Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Vetrarþjónusta mokstur, salt & sandur 554 1989 gardlist.is Tunguhálsi 7, 110 Reykjavík gardlist@gardlist.is Það þarf líka að huga að garðinum á veturna og erum við hjá Garðlist ávallt til þjónustu reiðubúin. Við leggjum áherslu á að svara öllum fyrirspurnum og pöntunum samdægurs og höfum samband eftir að fagmenn okkar hafa lokið verki til að tryggja að allt sé eins og það á að vera. Söltun, söndun og snjómokstur á bílastæðum, gangstéttum ofl. Fríða Rut Heimisdóttir Hárgreiðslumeistari Úr einu fræi varð bylting. Moroccanoil hárvörumerkið er innblásið af ferskum vindum, bláma sjávarins og landslagsins í kringum Miðjarðarhafið. Upphafið er sjálf Moroccanoil Treatment olían sem er góður grunnur fyrir hvaða hárgerð sem er. Einnig góð í krakka og skegg. Til að fá sem bestu næringarefnin er gott að setja hana alltaf í blautt hárið og blása það eða leyfa því að þorna eðlilega. Olíurnar eru þrjár og nýjust er Blow Dry Concentrate sem hönnuð er fyrir gróft og erfitt hár. Moroccanoil Treatment hentar öllum hárgerðum og LIGHT fyrir fíngert og mikið ljóst hár. Regalo ehf Iceland Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi Sími 557 4848 / www.nitro.is Allar gerðir af Arctic Cat vélsleðum, sport, touring og fjallasleðar. Kíktu við og skoðaðu úrvalið. Ég er búinn að fá fullt af viðbrögðum frá fólki sem ég þekki í Finn-landi sem hefur séð fólk vera að deila þessu. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, þetta er nú tveggja ára gamalt og hefur greinilega farið á eitthvert flakk allt í einu. Það er rosa gaman að lesa kom- mentin – það er enginn að pæla í mér. Fólk er bara að spá í það sem ég er að tala um. Ég er lítið að upp- lifa þetta eins og ég sjálfur sé farinn á flakk. Það eru þvílíkar umræður byrjaðar þar sem fólk er bara: „Af hverju talar hann ekki um eist- nesku? Það er euro-proto mál,“ eða eitthvað, það eru einhverjir málfræðingar komnir þarna sem ég veit ekki neitt hvað eru að tala um,“ segir grínistinn Ari Eldjárn, en myndband með honum að segja brandara hefur farið á töluvert flug á Facebook-síðunni Very Finnish Problems og er þar komið með hátt í eina og hálfa milljón áhorfa. „Ég er búinn að vera svolítið í Finnlandi að skemmta, hef farið þangað svona tólf sinnum í þeim til- gangi. Ég hef tvisvar farið á frábæra grínhátíð sem heitir Turku og ég var einmitt bara að fá skilaboð frá þeim þar sem ég er beðinn um að koma í þriðja sinn – þannig að þetta er að tryggja mér endurráðningu, í það minnsta,“ segir Ari. En hvers vegna ætli akkúrat þetta myndband hafi farið á svona mikið flug? „Það er að ég held rosalega sjald- gæft að það sé búið til grín um Finn- land á ensku, ég held að þetta séu yfirleitt Finnar að tala um Finna, þeir eru svo einangraðir eitthvað. En já, ég meina, ég heiti Ari og er náfölur, þannig að ég er eiginlega hálfur Finni nú þegar. Síðan kann ég að segja finnskt „errr“. Ég á líka finnska vini sem hafa hjálpað mér að semja mikið af þessu gríni, brandarar sem ég hef samið með mönnum eins og Berg Ebba, Ismo Leikola og André Wickström, þann- ig að þetta er fríður hópur grínista þvert yfir Atlantshafið. Til dæmis kom flugubrandarinn þegar við Ismo vorum að slá þessar flugur af okkur og hann sagði mér hvað þær heita og eitt leiddi af öðru. Það er auðvitað líka eitthvert grín um Dani þarna í myndbandinu og eitthvað af viðbrögðunum virðist vera komið frá fólki sem hefur búið í Danmörku og talar ekki dönsku en hefur talað ensku við Dani og virðist tengja mjög mikið við það.“ Hvað er annars það helsta sem er á döfinni hjá þér? „Það er Mið-Ísland í marga mán- uði, tónleikar með Sinfó og svo ætla ég að fara til Edinborgar í ágúst.“ Ætlarðu ekki að verða viral þar líka? „Ég hef aldrei pælt í að verða viral – það eina sem ég hef séð eru mjög margir að reyna að verða viral, en ég held að það sé eitthvað sem maður ræður ekki hvort gerist. Ég er stundum beðinn að koma fram og gera eitthvert viral myndband fyrir einhvern en það er svolítið eins og að vera beðinn um að gera vinsælt lag. Ég veit ekkert hvort það verður það.“ Mið-Ísland hefur hafið sýningar á ný, en um síðustu helgi kom 50 þús- undasti gesturinn á sýningu þeirra og var leystur út með fullt fang af verðlaunum. stefanthor@frettabladid.is Ari slær í gegn á Facebook Myndband af Ara Eldjárn þar sem hann grínast með finnska og danska tungu fer eins og eldur í sinu um Facebook, en það er með um eina og hálfa milljón áhorfa og um sextán þúsund deilingar. Ari Eldjárn hefur mörg járn í eldinum um þessar mundir og um helgina kom 50 þúsundasti gesturinn á sýningu Mið-Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFáN ÞAð er Að ég held rosAlegA sjAld- gæFt Að ÞAð sé búið til grín um FinnlAnd á ensku, ég held Að ÞettA séu yFirleitt FinnAr Að tAlA um FinnA. 1 8 . j a n ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r30 L í f I Ð ∙ f r É T T a B L a Ð I Ð 1 8 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B F A -6 E 9 8 1 B F A -6 D 5 C 1 B F A -6 C 2 0 1 B F A -6 A E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.