskuldbinding sé fyrnd. Ef aðalskuldari sækir um greiðslu- aðlögun og kemst í svokallað greiðsluskjól við samþykkt umsókn- ar, þá er kröfuhöfum óheimilt að innheimta kröfur sínar á hendur ábyrgðarmönnum á meðan greiðslu- skjól varir, sbr. lög um greiðsluað- lögun einstaklinga. Embættið vill þó vekja athygli á því að ábyrgðar- mönnum er heimilt að greiða, af sjálfsdáðum, ábyrgðarskuldbind- ingar sínar meðan greiðsluskjól aðalskuldara varir, kjósi þeir það. Ábyrgðarmaður kann að sjá hag sinn í því til að koma í veg fyrir hækkun skuldarinnar í greiðsluskjóli. Þetta getur átt við í þeim tilvikum þegar ábyrgð telst gild, ófyrnd og stað- fest er að ábyrgð verði virk þegar greiðsluskjóli lýkur. Til ábyrgðarmanna Ásta S. Helgadóttir umboðsmaður skuldara Mig langar að rita örfá orð í tilefni greinar Stefáns Mána í Fréttablaðinu 17. janúar um athugasemdakerfi vefmiðla. Ég geri fastlega ráð fyrir að þau séu meira virði, að mati Stefáns, sem grein heldur en sem komment. Fyrir ekki svo löngu síðan gaf ég út spil sem heitir #Kommentakerfið. Það var ádeila mín á sömu umræðuhefð og Stefán Máni er að tala um. En mín ádeila var frá allt öðru sjónarhorni því ég held að athugasemdakerfin geti verið dásamleg ef miðlarnir sem hýsa þau leggja sig örlítið fram. Athugasemdakerfin geta nefnilega verið alveg frábært aðhald fyrir fjöl- miðla. Þar getur almenningur bent á rangfærslur í fréttum og jafnvel á sjónarhorn sem farið hefur fram hjá fjölmiðlum. Ég veit auðvitað að svo- leiðis athugasemdir ná oft að kafna bæði í heimsku sem og kjaftæði um hluti sem tengjast ekki einu sinni fréttinni sem ætti að vera til umræðu. En það eru alveg til lausnir á þessu. Bestu athugasemdakerfin á vefn- um eru þau sem eru með milda rit- stjórn. Sú gengur ekki einu sinni út á að eyða vondum athugasemdum heldur að taka þær úr umferð. Ritstjórar athugasemdakerfanna, sem er staða sem þarf að vera til hjá vefmiðlum sem bjóða upp á komment, merkja athugasemdir sem þeir telja að eigi ekki heima í umræðunni. Þær eru þá faldar þannig að lesendur þurfa sérstaklega að smella á þær til þess að lesa þær. Þannig missa þessar athugasemdir kraft sinn. Það má líka taka þá sem eru of oft í ruglinu úr umferð þannig að það þurfi ein- hver að lesa yfir athugasemdir þeirra áður en þær birtast. Gagn athugasemda sést þar sem þær ekki birtast. Í þessum mán- uði birti Kjarninn tvær greinar eftir Heiðar Guðjónsson. Maður gæti haldið að Heiðar hefði valið greinum sínum birtingarstað sér- staklega út frá því að Kjarninn leyfir ekki athugasemdir. Greinarnar voru nefnilega uppfullar af staðreyndavill- um sem auðvelt hefði verið að leið- rétta í athugasemdum en án athuga- semdakerfis fá villurnar að standa óleiðréttar. Fjölmiðill sem leyfir ekki athugasemdir þarf að stunda miklu virkari staðreyndavakt í skrifum sem þar birtast. Þegar maður er þekktur rithöfund- ur sem fær birtar aðsendar greinar sínar í blöðum sem eru send á flest heimili í landinu þá skilur maður kannski ekki að tjáningarfrelsi er ekki alltaf sjálfgefið eða auðvelt. Stefán Máni stingur upp á að fólk deili fréttum með eigin athugasemd- um á samfélagsmiðlum í stað þess að nota athugasemdakerfi. Málið er að þannig myndum við bara einangra enn frekar þá þægindabólu sem við höfum, með hjálp samfélagsmiðla, búið til fyrir okkur. Við þyrftum aldr- ei að horfa upp á allt þetta óþægi- lega fólk sem er ósammála okkur og yrðum þá enn meira hissa þegar þetta fólk tekur sig saman og kýs Donald Trump. Lýðræði krefst meiri rökræðu en ekki minni. Smá komment um komment Óli Gneisti Sóleyjarson lágmenningar- fræðingur Íslendingar á eftirlaunaaldri eru aldir upp í samfélagi þar sem haftahugsun var ríkjandi. Þjóð- félagið var að feta sig út úr einþættu, fátæku og harðneskjulegu bænda- samfélagi, þar sem starfsstéttum var markaður bás. Mektugri bændur ásamt embættismönnum höfðu tögl og hagldir, meðan leiguliðar og vinnufólk bjó við áhrifa- og valda- leysi. Þeir síðarnefndu sem ánauð- ugir í vistarbandi. Persónulegt frelsi var framandi og mörgum ógnvekj- andi. Þar sem við vorum hluti af danska ríkinu lutum við þeim viðskipta- reglum sem þar giltu. Fyrra stríðið og kreppan mikla ýttu undir hug- myndir sem treystu flóknu hafta- kerfi fyrir velferð þjóðarinnar. Við komum á fót bæði inn- sem og útflutningshöftum. Á framleiðslu og sölu búvara voru sett ströng boð og bönn, þar sem hvers konar samkeppni var úthýst. Þetta fyrir- komulag lifir enn góðu lífi. Viðskipti með gjaldmiðla sem nothæfir voru erlendis voru í ströngum höftum. Verðlagshöft voru innanlands. Atvinnusvæðum innanlands var skipt upp eftir sveita- og bæjar- mörkum. Á flestum sviðum sam- félagsins ríkti hugsun takmarkana, boða, banna og hafta. Höftin linuð Eftir það umrót sem kom á íslenskt samfélag í seinna stríði og með lang- varandi dvöl fjölmenns bandarísks hers var brugðist við efnahagserfið- leikum þess tíma með hertri hafta- stefnu. Meðan nágrannaþjóðir losuðu haftaskrúfur stríðstímans, tókum við að herða þær. Það var eins og sú hugs- un væri nærtækust og okkur eðlislæg. Það var í reynd ekki fyrr en með inngöngunni í EFTA sem fer að örla fyrir opnara hugarfari hvað viðskipti snerti. Þar ruddi brautina Alþýðu- flokkur Gylfa Þ. Inngangan átti mjög á brattann að sækja ekki hvað síst – en þó ekki bara – hjá stjórnmálaflokkum, sem í hugmyndavopnabúri sínu litu á lokað hagkerfi sem meginviðmiðun. Þeir töldu og telja enn að lokun sé árangursríkari aðgerð en opnun. Það er svo ekki fyrr en með samningnum um EES sem þjóðin horfir framan í og tekst á við opið fjölþjóðlegt við- skiptaumhverfi sem grundvallast á frjálsri samkeppni á markaði með samræmdar reglur. Mikil andstaða var innanlands við þessa opnun. Hún var talin fela í sér upphaf glötunar fullveldis þjóðarinnar. Landráð lágu í loftinu. Fyrirfram gefnar niðurstöður Samningurinn um EES var fjarri því að vera fullkominn. Þar vantaði bæði skýrari ákvæði um fjármagns- flutninga og alþjóðlega bankastarf- semi; viðskiptasvið sem ekki knúðu dyra hérlendis þá. Stærsti annmarki samningsins var þó sá, að undan- þiggja landbúnað og skylda starf- semi. Samtímis við EES-samninginn, var viðræðulota í Doha um lækkun innflutningstolla og linun hafta í við- skiptum með landbúnaðarafurðir. Það hefði breytt miklu bæði fyrir neytendur og framleiðendur, ef tekið hefði verið skref í þá átt að opna fyrir samkeppni með iðnaðartengda fram- leiðslu s.s. alifugla og svín. Áframhaldandi innflutningsbann leiddi til stöðnunar í greinunum. Afleiðing þess veldur hærra verði og kallar sífellt á meiri opinbera styrki. Það eru dapurleg örlög íslensks land- búnaðar að lifa á ríkisframfæri. Jón Baldvin hafði gert það að skilyrði til myndunar nýrrar ríkisstjórnar 1991 að EES-samningurinn yrði sam- þykktur. Sjálfstæðisflokkurinn féllst á það. Jafnframt þvertók flokkurinn fyrir nokkra opnun eða tilslökun, sem máli skipti í landbúnaðarvið- ræðunum í Doha. Trú flokksins á getu og lífseiglu íslensks landbúnaðar var ekki meiri en svo, að þeir gáfu sér það að óreyndu, að bæði iðnaðartengdur sem og hefðbundinn landbúnaður myndi líða undir lok, ef opnað yrði fyrir samkeppni. Þar skyldu höftin ríkja áfram. Þessi rótgróna trú á græðimögn hafta og fyrirfram gefnar skaðvænar niðurstöður er arfur fortíðar, sem enn er bæði sprelllifandi og mótar pólitíska stefnumótun, svo sem þegar fyrrverandi stjórnarflokkar gefa sér fyrirfram háskalegar lyktir úr samn- ingaviðræðunum við ESB. Ályktunar- hæfni í álögum. Hræðslan er slæmur ráðgjafi. Hugsun í höftum Þröstur Ólafsson hagfræðingur Þessi rótgróna trú á græði- mögn hafta og fyrirfram gefnar skaðvænar niður- stöður er arfur fortíðar, sem enn er bæði sprelllifandi og mótar pólitíska stefnu- mótun, svo sem þegar fyrr- verandi stjórnarflokkar gefa sér fyrirfram háskalegar lyktir úr samningaviðræð- unum við ESB. Niðurstaða könnunar í um 1.300 málum var sú að telja mátti ábyrgðarskuld- bindingar ógildar í þriðjungi málanna. www.apotekarinn.is - lægra verð NICOTINELL Gildir af öllu lyfjatyggigúmmíi, öllum styrkleikum og pakkningarstærðum. 15%AFSLÁTTUR N cotinell-15%-5x10-apotekarinn copy.pdf 1 29/12/16 15:05 1 8 . j a n ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r12 s K o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð 1 8 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F A -5 A D 8 1 B F A -5 9 9 C 1 B F A -5 8 6 0 1 B F A -5 7 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.