Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 28
450 Fasteignasala ehf. kt. 620900-2490
Engjateigur 9, 105 Reykjavik - 450@450.is
Fjölskyldufyrirtæki til sölu
- einstakt tækifæri!
Um er að ræða afar vel rekið fjölskyldufyrirtæki í eigin húsnæði á
frábærum stað í Reykjavík.
Fyrirtækið selur eigin framleiðslu og vörur til fyrirtækja og einstaklinga.
Fyrirtækið er með sterk viðskiptasambönd, eigin innflutning og góðar
og stöðugar arðgreiðslur. Sömu eigendur frá upphafii hátt í tvo áratugi.
Vaxandi velta og miklir vaxtamöguleikar.
Upplýsingar eingöngu veittar á skrifstofu að undangenginni undirskrift
trúnaðaryfirlýsingar.
450@450.is | Erlendur Davíðsson löggiltur fasteignasali
Forðasöfnun og haftalosun
Bókfært tap Seðlabankans vegna
gengismunar er því umtalsvert
meira en sá kostnaður sem stafar af
neikvæðum vaxtamun á gjaldeyris-
jöfnuði bankans. Fram kom í máli
Más Guðmundssonar seðlabanka-
stjóra á ársfundi bankans í mars
2016 að miðað við stöðu forðans
í árslok 2015 hefði sá kostnaður
numið um átján milljörðum á árs-
grundvelli. Ef tekið er mið af gjald-
eyriskaupum bankans og stærri
forða á árinu 2016 þá má gróflega
áætla að kostnaður bankans vegna
þessa neikvæða vaxtamunar hafi
aukist um helming í fyrra og numið
um 27 milljörðum á ársgrundvelli.
Gjaldeyriskaup Seðlabankans
hafa sem fyrr segir aukist hröðum
skrefum á undanförnum tveimur
árum. Á síðasta ári námu hrein
kaup bankans 386 milljörðum og
jukust um liðlega 42% frá fyrra ári.
Yfirlýst markmið kaupanna, sem
hafa numið um 55% af heildarveltu
á gjaldeyrismarkaði á árunum 2015
og 2016, er að vega á móti styrkingu
krónunnar samhliða miklu inn-
streymi gjaldeyris og byggja upp
forða sem er að stórum hluta fjár-
magnaður innanlands – en ekki með
lántöku í erlendri mynt – í aðdrag-
anda almennrar losunar hafta. Með
þessu móti hefur Seðlabankanum
tekist að minnka verulega erlenda
lausafjáráhættu þjóðarbúsins. Þrátt
fyrir þessi stórfelldu gjaldeyriskaup
þá hækkaði gengi krónunnar um
rúmlega átján prósent á síðasta ári.
Ekki orðið sjálfstætt vandamál
Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri hefur sagt að „viðbrögð við
miklu gjaldeyrisinnstreymi á gjald-
eyrismarkað að undanförnu [sé]
eitt flóknasta viðfangsefni Seðla-
bankans um þessar mundir“. Í ræðu
sinni á árlegum peningamálafundi
Viðskiptaráðs í lok nóvember í fyrra
sagðist Már hins vegar ekki telja að
hinn stóri gjaldeyrisforði „sé orðið
sjálfstætt vandamál þar sem hann
ógni afkomu Seðlabankans“.
Seðlabankastjóri nefndi sérstak-
lega þrjú atriði til að rökstyðja þá
skoðun sína. Í fyrsta lagi megi ekki
einungis horfa á þann kostnað sem
fylgir stórum gjaldeyrisforða heldur
verði einnig að líta til ábatans fyrir
fjármálastöðugleika. Þá verði að
hafa í huga við mat á núverandi
forðastærð að áhrifin af losun hafta
geta orðið umtalsverð á komandi
misserum – og stór forði skapar
traust í því ferli. Að lokum benti
Már á að ekki mætti aðeins horfa
til aðstæðna um þessar mundir og
„framreikna þær til allrar eilífðar
og fá þannig stórt vandamál“.
Vaxtamunur við útlönd væri meðal
annars breytilegur frá einum tíma
til annars og þá gæti verið tilefni til
að selja gjaldeyri úr forðanum síðar
meir til að jafna sveiflur í gjald-
eyrisstreymi og gengi og hafa af því
tekjur á móti núverandi kostnaði.
Seðlabankastjóri undirstrikaði
engu að síður að það þyrfti alltaf að
huga að því að draga úr fjármögn-
unarkostnaði gjaldeyrisforðans.
Þannig mætti til dæmis skoða þann
möguleika að setja hluta forðans í
áhættusamari fjárfestingar sem gefa
meiri ávöxtun eins og ýmsir seðla-
bankar í svipaðri stöðu hafa gert á
síðustu árum. „Það versta sem við
myndum hins vegar gera í þessu
sambandi,“ útskýrði Már í ræðu
sinni, „væri að fórna langtíma ávinn-
ingi varðandi verðstöðugleika og
jafnvægi í þjóðarbúskapnum í því
skyni að auka hagnað Seðlabanka
Íslands til skamms tíma.“
Aðlögun að breyttu hagkerfi
Ásdís Kristjánsdóttir segir að Sam-
tök atvinnulífsins séu þeirrar skoð-
unar að hugmyndir sem hafa verið
settar fram um svonefndan stöðug-
leikasjóð, þar sem hluti forðans yrði
nýttur til að fjárfesta í áhættusamari
eignaflokkum en ríkisvíxlum- og
skuldabréfum, séu þess virði að
skoða. Mikilvægt sé aftur á móti að
fjárfestingareglur um slíkan sjóð
væru skýrar þannig að fyrirfram sé
tryggt hvenær og hvernig fjármunir
sjóðsins eigi að nýtast. „Sú gengis-
hækkun sem verið hefur síðustu
misseri á sér eðlilegar skýringar,
meðal annars vegna mikils vaxtar
ferðaþjónustunnar. Þetta er óhjá-
kvæmileg aðlögun þjóðarbúsins að
breyttu hagkerfi. Í þessu samhengi
má því velta fyrir sér hvort eðli-
legt sé að stjórnvöld stýri því hvað
gengi krónunnar er hverju sinni
með sjóðauppbyggingu á gjald-
eyrisinnflæði ferðamanna. Það þarf
að hugsa slíkan sjóð til enda áður
en til framkvæmda kemur. Einn-
ig hefur verið rætt um að nýta arð-
greiðslur orkufyrirtækja til að byggja
upp stöðugleikasjóð. Það gæti verið
skynsamlegt að horfa til slíkra leiða
í framtíðinni en fyrst um sinn þarf að
greiða niður ríkisskuldir sem enn eru
of háar.“
Ásgeir Jónsson bendir á að grund-
vallarforsenda gjaldeyrisvaraforða
felast í því að safna seljanlegum
erlendum eignum sem hægt er að
losa með engum fyrirvara. „Það er
því ekki hægt að líta á stöðugleika-
sjóð,“ útskýrir Ásgeir, „sem gjald-
eyrisvarasjóð í eiginlegum skilningi.
Hægt væri að beita sjóðnum til þess
Gjaldeyrisforðinn verði settur að hluta í Stöðugleikasjóð
Við núverandi aðstæður er gjald
eyrisforði Seðlabankans ávaxtaður
til skamms tíma með því að fjár
festa í víxlum og ríkisskuldabréfum
ríkja með hæstu lánshæfiseinkunn
sem bera litla sem enga vexti um
þessar mundir. Þær skoðanir hafa
hins vegar verið settar nýlega fram,
í tengslum við umræðu um ört
vaxandi innstreymi gjaldeyris og
þann kostnað sem Seðlabankinn
þarf að bera vegna gjaldeyris
forðans, að Ísland eigi að fara að
fordæmi Norska olíusjóðsins og
bregðast við gerbreyttum – og betri
– aðstæðum í hagkerfinu með því
að koma á fót sjóði sem myndi huga
að fjárfestingu til lengri tíma með
von um betri ávöxtun.
Þannig hefur Lilja Alfreðsdóttir,
varaformaður Framsóknarflokksins
og fyrrverandi utanríkisráðherra,
lagt til að stofnaður verði svo
nefndur Stöðugleikasjóður Íslands
sem hefði það að markmiði að
draga úr hagsveiflum og stuðla að
efnahagslegum stöðugleika til langs
tíma. Í grein sem Lilja birti í vefritinu
Kjarnanum undir lok síðasta árs, þar
sem hún útlistaði helstu rökin fyrir
því að koma á fót slíkum sjóði, kom
fram að grunninn að Stöðugleika
sjóðnum mætti leggja með hluta
af stöðugleikaframlögum gömlu
bankanna sem hafa reynst mun
meiri en upphaflega var talið.
Þannig mætti nota þá fjármuni að
hluta til með því að kaupa gjald
eyri af Seðlabankanum og minnka
þá um leið óþarflega stóran forða
bankans. „Slíkt myndi létta undir
með Seðla bank an um, sem ber
umtals verðan kostnað af gjald eyr
is forð an um. Stöð ug leika sjóð ur inn
gæti hins vegar látið gjald eyr inn
vinna fyrir sig, með svip uðum hætti
og Norski olíu sjóð ur inn gerir fyrir
frændur okkar í Nor egi. Til lengri
tíma litið yrði Stöð ug leika sjóð ur inn
svo fjár magn aður af útflutn ings
grein un um; með auð lind arentu frá
fyr ir tækjum í sjáv ar út vegi og ferða
þjón ustu, arð greiðslum frá opin
berum orku fyr ir tækjum og afgangi
af fjár lögum þegar þannig árar.“
Lilja, sem gegndi um árabil starfi
aðstoðarframkvæmdastjóra á
skrifstofu seðlabankastjóra og
alþjóðasamskipta í Seðlabankanum,
nefnir jafnframt að hið útflutnings
drifna hagkerfi Íslands standi nú um
stundir á tímamótum vegna gríðar
legs vaxtar í ferðaþjónustu. Upp
gangur í þeirri atvinnugrein, ásamt
öðrum útflutningsgreinum og háum
innlánsvöxtum, hefur valdið því
að innflæði gjaldeyris er meira en
dæmi eru um í hagsögu Íslands. Til
að vinna gegn áhrifum þessa mikla
innflæðis á íslensku krónuna hefur
Seðlabankinn kerfisbundið keypt
gjaldeyri á markaði og safnað í
myndarlegan gjaldeyrisvaraforða,
sem er farinn að nálgast um 40% af
landsframleiðslu.
Sá galli er hins vegar á gjöf
Njarðar, útskýrir Lilja í greininni, að
„kostnaður við slíkt forðahald er
umtalsverður vegna þess vaxta
munar sem er milli Íslands og helstu
viðskiptaríkja. Kostnaðurinn eykst
eftir því sem forðinn stækkar og því
er ljóst, að við getum ekki stuðst
við þessa aðferðafræði til allrar
framtíðar. Hafa ber í huga að forð inn
er ávaxtaður til skamms tíma, t.d. í
erlendum rík is víxlum sem bera lága
vexti, á meðan ávöxtun til lengri
tíma myndi skila þjóð inni umtals
vert betri árangri. Þannig gæti Stöð
ug leika sjóður fjár fest til hags bóta
fyrir þjóð ina.“
Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkis
stjórnar kemur fram að stofna eigi
stöðugleikasjóð á kjörtímabilinu.
Sá sjóður er hins vegar aðeins
hugsaður til þess, ólíkt því sem
Lilja hefur talað fyrir, að halda utan
um arð af orkuauðlindum í eigu
ríkissjóðs. Þannig eigi sjóðurinn að
tryggja „komandi kynslóðum hlut
deild í ávinningi af sameiginlegum
auðlindum og geti verið sveiflu
jafnandi fyrir efnahagslífið,“ eins og
segir í stefnuyfirlýsingunni.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður
Framsóknarflokksins.
✿ Gjaldeyrisforðinn hefur
aldrei verið stærri
n Fjármagnaður með erlendum lánum
n Fjármagnaður innanlands í krónum
2014
2015
2016
490
20
349
304
223
592
2.1.2014 30.12.2016
118,83
157,38
✿ Gengi krónunnar gagnvart evru hefur samt styrkst stöðugt
✿ Hrein gjaldeyriskaup
Seðlabankans hafa stóraukist
111
272
386
2014
2015
2016
Í milljörðum króna
að viðhalda viðskiptaafgangi til
lengri tíma með því að viðhalda
jafnvægi á gjaldeyrismarkaði og
koma í veg fyrir ofris krónunnar.
Þó fylgja svipuð vandamál því að
safna saman gjaldeyri í stöðugleika-
sjóð líkt og um gjaldeyrisforða væri
að ræða þar sem ríkissjóður þyrfti
að leggja fram nýjar innlendar fjár-
málaeignir til þess að kaupa gjald-
eyri af innlendum aðilum, sem
hlýtur að kalla á einhverjar stýf-
ingaraðgerðir. Hins vegar hlýtur
meginmarkmið með slíkum stöðug-
leikasjóði að vera háleitara og til
lengri tíma en að tempra gjaldeyris-
flæði, líkt og raunin er með olíusjóð
Norðmanna.“
„Þó fyrr hefði verið“
Ásdís segir að Samtök atvinnulífsins
„fagni því“ að ný ríkisstjórn áformi
að endurmeta forsendur peninga-
stefnunnar, meðal annars í ljósi ört
vaxandi gjaldeyrisforða, og „þó fyrr
hefði verið“ enda hefur núverandi
peningastefna verið við lýði í hart-
nær sextán ár – og á helmingi tíma-
bilsins hefur krónan verið í höftum.
Við þá endurskoðun þurfi hins
vegar að horfa til ýmissa þátta, svo
sem hvaða stjórntæki séu heppileg
í núverandi árferði og hvort þörf
sé á því að breyta verðbólgumark-
miði Seðlabankans. „Raunar væri
eðlilegra í framhaldinu að endur-
skoðun á peningastefnunni ætti
sér stað reglulega, eins konar fín-
stilling á þeirri peningastefnu sem
er við lýði til að slétta úr hnökrum
og skapa faglegra yfirbragð. Þá er
mikilvægt að hafa í huga að sama til
hvaða leiða við horfum, verðum við
aldrei betur sett með endurmótaða
peningastefnu ef hið opinbera sýnir
ekki ábyrgð í sinni fjármálstefnu og
hið sama má segja um vinnumarkað-
inn.“
Ásgeir segir mestu máli skipta
að við endurskoðun stjórnvalda
á peningastefnunni þurfi sérstak-
lega að hafa í huga að aðgerðir í
peningamálum verði ekki til þess
að draga erlent áhættufjármagn til
landsins eða koma í veg fyrir eðli-
lega áhættudreifingu innlendra
aðila með erlendum fjárfestingum.
„En svo lengi sem viðskiptaafgangur
er til staðar mun mikið erlent fjár-
magnsinnflæði geta leitt til þess að
krónan ofrís á gjaldeyrismarkaði“.
Meginmarkmið
með stöðugleika-
sjóði hlýtur að vera háleitara
og til lengri tíma en að
tempra gjaldeyrisflæði, líkt
og raunin er með olíusjóð
Norðmanna
Ásgeir Jónsson, for
seti hagfræðideildar
Háskóla Íslands
1 8 . j a n ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r8 MarkaðuriNN
1
8
-0
1
-2
0
1
7
0
5
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
F
A
-7
D
6
8
1
B
F
A
-7
C
2
C
1
B
F
A
-7
A
F
0
1
B
F
A
-7
9
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K