Morgunblaðið - 28.06.2016, Side 16

Morgunblaðið - 28.06.2016, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016 hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 Eigum úrval af 28. júní 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.86 125.46 125.16 Sterlingspund 164.9 165.7 165.3 Kanadadalur 95.77 96.33 96.05 Dönsk króna 18.487 18.595 18.541 Norsk króna 14.644 14.73 14.687 Sænsk króna 14.655 14.741 14.698 Svissn. franki 127.96 128.68 128.32 Japanskt jen 1.2283 1.2355 1.2319 SDR 173.67 174.71 174.19 Evra 137.52 138.28 137.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.4194 Hrávöruverð Gull 1324.6 ($/únsa) Ál 1600.5 ($/tonn) LME Hráolía 50.69 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Gengi hlutabréfa hélt áfram að lækka í Kauphöll- inni í gær og lækk- aði Úrvalsvísitalan um 3,0% í 2,8 milljarða króna við- skiptum yfir dag- inn. Mest lækkaði gengi bréfa í Ice- landair Group, en það fór niður um 3,7%. Hlutabréf félagsins enduðu í 29,85 krónur á hlut í lok dags, eftir að hafa farið niður í 29,3 krónur innan dags. Hæst fór dagslokagengi Ice- landair Group í 38,9 krónur á hlut hinn 28. apríl síðastliðinn. Því nemur lækkun á verði hlutabréfanna 23,3% á tveimur mánuðum, sem jafngildir liðlega 45 milljörðum króna að markaðsvirði. Gengi hlutabréfa allra innlendra fé- laga á Aðalmarkaði lækkuðu í gær að Össuri undanskildu, en bréf félagsins stóðu í stað. Nærri fjórðungslækkun á tveimur mánuðum Markaðir Enn lækka hlutabréf. STUTT SVIÐSLJÓS Jón Þórisson jonth@mbl.is Fjárhæð ríkisskuldabréfa í eigu er- lendra aðila hefur hækkað umtals- vert á 14 mánaða tímabili samkvæmt tölum um lánamál ríkisins frá Seðla- banka Íslands. Þannig áttu er- lendir aðilar um 27,6% útgefinna ríkisverðbréfa í apríl síðastliðn- um, en það hlut- fall var 18,8% í janúar 2015. Heildarútgáfa ríkisverðbréfa hafði á sama tíma vaxið úr 850 milljörðum króna í tæpa 885 milljarða í apríl. Því var heildar- eign erlendra aðila í útgefnum rík- isverðbréfum komin í 245 milljarða króna. Eykst með auknum vaxtamun „Það virðist sem hlutdeild erlendra aðila aukist í júní 2015 og aukist svo verulega í ágúst sama ár,“ segir Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Analytica. „Það er töluvert skýr fylgni milli þessarar aukningar og vaxtaþróunar hér heima og vaxtamunar við útlönd. Vaxtamunurinn eykst í júní á síðasta ári og frá þeim tíma eru væntingar um aukinn vaxtamun. Þetta sést ef skoðaður er vaxtamunur annars veg- ar og kaup erlendra aðila á ríkisverð- bréfum hins vegar. Það má hins veg- ar gera ráð fyrir að nýjar reglur um stjórntæki Seðlabankans muni draga úr áhuga erlendra aðila á íslenskum skuldabréfum.“ Samkvæmt nýlegum reglum Seðlabankans verða erlendir fjárfest- ar nú að binda 40% af fjárfestingu sinni í ár á nær vaxtalausum reikn- ingi. „Það dregur verulega niður ávöxtunina af eigninni, en þrátt fyrir það eru vextirnir engu að síður háir í alþjóðlegum samanburði,“ segir Yngvi. Í nýlegri Hagsjá Landsbankans kemur fram að í OECD ríkjunum hafi meðalávöxtun lífeyrissjóða verið að vegnu meðaltali 0,4% á síðasta ári. Talið er að meðal íslenskra lífeyris- sjóða hafi raunávöxtun á síðasta ári verið 6,8% að jafnaði, að því er fram kemur í Hagsjánni. Erlendir sjóðir eiga íslensk bréf „Það er athyglisvert að stórir er- lendir skuldabréfasjóðir eru nú búnir að kaupa íslensk ríkisskuldabréf inn í sitt safn. Til dæmis á JP Morgan Glo- bal Government Bond Fund 0,5% af safni sínu í slíkum bréfum í lok maí. Stærð þessa sjóðs er 676 milljónir evra, eða rúmir 93 milljarðar króna, og nemur eignin því tæpum 500 millj- ónum króna,“ segir Yngvi. Séu fjárfestingar þessa tiltekna sjóðs skoðaðar eftir löndum kemur í ljós að íslensk ríkisskuldabréf vega þar þyngra en til dæmis ríkisskulda- bréf frá löndum eins og Danmörku og Finnlandi og á svipuðu róli og Hol- land og Ástralía. Sé raunávöxtun líf- eyrissjóða þeirra landa skoðuð kem- ur í ljós að meðal ríkja OECD var hún hæst í Hollandi, 7,1%. Raun- ávöxtun sjóðanna í Ástralíu var 6,4%. Í Finnlandi 5,3% en 0,8% í Dan- mörku. Yfir fjórðungur ríkisverð- bréfa í eigu erlendra aðila 20 2015 Í milljörðum Heimild : Analytica, byggt á tölum úr lánamálum ríkisins 2016 m aí jú ní jú lí ág ús t se pt em be r ok tó be r nó ve m be r de se m be r ja nú ar fe br úa r m ar s ap ríl m aí 15 10 5 0 -5 Samhengi 3 mánaða vaxtamunar gagnvart evru (línurit) og fjárfestingar erlendra aðila í ríkisskuldabréfum (súlur). Ríkisverðbréf í erlendri eigu » Stórir erlendir skuldabréfa- sjóðir meðal eigenda íslenskra ríkisverðbréfa. » Vextir hér á landi eru mun hærri en innan OECD. » Þrátt fyrir ný stjórntæki Seðlabankans er eftir miklu að slægjast fyrir erlenda aðila. » Reglur Seðlabankans gætu hins vegar fælt fjárfesta frá sem annars hefðu fjárfest til langs tíma.  Ávöxtunin há í alþjóðlegum samanburði þrátt fyrir ný stjórntæki Seðlabankans Yngvi Harðarson Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) hefur gert sátt við Fjármála- eftirlitið (FME) vegna brots á lög- um um verðbréfaviðskipti. ESÍ við- urkennir að hafa brotið gegn lögunum í september árið 2014 þeg- ar það vanrækti að senda flögg- unartilkynningu til FME og Ný- herja þegar atkvæðisréttur þess fór yfir 5% flöggunarmörk. Atkvæðisrétturinn kom í hlut ESÍ í kjölfar þess að það tók við 5,8% eignarhlut í Nýherja af Dróma. Yfirtakan var hluti af að- gerð sem fól í sér ráðstöfun eigna Dróma til ESÍ. Sáttin felur í sér að ESÍ greiðir sekt að fjárhæð 1,4 milljónir króna. Með sama hætti hefur Drómi náð sátt við FME vegna málsins. Brot Dróma fólst í því að senda ekki flöggunartilkynningu til FME og Nýherja í kjölfar þess að hlutur hans í fyrirtækinu fór undir 5% mörkin fyrrnefndu. Sektargreiðslan er ákveðin sú sama og í tilviki ESÍ. ESÍ á ekki lengur í Nýherja Þann 16. júní í fyrra auglýsti ESÍ allan hlut sinn í Nýherja til sölu. Þeir sem vildu gera tilboð í hlutinn þurftu að skila þeim inn þann 18. júní. Degi síðar var tilkynnt um að allur 5,8% hluturinn hefði verið seldur og var söluandvirðið tæpar 250 milljónir króna. Gengi bréfa í félaginu á þeim tíma var um 10,35 krónur á hlut. Hann stendur nú í 16,7 krónum á hlut. ses@mbl.is Morgunblaðið/Ómar ESÍ Seðlabankinn stofnaði félagið 2009 utan um fullnustueignir. ESÍ greiðir sekt til Fjármálaeftirlitsins  Flaggaði ekki við yfirtöku á bréf- um í Nýherja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.