Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 18
markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Deila um notkun og skráningu á vörumerkinu Gamma verður útkljáð fyrir dómstólum. Héraðs­ dómur Reykjavíkur úrskurðar á fimmtudag um frávísunarkröfu fasteignafélagsins Gamma ehf. á dómsmáli sem hófst með stefnu fjármálafyrirtækisins Gamma Cap­ ital Management hf. Eigendur fast­ eignafélagsins hafa einnig stefnt síðarnefnda félaginu. „Þetta býður upp á rugling og við viljum fá úr þessu skorið hvað er rétt og hvað er rangt. Það eru stefnur á báða bóga en engin ill­ indi eða neikvæðni af okkar hálfu. Gamma Capital Management rekur sitt fyrirtæki og gerir það vel en von­ andi kemst niðurstaða í málið og þá munu menn væntanlega una henni og lífið halda áfram,“ segir Magnús Stephensen, stjórnarmaður og einn eigenda Gamma ehf. Ingvi Hrafn Óskarsson, lögmaður Gamma Capital Management í mál­ inu, staðfestir í samtali við Markað­ inn að forsvarsmenn fyrirtækisins fari fram á að skráning Gamma ehf. á vörumerki fasteignafélags­ ins verði ógilt. Fyrrnefnda félagið á og rekur Almenna leigufélagið, annað stærsta leigufélag landsins á almennum markaði. Gamma ehf. er í eigu Magnúsar og Hannesar Hilm­ arssonar, forstjóra flugfélagsins Atl­ anta, og á og leigir út fasteignirnar Skólavörðustíg 7, Bergstaðastræti 4 og Týsgötu 8 ásamt nokkrum öðrum húsum í Reykjavík, Firmaheiti Gamma ehf. var skráð árið 2005 en Gamma Capital Management, sem er öllu umsvifa­ meira fjármálafyrirtæki með yfir 115 milljarða króna í stýringu fyrir meðal annars lífeyrissjóði, fyrirtæki og einstaklinga, var stofnað árið 2008. Magnús Stephensen segir að nafnið sé honum mjög kært. „Þetta er búið að vera í minni fjöl­ skyldu síðan 1969. Faðir minn rak fyrirtæki sem hét Gamma og sinnti ýmissi þjónustu fyrir auglýsinga­ stofur, eins og innheimtu. Svo var nafnið sett á ís en við félagarnir tókum það svo upp aftur árið 2005 og sitjum nú báðir í stjórn okkar fasteignafélags sem heitir Gamma ehf. og hefur starfað síðan þá,“ segir Magnús. haraldur@frettabladid.is Slást um vörumerkið Gamma fyrir dómi Gamma Capital Management og Gamma ehf. deila um vörumerkið Gamma. Frávísunarkrafa tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag.„Þetta er búið að vera í minni fjölskyldu síðan 1969,“ segir Magnús Stephensen. Gísli Hauksson, forstjóri Gamma Management hf. og hluthafi í fjármálafyrirtækinu. Fréttablaðið/GVa Faðir minn rak fyrirtæki sem hét Gamma og sinnti ýmissi þjónustu fyrir auglýsinga- stofur eins og innheimtu. Magnús Stephen- sen, einn eigenda Gamma ehf. Einkahlutafélagið Jör var tekið til gjaldþrotaskipta þann 11. janúar. Þetta kemur fram í Lögbirtinga­ blaðinu en félagið var stofnað utan um hönnun á fatalínum Jör og versl­ unarrekstur við Laugaveg 89. Félagið var rekið með 25 milljóna króna tapi árið 2015 og var eigið fé þess þá neikvætt um rétt tæpar 53 milljónir króna. Það var stofnað 2012 af Guðmundi Jörundssyni og Gunnari Erni Petersen. Guðmundur sagði í samtali við Fréttablaðið í lok nóvember að fyrirtækið væri í endurskipulagningu og komið á ákveðinn byrjunarreit. Ný verslun Jör var í kjölfarið opnuð á horni Týsgötu og Skólavörðustígs. Sam­ kvæmt upplýsingum Markaðarins er hún rekin af félaginu RE13 ehf. sem var stofnað í fyrra. Ekki náðist í Guðmund við vinnslu fréttarinnar. Jör ehf. tekið til gjaldþrotaskipta Guðmundur Jörundsson, stofnandi Jör. Fréttablaðið/Daníel Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Hótel við heimskautsbaug Frekari upplýsingar veita: Gunnar Svavarsson, gunnar@kontakt.is Guðni Halldórsson, gudni@kontakt.is Nær 970 fm. eign, 15 herbergi með baði, veitingasalur, eldhús og sér íbúð, auk 480 fm. óinnréttaðrar jarðhæðar. Góð staðsetning við höfnina. Auðveld kaup. Hentar vel einstaklingi eða hjónum sem vilja starfa við ferðaþjónustu í litlu sveitarfélagi á landsbyggðinni eða sem viðbót við annan sambærilegan rekstur. Hótel Norðurljós á Raufarhöfn er til sölu. H au ku r 0 1. 17 Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) fékk rétt fyrir áramót tæpa þrjá millj­ arða króna upp í kröfur sínar vegna gjaldþrots Askar Capital hf. ESÍ var langstærsti kröfuhafi félagsins en skiptum þess lauk 30. desember. Kröfur í búið námu 7,4 milljörðum og fengust rétt rúmir þrír milljarðar upp í þrotið eða 41 prósent. Bú Askar Capital, sem var áður fjárfestingarbanki sem lagði áherslu á sérhæfðar fjárfestingar á nýmörk­ uðum, var tekið til gjaldþrotaskipta 25. september 2015. Höfuðstöðvar bank ans voru við Suður lands­ braut í Reykja vík en óskað var eftir slitameðferð á félaginu í júlí 2010. Tryggvi Þór Her berts son var forstjóri bankans í eitt ár eða frá stofnun hans árið 2007. Ask ar Capital var hluti af Milest one­veldi Stein gríms og Karls Werners sona. Eignasafn Seðlabankans fékk nær þrjá milljarða tryggvi Þór Herbertsson, var forstjóri askar Capital og Steingrímur Wernersson og Karl Wernersson eigendur bankans. 1 8 . j a n Ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn 1 8 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F A -9 1 2 8 1 B F A -8 F E C 1 B F A -8 E B 0 1 B F A -8 D 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.