Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 4
StjórnSýSla Starfi ný ríkisstjórn út heilt fjögurra ára kjörtímabil mun það koma í hlut Bjarna Benedikts- sonar að skipa bæði bankastjóra Seðlabanka Íslands og aðstoðar- seðlabankastjóra. Samkvæmt for- setaúrskurði um verkaskiptingu milli ráðuneyta frá 11. janúar síðast- liðnum voru málefni Seðlabanka Íslands flutt úr fjármála- og efna- hagsráðuneyti yfir í forsætisráðu- neytið með Bjarna Benediktssyni. Á næsta ári, 2018, rennur út skip- unartími Arnórs Sighvatssonar sem aðstoðarseðlabankastjóra. Þá mun Arnór hafa gegnt starfinu í níu ár. Ári seinna, árið 2019, rennur út skipunartími Más Guðmundssonar og hefur hann þá starfað í tíu ár. Í 23. grein laga um Seðlabankann er kveðið á um þau skilyrði sem ein- staklingar þurfa að uppfylla til að hljóta skipun í stöðu seðlabanka- stjóra eða aðstoðarseðlabanka- stjóra. Þar kemur líka fram að hægt er að skipa sama mann seðlabanka- stjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Því blasir við að ráðherra þarf að skipa nýja menn í báðar stöðurnar, að undangenginni umsögn nefndar sem metur hæfi umsækjendanna. Sem fjármála- og efnahagsráð- herra skipaði Bjarni Benediktsson þriggja manna starfshóp sem ætlað var að gera tillögur að breytingum á stjórnskipulagi Seðlabankans. Nefndin, sem skipuð var þeim Frið- riki Má Baldurssyni hagfræðingi og Þráni Eggertssyni hagfræðingi, lagði til að í Seðlabanka Íslands yrðu starfandi seðlabankastjóri og með honum starfi bankastjóri peninga- mála og bankastjóri fjármálastöð- ugleika. Skilaði nefndin tillögum sínum í mars árið 2015. Fréttablaðið náði hvorki tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráð- herra né Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í gær. Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoð- armaður forsætisráðherra, minnir á að málefni Seðlabankans hafi heyrt undir forsætisráðherra þangað til í ráðherratíð Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Hún segir sér ekki kunnugt um að stjórnskipulag bankans hafi verið rætt sérstaklega í viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir ekki skipta höfuð- máli hvort forsætisráðuneytið eða fjármálaráðuneytið fer með málefni Seðlabankans. „Það eru starfsmenn í forsætisráðuneytinu sem eru alveg í standi til að sinna þessum málum. En ég sé ekki alveg fegurðina í þessu,“ segir Þórólfur. Aðalmálið sé að það sé góð yfir- sýn yfir mál og að upplýsingum sé haldið saman. „Það á nú að gerast í þessu þjóðhagsráði sem virðist þó ekki vera kallað neitt sérstaklega oft saman.“ jonhakon@frettabladid.is Hugmyndir um breytingar á Seðlabanka Íslands enn á ís Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun skipa næsta seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra. Tvö ár eru liðin frá því að hugmyndir að nýrri stjórnskipan bankans voru kynntar – ekkert hefur gerst enn. Benedikt Jóhannesson tók við lyklavöldum í fjármálaráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni í síðustu viku. Bjarni fer áfram með málefni Seðlabankans. FréttaBlaðið/Ernir Það eru starfsmenn í forsætisráðuneytinu sem eru alveg í standi til að sinna þessum málum. Þórólfur Matthías- son, prófessor í hagfræði við HÍ menning „Ekki verður annað sagt en að rofað hafi til í málefnum safnsins nú á allra síðustu vikum og að nokk- uð bjart sé fram undan, a.m.k. í ljósi hartnær 130 ára sögu safnsins og forvera þess,“ segir Hilmar J. Malm- quist, forstöðumaður Náttúruminja- safns Íslands. Hann vísar annars vegar til þings- ályktunar vegna 100 ára fullveldis- afmælis íslenska ríkisins árið 2018, sem Alþingi samþykkti skömmu fyrir þingkosningarnar í október, og hins vegar fjárlaga 2017. Í þingsályktuninni, sem sam- þykkt var í október, er að finna málsgrein um Náttúruminjasafnið þar sem segir að Alþingi skuli „fela ríkisstjórninni að sjá til þess að í fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem lögð verður fyrir Alþingi vorið 2017, verði gert ráð fyrir uppbygg- ingu Náttúruminjasafns“. Þetta er í fyrsta skipti síðan safnið var sett á laggirnar sem fyrir liggur staðfestur, þverpólitískur vilji Alþingis til að gera vel við höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum, segir Hilmar en að ályktuninni stóðu for- svarsmenn allra fimm flokkanna sem sæti áttu á síðasta Alþingi og var ályktunin samþykkt með 56 atkvæðum mótatkvæðalaust en sjö þingmenn voru fjarverandi. Afar ánægjuleg niðurstaða og þótt fyrr hefði verið! Gangi allt eðli- lega eftir á Alþingi næsta vor verður Náttúruminjasafni Íslands loksins gert kleift að byggja starfsemi sína upp til frambúðar og rækja mikil- vægt fræðslu- og menntunarhlut- verk sitt með sóma og virðingu í samræmi við lög. Oft var þörf en nú er nauðsyn,“ segir Hilmar jafnframt. Samkvæmt nýsamþykktu fjárlaga- frumvarpi hækkar fjárheimild safns- ins árið 2017 um nær 50% miðað við fyrri ár, fer úr um 25 milljónum króna á ári, eins og verið hefur að jafnaði síðastliðin tíu ár, og verður tæpar 39 milljónir. Þetta er mun lægri upphæð en rennur til hinna höfuðsafnanna tveggja, Listasafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands, sem fá á næsta ári tugfalt meira fé en Náttúruminjasafnið. – shá Bjartsýni á uppbyggingu Náttúruminjasafns á næstu árum náttúruminjasafn Íslands er eitt þriggja höfuðsafna Íslands. FréttaBlaðið/GVa ViðSkipti Verð snjallforrita í App Store, forritaverslun Apple, mun hækka um fjórðung í kjölfar Brexit. Þetta segir í bréfi sem forritarar fengu sent í gær. Munu því ódýrustu forritin ekki lengur kosta 0,79 pund heldur 0,99 pund. Dýrari forrit, líkt og leikurinn Super Mario Run, munu kosta 9,99 pund í stað 7,99 punda. Verð snjallforrita á Indlandi og í Tyrklandi mun einnig að hækka. Verðhækkunina má rekja til gengisfalls pundsins í kjölfar þess að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusam- bandið. Pundið hefur ekki staðið verr gagnvart Bandaríkjadal í 31 ár. – þea Snjallforritt hækka í verði Hart var barist í Brexit-kosningabarátt- unni. nordicpHotoS/aFp tækni Hægt er að nálgast upplýs- ingar um hversu auðvelt er að leggja nærri áfangastað sem stimplaður er inn í nýrri betaútgáfu snjallforrits- ins Google Maps. Frá þessu greinir tæknisíðan Android Police. Þó sjá ekki allir notendur nýju útgáfunnar upplýsingarnar. Eru þær því mögulega einungis aðgengilegar á ákveðnum svæðum heimsins. Google hefur ekki tjáð sig um þessa nýju virkni forritsins og er ekki ljóst hvort stefnt sé að því að innleiða hana að fullu. – þea Google veitir upplýsingar um bílastæði PANDA VERÐ FRÁ 1.999.000 KR. PANDA 4X4 CROSS VERÐ FRÁ 2.950.000 KR. PANDA 4x4 VERÐ FRÁ 2.890.000 KR. ÍTALARNIR ERU MÆTTIR TIL LEIKS. PANDA MEÐ EÐA ÁN FJÓRHJÓLDRIFS! KOMDU OG REYNSLUAKTU NÝJUM FIAT. VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR, RJÚKANDI HEITT KAFFI Á KÖNNUNNI ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI ÞVERHOLT 6 · 270 MOSFELLSBÆR · SÍMI: 534 4433 · WWW.ISBAND.IS 1 8 . j a n ú a r 2 0 1 7 m i ð V i k U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 8 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F A -7 3 8 8 1 B F A -7 2 4 C 1 B F A -7 1 1 0 1 B F A -6 F D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.