Morgunblaðið - 28.06.2016, Side 26

Morgunblaðið - 28.06.2016, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016 Ég og konan mín hún Inga Rós vorum að festa kaup á raðhúsi ogerum að taka í gegn, það er það helsta sem er á döfinni þessadagana,“ segir Tómas Eric margmiðlunarhönnuður sem á 40 ára afmæli í dag. „Við fluttum í Torfufell í Breiðholti en þetta er algjörlega falin perla og erum virkilega ánægð með staðsetninguna. Það er þvílík kyrrð hérna, við erum í endahúsi með 130 fermetra pall, mat- jurtargarð og falleg tré. Við erum að færa til eldhúsið og setja upp heimaskrifstofu þar sem ég get unnið auglýsingar, ljósmyndir, kvik- myndun og fleira. Við gerum allt sjálf en konan sér um garðinn og ég um aðrar fram- kvæmdir. Ætli við reynum ekki að klára undir lok júlí og í kjölfarið halda smágarðpartí þar sem vinum og fjölskyldu er boðið í léttar veitingar.“ Tómas ólst upp í Kópavogi en bjó í Bandaríkjunum 1992-1996, faðir hans er bandarískur en móðir hans er íslensk. Tómas hefur unnið sjálfstætt með hléum í fimmtán ár og vinnur við grafíska hönnun og vöruljósmyndun og er með stúdíó heima hjá sér. „Utan vinnu þá ljósmynda ég mikið, er í kvikmyndatökum og mynda helst landið í nágrenni Reykjavíkur.“ Tómas er í sambúð með Ingu Rós Guðnadóttur, þroskaþjálfa hjá Reykjavíkurborg, og börn hennar eru Burkni Þór 21 árs kokkanemi hjá Kex hostel og Sóley Edda 14 ára. Í Torfufelli Tómas að háþrýstisprauta vegg sem á að múra. Nýfluttur og er að taka allt í gegn Tómas Eric Woodard er 40 ára í dag U nnsteinn og María fæddust í Reykjavík 28.6. 1966 en ólust upp í Grundarfirði og hafa átt þar heima alla tíð. Þau voru í grunnskóla Grundarfjarðar og fóru síðan ung að starfa við fyrirtæki föður síns í Grundarfirði, G.Run. hf. Guðmundur, faðir þeirra, hóf út- gerð í Grundarfirði árið 1947, gerði fyrst út báta og lét síðan smíða fyrir sig togarann Runólf sem var smíð- aður í Stálvík í Garðabæ árið 1975. Togarinn var gerður út til 1988. Síð- an voru gerðir út ýmsar togarar og bátar hjá fyrirtækinu sem einnig festi kaup á frystihúsi: „Móðir okkar lagði mikið upp úr því að fyrirtækið ræki einnig frystihús og fiskvinnslu til að tryggja atvinnu fyrir konurnar í byggðarlaginu,“ segir Unnsteinn. „Við systkinin höfum alla tíð starf- að hjá fyrirtækinu og vinnum þar öll systkinin nema einn bróðir okkar sem er búsettur í Reykjavík. Unnsteinn vélamaður og María ráðskona Guðmundsbörn – 50 ára Fjölskylda Unnsteins Í hægra horninu er önd sem Unnsteinn stoppaði upp. Fjölskylda Maríu Í stúdentsveislu í Grundarfirði. Tvíburarnir María Magðalenda og Unnsteinn Guðmundsbörn fimm ára gömul. Samheldni í rekstri fjölskyldufyrirtækisins Andrea Rós Andradóttir, Sigrún Björk Björnsdóttir og María Sigurðardóttir héldu tombólu við Krónuna á Selfossi. Þær seldu fyrir 15.106 krónur og afhentu Rauða krossinum í Árnessýslu peninginn. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is fenix 3 sameinar glæsilega hönnun og fjölnota GPS snjallúr Íþrótta- og útivistarfólk þarf ekki lengur að velja á milli – fenix 3 er bæði fullkomið íþróttaúr, útivistarúr, snjallúr og úr sem þú notar daglega í vinnu og leik. Þú getur einnig sérsniðið úrið að þínum þörfum með mismunandi upplýsingagluggum, forritum eða úraskífu með Connect IQ appinu frá Garmin. Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is toppaðu gærdaginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.