Morgunblaðið - 28.06.2016, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016
Í NICE
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Stundum hefur verið erfitt að finna
réttu orðin til að lýsa tilfinningum
sínum á prenti, eftir stórkostlega
íþróttaviðburði síðustu áratugi.
Hvað þá í gær. Hvað var eiginlega
að gerast? Voru þetta tár eða svita-
dropar? Sennilega sitt lítið af
hvoru...
Að Ísland skuli leggja England að
velli í sextán liða úrslitum Evr-
ópumóts karlalandsliða í fótbolta er
með nokkrum ólíkindum. Eitt af því
sem fæstir í fótboltaheiminum
reiknuðu með, nema stuðningsmenn
Íslands auðvitað, leikmenn, þjálf-
arar og aðrir sem koma að liðinu.
Þetta er heimssögulegur viðburður
sem fjallað verður um mjög víða á
næstunni, og rifjaður upp reglulega
næstu áratugi. Það er víst.
Íslensku stuðningsmennirnir fjör-
ugu í miðborg Nice í gærdag voru
margir hverjir mjög bjartsýnir.
Kannski vegna þess hve gaman var
á staðnum, veðrið gott og allir í
góðu skapi, en líka vegna þess hve
liðið er gott, að sjálfsögðu. En er
það nógu gott? Svar við því fékkst í
gærkvöldi og það fór ekkert á milli
mála.
Harðasti spámaðurinn sem ég
ræddi við í miðborg Nice í gærdag
var engin önnur en Dorrit Moussai-
eff forsetafrú. Hún sagði einfaldlega
bannað að tala um þann möguleika
að Ísland tapaði fyrir Englandi! Það
vissi ekki á gott. Þegar ofanritaður
tjáði henni að með sigri á Englandi
myndu Íslendingar leika gegn
Frökkum næst, í París á sunnudag-
inn, kallaði Dorrit spennt: „Ólafur!“
Vildi strax fara að skipuleggja
helgina.
Stemningin hefur verið frábær
hjá íslensku stuðningsmönnunum
allt mótið og engin undantekning
var frá þeirri reglu í gær. Sigurinn
var frábær, líklega ómetanlegur fyr-
ir þjóðarsálina til lengri tíma.
Það var svo súrrealískt að leik
loknum, þegar forkólfar KSÍ, nú-
verandi og fyrrverandi, ásamt for-
setahjónunum, gengu út á völlinn til
að klappa fyrir stuðningsmönnunum
að sjá Dorrit og Eggert Magnússon,
heiðursformann KSÍ, stíga trylltan
dans! Dásamlegt og einhvern veg-
inn í anda þess sem hér hefur gerst
síðustu vikur.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Lokadansinn ekki
í boði alveg strax
Eggert og Dorrit fögnuðu fyrir framan áhorfendur
Tár Jóna Arnórsdóttir móðir Arons Einars felldi tár af geðshræringu þegar
fyrirliðinn kom að áhorfendabekkjunum þegar glæsilegur sigur var í höfn.
Fyrirmyndir Íslendingar fjölmenntu í miðborgina eftir leik og voru glaðir.
Stórkostlegt Ríkharður Daðason fyrrverandi landsliðsmaður, Bjarni
Magnússon og margir fleiri voru hreinlega stjórnlausir af gleði i leikslok.
Stórkostleg stemning Íslensku lands-
liðshetjurnar fögnuðu með hetjunum á
áhorfendapöllunum á hefðbundinn hátt
að leikslokum. Allir klöppuðu vel, fast
og lengi í takt þannig að undir tók á
leikvanginum. Íslenska klappið hefur
vakið mikla athygli allra sem fylgjast
með Evrópumótinu. Aron Einar fyr-
irliði stjórnaði aðgerðum.