Fréttablaðið - 18.01.2017, Blaðsíða 22
Meðal- Ársloka- evrur
kaupgengi gengi keyptar 2014 2015 2016 saMtals
Gjaldeyriskaup 2014 154,52 154,27 721 -182 -9.333 -15.993 -25.508
Gjaldeyriskaup 2015 145,52 141,32 1.872 -7.871 -41.538 -49.409
Gjaldeyriskaup 2016 133,59 119,13 2.891 -41.817 -41.817
Útboð aflandskróna 190,00 119,13 -436 30.916 30.916
Viðbótarkaup afl.kr. 220,00 119,13 -70 7.107 7.107
Gengismunur -182 -17.204 -61.325 -78.711
Vaxtamunur (áætlað 2016) 0 -18.000 -27.000 -45.000
Heildarkostnaður á ári -182 -35.204 -88.325 -123.711
✿ Forðasöfnun Seðlabankans kostaði 88 milljarða árið 2016
Hagnaður/tap á gjaldeyrisviðskiptum Seðlabankans 2014 til 2016 (í milljónum króna)
Forðasöfnun Seðlabankans hefur
kostað bankann yfir 120 milljarða
Sé horft fram hjá hagnaði við útboð aflandskróna nemur kostnaður af gjaldeyriskaupum Seðlabankans samanlagt 160 milljörðum.
Mestu munar um gengistap samtímis styrkingu krónunnar. Forstöðumaður efnahagssviðs SA segir bankann ekki geta haldið áfram á
sömu braut. Framkvæmdastjóri hjá GAMMA segir það skjóta skökku við að vera með 5 prósenta vaxtamun í núverandi árferði.
Ýmsir greinendur og markaðsaðilar
hafa nefnt, sem rök fyrir því að
peningastefnunefnd Seðlabankans
eigi að lækka nafnvexti bankans, að
raunvaxtamunur Íslands gagnvart
helstu viðskiptaríkjum hafi sjaldan
verið meiri. Sú staða veki áleitnar
spurningar enda er hún meðal ann-
ars til þess fallin að ýta enn frekar
undir gengisstyrkingu krónunnar og
vaxtakostnaður Seðlabankans við
að halda úti stórum gjaldeyrisforða
verður að sama skapi meiri en ella.
Valdimar Ármann, hagfræðingur
og framkvæmdastjóri sjóða hjá
GAMMA, tekur undir slík sjónarmið
í samtali við Markaðinn. Hann segir
að það skjóti skökku við hversu háir
vextir Seðlabankans séu við núver-
andi aðstæður þar sem gjaldeyris-
forðinn er í methæðum samhliða
því að bankinn hefur ekki undan við
að bregðast við miklu fjármagns-
innflæði með því að kaupa gjaldeyri
í stórum stíl á markaði.
„Að vera með vaxtamun við út-
lönd um þessar mundir sem nemur
um fimm prósentum þjónar engum
tilgangi þegar horft er til þess að
grunngerð íslenska hagkerfisins
hefur gjörbreyst á liðnum árum
með uppgangi ferðaþjónustunnar.
Aðstæður eru með allt öðrum hætti
en í aðdraganda bankahrunsins
2008 þegar góðærið var tekið að
láni með erlendri skuldsetningu.
Núna er hagvöxtur drifinn áfram
af nýrri og ört vaxandi gjaldeyris-
skapandi atvinnugrein auk þess sem
þjóðhagslegur sparnaður heldur
áfram að aukast umtalsvert. Það er
því erfitt að sjá hvaða þörf er á því
að halda vöxtum jafn háum og raun
ber vitni enda virðist þessi breytta
samsetning hagkerfisins þýða að
það er í jafnvægi við mun hærra
gengi krónunnar en við höfum áður
þekkt í íslenskri hagsögu,“ segir
Valdimar.
Fimm prósent vaxtamunur við útlönd „þjónar engum tilgangi“
valdimar Ármann, framkvæmdastjóri
sjóða hjá gaMMa.
Uppsafnaður heildar-kostnaður Seðla-banka Íslands vegna g j a l d e y r i s k a u p a bankans frá árinu 2014, sem nema
samanlagt 770 milljörðum, er kom-
inn yfir 120 milljarða króna. Þar
munar mestu um hreint gengistap
upp á tæplega 80 milljarða, sam-
kvæmt útreikningum Markaðarins
á áætluðum kostnaði við gjaldeyris-
viðskipti Seðlabankans á undan-
förnum misserum og árum. Til
viðbótar við hið mikla gengistap
þá kemur til kostnaður vegna nei-
kvæðs vaxtamunar við útlönd, enda
eru innlendir vextir mun hærri en
ávöxtun gjaldeyrisforðans í erlendri
mynt, að fjárhæð um 45 milljarðar á
síðustu tveimur árum.
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkis-
stjórnar er boðuð endurskoðun
á peninga- og gjaldmiðlastefnu
Íslands, meðal annars í ljósi breyt-
inga sem orðið hafa á grunngerð
efnahagskerfisins með miklu inn-
streymi gjaldeyris og ört vaxandi
gjaldeyrisvaraforða.
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu-
maður efnahagssviðs Samtaka
atvinnulífsins (SA), segir að Seðla-
bankinn sé kominn að enda-
mörkum þess að geta haldið áfram
á sömu braut í gjaldeyriskaupum.
Bankinn hafi byggt upp rúman
gjaldeyrisforða sem uppfylli öll
alþjóðleg viðmið og langt umfram
það. „Varaforði af þeirri stærðar-
gráðu sem við höldum úti kostar
tugi milljarða á ári hverju bara í
hreinum vaxtakostnaði. Hugsan-
lega eru ekki til dæmi þess efnis að
nokkur seðlabanki í heiminum hafi
safnað jafn miklum gjaldeyri á svo
skömmum tíma ofan í svo mikla
styrkingu og með eins mikinn vax-
tamun,“ segir Ásdís í skriflegu svari
til Markaðarins.
Óhugsandi að vita rétt gengi
Hún bendir jafnframt á að í stað
þess að halda áfram á þeirri vegferð
að vinna gegn styrkingu krónunnar
með gjaldeyriskaupum ætti Seðla-
bankinn fremur að huga að því
hvort ekki sé svigrúm til að minnka
vaxtamun við útlönd og losa um
öll höft, í hvaða formi sem er. „Við
erum í haftalosunarferli en það er
óskiljanlegt í því umhverfi sem við
búum við í dag að fjárfestingar inn-
lendra og erlendra aðila séu háðar
staðfestingu Seðlabankans eða lúti
fjárhæðartakmörkunum. Á meðan
við búum við höft er óhugsandi að
vita hvað sé hið rétta gengi krón-
unnar.“
Ásgeir Jónsson, forseti hagfræði-
deildar Háskóla Íslands og efna-
hagsráðgjafi Virðingar, segir að á
einhverjum tímapunkti, sem er
kannski ekki of fjarri í tíma, þá fer
gjaldeyrisinngripastefna Seðla-
bankans að verða bankanum
ofviða. „Forðasöfnun blæs út efna-
hagsreikning Seðlabankans – bæði
eignir og skuldir. Á eignahlið hlað-
ast upp gjaldeyriseignir en á skulda-
hlið myndast kröfur á hendur Seðla-
bankanum frá fjármálastofnunum.
Þetta skapar vanda fyrir Seðlabank-
ann vegna gjaldmiðlamisræmis sem
og mismunandi vaxtaburð eigna og
skulda. Bankinn situr því uppi með
bæði gengisáhættu og neikvæðan
vaxtamun sem getur verið mjög
kostnaðarsamur. Frá sjónarhóli
hagkerfisins í heild þá mun stækkun
efnahagsreiknings Seðlabankans
vegna forðasöfnunar leiða til þess
að innlendar fjármálaeignir vaxa í
einu eða öðru formi sem getur leitt
til lánaþenslu, meðal annars með
aukningu peningamagns í umferð.“
Útboð og gengishagnaður
Kostnaður Seðlabankans við að
byggja upp gjaldeyrisforða, sem
nemur um 35 prósent af landsfram-
leiðslu, væri enn meiri ef ekki hefði
verið fyrir gjaldeyrisútboð sem var
haldið fyrir eigendur aflandskróna
í júní 2016. Samanlagður gengis-
hagnaður Seðlabankans í tengslum
við þær aðgerðir, þar sem bankinn
seldi aflandskrónueigendum evrur
fyrir krónur á talsvert lægra gengi
en sem nam hinu opinbera gengi
bankans, var um 38 milljarðar
króna. Þrátt fyrir að bankanum hafi
tekist að minnka aflandskrónu-
stabbann um nærri hundrað millj-
arða með útboði og gjaldeyrisvið-
skiptum á liðnu ári þá
námu aflandskrónu-
eignir 191 milljarði
króna í árslok
2016. Þær af-
lands krónur eru að stærstum hluta
í eigu fjögurra bandarískra fjár-
festingasjóða sem hafa hingað til
ekki verið reiðubúnir að selja þær
krónueignir á miklum afslætti,
miðað við skráð gengi krónunnar,
fyrir evrur.
Á sama tíma og Seðlabankinn
hefur verið að auka gjaldeyriskaup
sín á markaði – á síðasta ári námu
hrein kaup bankans að meðal-
tali um 32 milljörðum í hverjum
mánuði – þá hefur krónan haldið
áfram að styrkjast gagnvart helstu
viðskiptamyntum. Það hefur þýtt
að bókfært gengistap Seðla-
bankans af slíkum gjald-
eyrisviðskiptum, þar sem
bankinn kaupir evrur
fyrir krónur, hefur að
sama skapi aukist umtalsvert. Þann-
ig kostaði evran 119 krónur í árs-
lok 2016 borið saman við rúmlega
141 krónu árið áður. Samkvæmt
útreikningum Markaðarins, sem
hafa verið yfirfarnir af sérfræðing-
um á fjármálamarkaði, þá nemur
bókfært gengistap af uppsöfnuðum
gjaldeyriskaupum Seðlabankans
2014 samanlagt um 116 milljörðum
króna. Rétt er að taka fram að Seðla-
bankinn kann að hafa skipt hluta
af þeim evrum sem bankinn hefur
keypt á markaði að undanförnu
yfir í aðra erlenda gjaldmiðla, til
dæmis Bandaríkjadollar, og þannig
minnkað eitthvað gengistapið sem
hefur fylgt gjaldeyriskaupunum –
sú fjárhæð breytir hins vegar litlu
varðandi stóru myndina.
Hugsanlega eru ekki
til dæmi um að
nokkur seðlabanki hafi
safnað jafn miklum gjaldeyri
á svo skömmum tíma ofan í
svo mikla styrkingu og með
eins mikinn vaxtamun
Ásdís Kristjánsdóttir,
forstöðumaður
efnahagssviðs Sam-
taka atvinnulífsins
Már guðmundsson seðlabanka-
stjóri hefur sagt að „viðbrögð
við miklu gjaldeyrisinnstreymi á
gjaldeyrismarkað að undanförnu
[sé] eitt flóknasta viðfangsefni
seðlabankans um þessar mundir“.
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
1 8 . j a n ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r6 markaðurinn
1
8
-0
1
-2
0
1
7
0
5
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
F
A
-7
8
7
8
1
B
F
A
-7
7
3
C
1
B
F
A
-7
6
0
0
1
B
F
A
-7
4
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K