Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Síða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Síða 44
Sjónvarp Bandaríski grínistinn Larry David er að hugsa um að setja í gang framleiðslu á níundu seríu þáttaraðarinnar Curb Your Enthusiasm. Þetta segir einn leikari þátttanna, JB Smoove, í samtali við Var- iety. Síðasti þáttur hinnar geysivinsælu seríu fór í loftið árið 2011, þannig að þættirnir kunna að vera búnir að renna sitt skeið í huga margra. Þáttunum var hinsvegar aldrei aflýst og Larry David hefur sagt að hann geri aðra seríu „ef og þegar“ hann langar til. JB Smoove segist munu hliðra til hvaða verkefni sem er til að geta tekið aftur þátt í Curb Your Enthusiasm en formlega hefur ekkert verið tilkynnt um endurkomu þáttanna. Larry David 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2016 LESBÓK Kvikmyndir Kvikmyndin Warcraft, sem byggð er á samnefndum tölvuleikjum, hefur slegið rækilega í gegn sína fyrstu sýningardaga í Kína. Áætlað er að myndin hafi halað inn um 90 milljónir Bandaríkjadala fyrstu tvo dagana sem hún var í sýningu þar í landi, sem er met samkvæmt frétt Variety. Þá var 81% af allri miðasölu í kvik- myndahús í Kína á fimmtudaginn síðast- liðinn til komið vegna myndarinnar, sem slær annað met. Kostnaður við gerð myndarinnar nam um 160 milljónum Bandaríkjadala. Warcraft slær í gegn í Kína Tónlist frá 2017 Auðunn Lúthersson kemur fram á Solstice undir nafninu Auður. Hvernig tónlist spilarðu? 2017. Hvaða erlenda nafni ertu spenntastur fyrir á Solstice? Die Antwoord. En bara almennt í tónlistarlífinu í sumar? Ef ég má vera eigingjarn hlakka ég til að geta loksins gefið út meira efni, bæði efni eftir sjálfan mig og svo er ég að pródúsera annað lag með Emmsjé Gauta. Ég pródúseraði lagið Strákarnir með honum í fyrra. Svo fer ég í Red Bull Music Academy í Kanada í haust. Hverjir eru mest spennandi í íslensku senunni? Ég er að vinna með Loga Pedro að efni fyrir söngkonuna Karó. Hún á bjarta framtíð fyrir sér. Svo hlakka ég til að heyra meira efni frá Gangly Hvaða lag ertu mest að hlusta á þessa dagana? Taboo með Seiho. Þórður Ingi Jónsson kemur fram undir nafninu Lord Puss- whip ásamt Svarta Laxness á Solstice. Hann gaf út plötuna Lord Pusswhip is Wack í lok árs 2015. Hvernig tónlist spilarðu? Það sem ég segi vanalega er tilraunakennt hip-hop en ég kýs helst ekki að setja mér einhverjar skorður hvað varðar stefnu. Hvaða erlenda nafni ertu spenntastur fyrir á Solstice? Ég er langspenntastur fyrir Novelist frá London og er mjög stoltur af að við Svarti Laxness spilum á sama sviði og kvöldi. En bara almennt í tónlistarlífinu í sumar? Það er mjög mikið af spennandi tónlist í gangi í dag, að- allega í rappi og raftónlist þó að rappsenan sé orðin mjög „oversaturated“ eins og Kaninn segir. Hverjir eru mest spennandi í íslensku senunni? Án þess að vera með vott af íslenskri frændhygli þá er þetta listinn minn: GKR, Marteinn, Geimfarar, Mælginn, Beige Bo- ys, Aron Can, GP. Síðan eru margir frábærir pródúserar eins og vrong, Ultraorthodox, LV Pier og Beatmachinearon. Hvaða lag ertu mest að hlusta á þessa dagana? OCB með Pussolini III Vandræðaskáldi. Rappsenan helst til mettuð Hulda Kristín syngur með hljómsveitinni Kiriyama Family sem verður í góðu fjöri á Solstice. Hvernig tónlist spilið þið? Við spilum einhvers konar 80‘s blöndu af poppi og fönki. Hvaða erlenda nafni ertu spenntust fyrir á Solstice? Deftones, Radiohead og Die Antwoord eru mínar þrjár uppáhalds hljómsveitir, næstum því í öllum heim- inum. En bara almennt í tónlistarlífinu í sumar? Það er mikið í gangi. Ég ætla að kíkja á Hróarskeldu að sjá uppáhalds rappkonuna mína, Little Simz. Það er spennandi. Hverjir eru mest spennandi í íslensku senunni? Ég er rosalega mikið fyrir Mammút og Moses Highto- wer. Svo er ég líka að hlusta á Agent Fresco og Emmsjé Gauta og þetta allt. Hvaða lag ertu mest að hlusta á þessa dagana? Ég er með svona lista af lögum sem ég spila á re- peat. Ég ætla að segja Ain‘t Nobody með Little Simz. Hvað eru þau að hlusta á? Enn nálgast hin geipilega spennandi tónlistar- hátíð Secret Solstice og sunnudagsblaðið ræðir á léttum nótum við íslenska tónlistarmenn sem koma munu fram. Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is Reykjavíkurdætur hefja tónleikaferðalag sumarsins á Secret Solstice og Steiney Skúladóttir verður þar með í för. Hvernig tónlist spilið þið? Við gefum okkur út fyrir að vera rapphópur Hvaða erlenda nafni ertu spenntust fyrir á Solstice? Ég segi Die Antwoord. Ég er að missa mig, ég er svo spennt að sjá þau. En bara almennt í tónlistarlífinu í sumar? Það er svo margt spennandi sem ég ætla að sjá. Ég er mjög spennt að sjá Muse, því ég hlustaði svo mikið á þá þegar ég var lítil. Þeir verða á Fiberfib-hátíðinni á Spáni í júlí, þar sem við erum að spila. Við verðum líka á Hróarskeldu, Belgíu og einhvers staðar lengst norður í Norður-Noregi. Hverjir eru mest spennandi í íslensku senunni? Ég er búin að vera að hlusta svolítið á Aron litla. Aron Can. Svo voru Sturla Atlas að gefa út nýja plötu, ég er aðeins að tékka á henni. Karó er líka ótrúlega nett og tryllt söngkona og ég er bara að bíða eftir að hún droppi sumarsmelli. Þetta er formleg áskorun. Hvaða lag ertu mest að hlusta á þesa dagana? Nýja hóplag Reykjavíkurdætra sem við munum frumflytja á Solstice. Það er mjög ólíkt hinum hóplögunum okkur og þarf að æfa vel. Þannig, já, það er á repeat. Skorar formlega á Karó Popp og fönk í bland Fara Curb Your Enthusiasm aftur í gang?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.