Fréttablaðið - 18.01.2017, Side 38

Fréttablaðið - 18.01.2017, Side 38
Mjúk og falleg „satin striped“ Policotton sængurföt. Sængurver 140x200 cm Koddaver 50x70 cm Fullt verð: 6.490 kr. DORMA HOME sængurföt Aðeins 4.868 kr. Svart eða brúnt PU-leður. Stærð: 80x90 H: 105 cm. Fullt verð: 39.900 kr. POLO hægindastóll ÚTSALA DORMA NÚ Á FJÓRUM STÖÐUM Nýttu tækifærið ÚTSALAN í fullu fjöri ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 12–16 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði 25% AFSLÁTTUR Aðeins 19.950 kr. 50% AFSLÁTTUR NATURE’S REST heilsurúm m/classic botni Verðdæmi 120 x 200 cm Fullt verð: 79.900 kr. 25% AFSLÁTTUR af 120x 200 cm á meðan birgðir endast. Svart PU leður á botni. Aðeins 59.920 kr. OPIÐ Á SUNNUDÖGUM Í DORMA SMÁRATORGI Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Myndefni sýn-ingarinnar má skipta í tvo hluta. Annars vegar myndir af sonum mínum þremur. Þeir eru fulltrúar þess góða og fallega í mínu lífi. En svo er það hitt, sem betur má fara í heiminum. Hér á ég við vandamál sem lífsnauð- synlegt er að leysa til þess að tryggja framtíð barna okkar. Allra barna.“ Segir Katrín Matthíasdóttir mynd- listarkona en hún opnaði nýverið málverkasýningu í anddyri Norræna hússins. Katrín heldur áfram og segir að fyrir henni sé það sem betur mætti fara verkefni okkar allra. Það sé margt aðkallandi sem þarfnist tafarlausrar athygli og úrlausnar með öllum tiltækum ráðum. „Þarna er ég meðal annars að fjalla um loftlagsbreytingar, ófrið og mis- skiptingu í heiminum. Og með því að sýna börnin við þessar aðstæður, vil ég leggja áherslu á að við erum öll eins og þráum öll það sama. Varðandi styrjaldirnar þá vísa ég til dæmis í nokkrum verkum til Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem segir til um að okkur beri skylda til þess að vernda börn en samt erum við ekki að standa okkur nándar nærri nógu vel hvað það varðar. Eins er það þannig varðandi loftslagsbreytingarnar – það er vís- indaleg vissa fyrir því að þær eru af mannavöldum, engu að síður er hrópandi ósamræmi á milli þess sem við vitum og þess sem við gerum. Loftslagsbreytingarnar ógna framtíð mannkyns og alls líf- ríkis og ef ekkert róttækt er að gert, þá munu heimsvár magnast. Við höfum lausnirnar og vald til þess að breyta þessari þróun en verðum að bregðast við fljótt.“ Katrín segist ekki tengja saman verkin með strákunum hennar og þau sem snúa að alvarlegri málum með beinum hætti. „Frá því að ég byrjaði að mála, fyrir tæplega ára- tug, hef ég verið að mála ástkæra drenginga mína og þeirra uppvöxt. Það er nærtækt þar sem þeir eru hérna á heimilinu og standa mér nærri. En engu að síður eru þarna þrjár stórar myndir á sýningunni þar sem ég læt þá standa í jakka- fötum fullorðins manns, raunar jakka föður þeirra. Þeir munu vaxa úr grasi og erfa jörðina eins og börn gera. Okkur, fullorðna fólkinu, ber að vernda börnin og hlúa að æsku þeirra. Það eru einu sinni misvitrir menn í jakkafötum sem stjórna heiminum – og þar vantar sárlega kvenlegt innsæi – auk þess sem hinir sömu mættu hugsa meira um börnin og framtíð komandi kyn- slóða. Katrín segir aðspurð að henni finnist listin vissulega vera góð leið og önnur nálgun á annars flóknu viðfangsefni. „Menning og listir geta verið öflugur samherji í baráttunni fyrir breyttum og bættum heimi. Sumir eiga t.d. erfitt með að lesa ein- hverjar vísindagreinar og reyna að skilja þær og þetta er svona nálgun sem kannski hentar þeim. Ég held að það þurfi að fjalla um þessi mál frá ýmsum sjónarhornum og með sem fjölbreyttustum hætti.“ Katrín segir að hennar vendi- punktur í þessum efnum hafi verið þegar hún sá heimildarmynd Als Gore um loftslagsbreytingarnar á sínum tíma. „Þá var vandamálið augljóst fannst mér og línuritið fræga yfir magn koltvísýrings í and- rúmslofti undirstrikaði aðkomu mannsins frá iðnbyltingu og nauð- syn þess að snúa þróuninni við. Ég vinn m.a. með þetta línurit í nokkr- um af mínum myndum.“ En er þá ekki tilvalið fyrir foreldra og skólayfirvöld að koma á sýning- una í Norræna húsinu og ræða svo málin í kjölfarið? „Algjörlega. Það er um að gera því það þarf að tala um þetta. Þetta er óþægilegt mál en við höfum bara þessa einu plánetu og öll þurfum við að reyna að leggja okkar af mörkum. Hver og einn þarf að skoða hvað hann eða hún getur gert og ég held að máttur einstakl- ingsins sé mikill í þessum efnum.“ Það sem við vitum og það sem við gerum Katrín Matthíasdóttir opnaði nýverið sýningu í anddyri Nor­ ræna hússins. Hún segir menningu og listir geta verið öflugan samherja í baráttunni fyrir bættum og breyttum heimi. Katrín Matthíasdóttir myndlistarkona fjallar um ýmis aðkallandi viðfangsefni í verkum sínum. Fréttablaðið/SteFán eitt af verkum Katrínar á sýningunni í norræna húsinu. Fréttablaðið/SteFán Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 1 8 . j a n ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r22 M e n n I n G ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð menning 1 8 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B F A -5 F C 8 1 B F A -5 E 8 C 1 B F A -5 D 5 0 1 B F A -5 C 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.