Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 20
S litastjórn Sparisjóðabankans (SPB) seldi félagi í eigu fyrrverandi skilanefndarmanns þrotabúsins tíu prósenta hlut í leigufélaginu Ásabyggð síðla árs
2015. Kaupverðið nam 10,6 millj
ónum króna og innan við ári síðar
keypti hann sex prósent til viðbótar
af Eignasafni Seðlabanka Íslands
(ESÍ). Þessi 16 prósenta hlutur
breyttist rétt fyrir síðustu áramót í
4,9 prósent í leigufélaginu Heima
völlum sem eru nú metin á um 664
milljónir króna. Eigandi hlutarins,
lögmaðurinn Jón Ármann Guðjóns
son, fullyrðir að hann hafi borgað
um 100 milljónir króna fyrir eignar
hlutinn með kaupum á hlutafé og
þátttöku í hlutafjáraukningum í Ása
byggð. Auk þess þáði hann ekki laun
fyrir vinnu sína fyrir slitastjórnina á
árunum 2012 til 2015.
Samkvæmt svari Tómasar Jóns
sonar, fyrrverandi formanns slita
stjórnar SPB, við fyrirspurn Mark
aðarins var samið við Jón Ármann
í mars 2013 um forkaupsrétt á tíu
prósentunum vegna þekkingar
hans á rekstri Ásabyggðar. Jón hafði
þá setið sem stjórnarformaður leigu
félagsins og Fjárfestingarfélagsins
Teigs ehf., sem hélt þá utan um 50
prósenta hlut SPB í Ásabyggð, vegna
setu sinnar í skilanefndinni.
„Skilanefndin lauk störfum í lok
árs 2012 og þá var Jón búinn að vera
þarna í bankanum í tvö þrjú ár og
þekkti margt. Við nýttum okkur
það þegar slitastjórnin tók við eign
unum. Hann aðstoðaði okkur með
nokkur mál og þar á meðal þetta en
við vildum halda þessu eins lengi og
við gátum og högnuðumst ágætlega
á því,“ segir Tómas.
Skilaði 732 íbúðum
Ásabyggð á Ásbrú í Reykjanesbæ hét
áður Háskólavellir og var stofnað
árið 2007 utan um kaup á 1.500
íbúðum auk atvinnuhúsnæðis á
gamla varnarliðssvæðinu. SPB fór
inn í hluthafahóp leigufélagsins í
apríl 2008 þegar bankinn keypti
Fjárfestingarfélagið Teig af Run
ólfi Ágústssyni, fyrrverandi rektor
Háskólans á Bifröst. Bankinn fór
í greiðslustöðvun í mars 2009 og
skipaði Fjármálaeftirlitið (FME) þá
skilanefnd yfir honum. Jón Ármann
tók sæti í henni og varð stjórnar
formaður Ásabyggðar í júní 2010.
Gegndi hann sömu stöðu hjá Teig
frá ágúst 2009 og þangað til félag
ið var afskráð þann 18. nóvember
síðastliðinn.
Leigufélagið á Ásbrú keypti alls
89 fasteignir, þar af 76 fjölbýlishús,
á 11,6 milljarða króna. Eins og kom
fram í frétt DV í október 2015 þá
greiddu þáverandi eigendur Ása
byggðar alls 4,1 milljarð króna til
ríkisins fyrir eignirnar árið 2008.
Þeir greiddu aftur á móti aldrei
milljarðana 7,5 sem ríkið átti að fá
árin á eftir. Þróunarfélag Keflavíkur
flugvallar, Kadeco, neyddist því í
september 2014 til að leysa til sín
732 íbúðir sem voru áður í eigu Ása
byggðar. Yfirtók Kadeco einnig 7,5
milljarða króna skuld leigufélagsins
við ríkissjóð en fékk á móti skulda
bréf að verðmæti 2,5 milljarðar.
Eigendur Ásabyggðar héldu eftir
713 íbúðum á Ásbrú sem þeim hafði
tekist að koma í útleigu. Samkvæmt
frétt DV í október 2015 voru þær þá
metnar á 9,7 milljarða.
„Síðan var endursamið og þá fyrst
var kominn einhver rekstrargrund
völlur fyrir það sem eftir stóð,“ segir
Jón Ármann í samtali við Markað
inn.
Keyptu einnig af ESÍ
Teigur átti níu prósenta hlut í Ása
byggð árið 2011 en 50 prósent í lok
árs 2012. Aukninguna má rekja til
ákvarðana Teigs og Klasa fjárfest
ingar ehf. um kaup á fleiri hlutum í
félaginu þegar fyrrverandi hluthaf
arnir, Íslandsbanki, slitabú VBS fjár
festingarbanka og Landsbankinn,
ákváðu að afsala sér hlutum sínum í
félaginu. Samkvæmt svari Tómasar
töldu þessir fyrrverandi eigendur að
ekkert framtíðarvirði væri í félaginu.
Teigur greiddi málamyndagjald eða
184 þúsund krónur fyrir 41,3 pró
senta aukahlut og þegar Lögborg,
lögmannsstofa Jóns Ármanns, nýtti
sér kaupréttinn í nóvember 2015
hafði SPB sett 50 milljónir króna
inn í Teig.
Ásabyggð var í árslok 2015 í eigu
félagsins Foss II slhf. Klasi fjárfesting,
fjárfestingarfélags hjónanna Finns
Reyrs Stefánssonar og Steinunnar
Jónsdóttur og Tómasar Kristjáns
sonar, átti þá 50 prósent í Fossi II
en Teigur 40 prósent. Forkaups
rétturinn sem Jón Ármann samdi
um hafði þá tryggt honum tíu pró
senta hlut sem var síðan skráður á
félagið M75 ehf. Það félag er í dag
skráð í helmingseigu Jóns en sam
kvæmt lögmanninum er hann eini
raunverulegi eigandi félagsins.
„Þetta snýr alfarið að mér. Ég hafði
gert þennan samning um að ég fengi
nánast ekki neitt borgað nema að
það yrði eitthvað úr þessu að hafa.
Foss II er búið að leggja inn í þetta
um 826 milljónir króna. Ég tók þátt í
hlutfalli við mína hlutafjáreign áður
en kom að sameiningu við Heima
velli,“ segir Jón Ármann.
Samkvæmt svörum Tómasar og
Jóns enduðu bréfin í Ásabyggð sem
Teigur hélt eftir inni í eignarhalds
félagið SPB þegar slita stjórnin lauk
störfum í júní í fyrra. Bæði eigendur
Klasa fjárfestingar og Jón ákváðu
þá að nýta sér forkaupsrétt og var
hlutafé Foss II aukið.
„Þeir fara svo út úr þessu verkefni
í fyrra og þá var ég með forkaups
rétt inni í Fossi og þá nýti ég á móti
öðrum hluthöfum forkaupsrétt
þegar ESÍ ákveður að fara út. Ég fékk
þá einn af hverjum fimm hlutum
annarra eigenda Foss og þannig
endaði ég í 16 prósentum,“ segir Jón.
Hluthafi í leigurisa
Ásabyggð sameinaðist Heimavöllum
rétt fyrir áramót og úr varð stærsta
leigufélags landsins sem á og rekur
yfir tvö þúsund leiguíbúðir. Eigend
ur þess stefna að skráningu félagsins
á hlutabréfamarkað í lok næsta árs.
M75 á eins og áður segir 4,9 prósent
í Heimavöllum sem metin eru á 664
milljónir króna miðað við síðustu
viðskipti með bréf leigufélagsins.
„Ég er ekki búinn að leggja jafn
mikið í þetta og verðmætið stendur
í í dag. Það er alveg ljóst. Aftur á móti
er ekki búið að selja út úr þessu og
það á eftir að koma í ljós hvernig
verkefnið endar,“ segir Jón Ármann
og heldur áfram:
„Ég hef alltaf borgað hverja
einustu krónu á móti öðrum hlut
höfum. Ég borgaði tíu milljónirnar
til SPB og þeir töpuðu engu á því og
ég fékk aldrei greitt fyrir vinnu mína
í um fjögur ár. Ég tók sénsinn á þessu
og hafði trú á verkefninu og vildi
ekki skilja það eftir í rúst.“
Tómas Jónsson segir samninginn
við Jón Ármann um forkaupsrétt
hafa verið „mjög eðlilegan“ og ítrek
ar það mat að Ásabyggð hafi verið
verðlaust félag þegar slitastjórnin
tók við.
„Þú getur fengið það staðfest hjá
öllum sem komu að þessu. Við sáum
möguleika í þessu að við gætum
haldið þessu á lífi í einhver ár og við
komumst að því hjá þessum tveimur
aðilum [eigendahópur Klasa fjár
festingar og Jón Ármann] að það
væri möguleiki að fá eitthvað út úr
þessu sem varð síðan raunin,“ segir
Tómas.
En Jón Ármann komst í þessa stöðu
af því hann sat í skilanefndinni á
sínum tíma?
„Já, já. Það má segja það. En það
voru fleiri í þessari skilanefnd sem
voru ekki í þessari stöðu því þau
höfðu ekki þessa þekkingu á rekstri
Ásabyggðar og Teigs sem Jón hafði
aflað sér. Það var ekki verið að semja
við skilanefndarmann. Allir samn
ingar um þetta þola dagsljósið,“
segir Tómas
Ég hef alltaf borgað
hverja einustu
krónu á móti öðrum hlut-
höfum. Ég borgaði tíu
milljónirnar til SPB og þeir
töpuðu engu á því og ég fékk
aldrei greitt fyrir vinnu mína
í um fjögur ár.
Jón Ármann
Guðjónsson
Sömdu við skilanefndarmann SPB
um forkaupsrétt í stóru leigufélagi
Lögmaður sem sat í skilanefnd SPB keypti síðar 16% hlut í Ásabyggð af slitastjórn bankans og ESÍ. Fjárfestingin hefur sexfaldast.
Heimavellir og Ásabyggð sameinuðust rétt fyrir áramót. Markaðsverðmæti fyrirtækisins miðað við útistandandi hlutafé nemur 13,5 milljörðum króna. Fréttablaðið/StEFÁn
664
milljónir króna er upphæðin
sem bréf Jóns Ármanns í
Heimavöllum eru nú metin
á og hefur fjárfestingin því
sexfaldast.
Haraldur
Guðmundsson
haraldur@frettabladid.is
Á þessu hagnýta námskeiði verður farið yfir
uppbyggingu og innihald markaðsáætlana
og þau viðfangsefni sem til greiningar eru við
gerð þeirra. Meðal þess sem fjallað verður
um eru verkfæri til greiningar á innra og ytra
markaðsumhverfi, samkeppnisumhverfi,
mótun markaðsstefnu og aðgerðaáætlun.
Hefst: 6. febrúar
opnihaskolinn.is
GERÐ MARKAÐS-
ÁÆTLANA
1 8 . j a n ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r4 markaðurinn
1
8
-0
1
-2
0
1
7
0
5
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
F
A
-8
C
3
8
1
B
F
A
-8
A
F
C
1
B
F
A
-8
9
C
0
1
B
F
A
-8
8
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K