Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 32
Markaðurinn Minna kolefnisspor fyrir betri heim www.oddi.is Hjá Odda leggjum við metnað okkar í að framleiða vandaðar umbúðir sem koma vörunni ekki aðeins ferskri í hendur neytenda, heldur stuðla að hreinna umhverfi fyrir okkur öll á sama tíma. Í nútíma samfélagi er rík krafa á fyrirtæki að huga vandlega að umhverfismálum og því mikilvægt að geta valið umbúðir sem stuðla að minni sóun og hreinni náttúru. Við framleiðum matvælaumbúðir, úr plasti og pappa, sem skilja eftir sig umtalsvert minna kolefnisspor en vörur frá helstu samkeppnislöndum.* Þetta er vegna þess að í okkar framleiðslu eru eingöngu notaðir endurnýjanlegir orkugjafar öfugt við innfluttar vörur sem auk þess eru fluttar um langan veg til landsins með tilheyrandi kolefnisspori. Veldu minna kolefnisspor - fyrir okkur öll. MEÐ GRÆNA SAMVISKU? Oddi, pappakassar - 477 kg CO2 ígildi per tonn Kína, pappakassar - 923 kg CO2 ígildi per tonn Samanburður á kolefnisspori við framleiðslu á pappakössum hjá Odda og fyrirtækjum á helstu samkeppnismörkuðum. Kg Co2 ígildi per tonn. Oddi 477 477 528 547 548 550 550 611 923 450 700 500 750 550 800 600 850 650 900 950 LitháenDanmörkSvíþjóð* Þýskaland Pólland KínaHolland *raforka framleidd að miklu leyti með kjarnorku Gestur fyrir Borgun  16.01. 2017 @stjornarmadur Stjórnar- maðurinn Það er allt undir í viðræðunum. Því miður á ég erfitt með að segja frá einstaka atriðum, en það getur ekki gengið til lengdar. Og sá tími kemur að ég segi frá hvernig hlutirnir hafa gengið fyrir sig. Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) Borgun hefur leitað til Gests Jónssonar, hæstaréttar- lögmanns og eiganda að Mörkinni lögmanns- stofu, til að gæta hags- muna sinna og Hauks Oddssonar, forstjóra félagsins, gagnvart Lands- bankanum en greint var frá því undir lok síðasta árs að bankinn hefði höfðað mál gegn greiðslukortafyrir- tækinu vegna umdeildrar sölu á 31 prósents hlut í Borgun. Hæstarétt- arlögmaðurinn Ólafur Eiríksson, eigandi að LOGOS, sér hins vegar um málareksturinn fyrir hönd Landsbankans. Stundum heyrist að stjórnmála- menn séu til óþurftar eða með öllu áhrifalausir. Stjórnarmaðurinn er því algerlega ósammála. Þannig er það væntanlega hafið yfir vafa að stjórnmálamenn geta leikið stóra rullu í flóknum úrlausnarefnum eins og umhverfismálum. Þeir geta komið löggjöf til leiðar sem verndar umhverfið, refsar þeim sem menga og hvetur fólk til að haga neyslu sinni á ábyrgan hátt. Kannski er það meira að segja stærsta viðfangsefni alþjóða- stjórnmála eins og sakir standa? Stjórnmálamenn geta líka leikið aðalhlutverk á ögurstundu, eins og framganga Winstons Churchill sýndi í seinna stríði, eða svo dæmi sé tekið úr nærumhverfinu og án þess að verið sé að leggja það að jöfnu, afskipti Sigmundar Davíðs eða Ólafs Ragnars af Icesave- deilunni. Í báðum tilvikum er um að ræða mál þar sem stjórnmála- menn og ákvarðanir þeirra höfðu úrslitaáhrif á þróun mála. Afskipti stjórnmálamanna af öðrum sviðum mannlífsins geta verið umdeildari. Þannig má efast um hvort æskilegt sé að stjórn- málamenn reyni í stórum stíl að skapa atvinnu eða að beina athafnalífi samfélagsins í ákveðinn farveg. Við Íslendingar þekkjum það af eigin raun; hvort sem um er að ræða misgáfulegar virkjunar- framkvæmdir eða kísilver. Megum við þá frekar þiggja sjálf sprottin störf í ferðamannaiðnaði? Orð stjórnmálamanna hafa líka áhrif. Þeir þurfa að stíga varlega til jarðar og varast stórkarla- legar yfirlýsingar. Við Íslendingar þekkjum það frá því á árunum fyrir hrun hvernig yfirlýsingar stjórnmálamanna geta grafið undan tiltrú erlendra aðila á t.d. efnahagsmálum eða undirstöðum hagkerfisins. Orð þeirra hafa áhrif. Bretar reyna þetta nú á eigin skinni, en forsætisráðherrann Theresa May hefur tjáð sig oft á tíðum óvarlega um útfærsluna á útgöngu Breta úr Evrópusam- bandinu. Undanfarna daga hefur pundið fallið verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum og hefur nú ekki verið veikara í rúm þrjátíu ár. Hafa þar yfirlýsingar May haft mest áhrif, en nú er svo komið að pundið veikist áður en hún talar opinberlega. Svo hræddir eru markaðsaðilar við innihaldið. Stjórnmálamenn eru ekki mikil- vægari en aðrar stéttir, t.d. læknar eða kennarar. Þeir eru hins vegar ólíkir að því leyti að ekki dugar að dæma frammistöðu þeirra aðeins af því sem þeir koma í verk. Stundum er þeirra besta framlag falið í þögninni eða aðgerðar- leysinu. Vafalaust hugsa margir Theresu May þegjandi þörfina þessa dagana. 1 8 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B F A -8 C 3 8 1 B F A -8 A F C 1 B F A -8 9 C 0 1 B F A -8 8 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.