Morgunblaðið - 28.06.2016, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016
þessum árum. En svo var ég fenginn
í það af samkeppnisaðila í útgáfu-
bransanum að syngja inn á plötu hjá
honum sem var svona íslensk al-
þýðulagaplata sem Gunnar Þórð-
arson stjórnaði. Mér fannst þetta
svo góð hugmynd að ég sagði við
Gunnar að við yrðum að gera svona
plötu þannig að við fórum af stað og
Gunnar pródúseraði fyrstu plötuna.
Hún fékk svakalega góðar viðtökur.
Á plötunni voru mörg þekkt íslensk
lög eins og „Sjá dagar koma“ og „Í
fjarlægð“.
Svo var Gunnar svo mikið upptek-
inn þannig að ég tók bara við keflinu
og gerði sex aðrar sem allar gengu
vel.
Við fórum í þennan tónlistarsjóð
eins og með fyrstu vísnaplötuna og
settum lögin í nútímabúning.
Sum lögin voru aðallega þekkt
með einum söngvara og píanóleik,
svolítið hástemmt fyrir samtímann.
Við vildum færa lögin til fólksins.
Á flestum þessum plötum var ég
með afbragðsfólk í pródúsjóninni,
eins og Jón Kjell Seljeseth, sem er
pabbi eins strákanna í Retro Stef-
son. Svo komu Þórir Baldursson
þarna og aðrir frábærir listamenn.“
Lög sem hafa fengið íslenskan
ríkisborgararétt
„Á þessari safnplötu er hug-
myndin að taka aðallega lögin sem
ég hef sungið eða komið að ásamt
gestum. En þarna innan um eru tvö
lög sem eru erlend að uppruna en
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
„Mörg af þessum íslensku söng-
lögum í okkar útgáfu hafa verið á
vinsældalistum víða um heim og eru
enn í dag, meðal annars er lagið „Ég
bið að heilsa“ enn á vinsældalista hjá
norska útvarpinu,“ segir Björgvin
Halldórsson söngvari, en nú er 25
ára afmælisútgáfa á Íslandslögum.
Björgvin stóð
að útgáfu á mörg-
um vísnaplötum
sem seldust vel á
sínum tíma og
gera enn og nú
mun safnplata
koma út með 40
Íslandslögum.
Lögin eru það mörg að það þarf tvo
diska til.
Fyrir 25 árum kom fyrsta plata
Íslandslaga út. Þar höfðu Björgvin
Halldórsson og Gunnar Þórðarson
tekið höndum saman og gætt ís-
lenskar söngperlur nýju lífi. Platan
fékk afbragðsgóða dóma og fram-
leiddi Björgvin sex aðrar í kjölfarið.
Lögin vinsæl í Ástralíu,
Noregi og Kanada
„Já, þessar plötur gengu mjög
vel,“ segir Björgvin. „Ekki bara
hérna á Íslandi heldur úti um allan
heim, í Noregi, Ástralíu, Kanada og
víðar.
En upphafið að þessu má rekja til
þess að ég rak stúdíóið Sýrland á
hafa fengið íslenskan ríkis-
borgararétt.“
Á umslaginu er enskan meira
áberandi en íslenskan og umslagið
með svona fallegri sýn á Reykjavík,
eruð þið eitthvað að reyna að ná
frekar til túristanna með þessari
plötu?
„Nei, það er ekki markmiðið. Um-
slögin hafa alltaf verið með þema,
svona fjöll og dalir og eitthvað í
haustlitunum. Við ákváðum núna að
færa þetta inn í þéttbýlið.
Þetta eru vandaðar útgáfur, við
höfum alltaf haft bók með umsögn-
um um hvert lag,“ segir Björgvin.
Sérhvert lag á sér sögu
Fylgir saga hvers lags með?
„Já, sérhvert lag á sér sögu. Eins
og lagið „Í fjarlægð“ eftir Karl O.
Runólfsson. En tilurð lagsins er þeg-
ar fyrri kona Karls, Margrét, lá á
banabeði í Kristneshæli við Eyja-
fjörð. Von var á Karli í heimsókn en
veður hamlaði för hans og óvíst var
hvort hann næði til hennar áður en
yfir lyki. Þar lá á sömu deild hag-
mæltur maður. Bað hún hann að
yrkja sér í hugarstað ljóð til ástvinar
síns ef hún héldi ekki út þar til hann
kæmi.
Þegar Karl komst á leiðarenda
var konan hans látin en við rúmgafl-
inn beið hans bréfkorn.
Þar í var kveðja hennar og ástar-
játning til hans, vinarins, sem fjöllin
skildu að þegar kallið kom.
Eins og segir í kvæðinu:
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við
dvelur og fagrar vonir tengdir líf
mitt við, minn hugur þráir, hjartað
ákaft saknar, er horfnum stundum
ljúfum dvel ég hjá.
Já, það eru mörg falleg ljóð
þarna,“ segir Björgvin.
Íslensk sönglög vinsæl víða um heim
Ljósmynd/Sigga Ella
Vinsældir Íslensku sönglögin hafa ekki aðeins verið vinsæl á Íslandi heldur
náð þó nokkrum vinsældum í Noregi, Kanada og jafnvel Ástralíu.
Björgvin Halldórsson er með safn-
plötu af Íslandslögum Sjö plötur
af sönglögunum voru gefnar út
Bandaríski ljósmyndarinn Bill
Cunningham lést fyrir helgi, 87
ára að aldri. Cunningham var
einn þekktasti götuljósmyndari
New York-borgar og myndaði
mannlífið þar í borg fyrir dag-
blaðið The New York Times í
nær 40 ár.
Í frétt blaðsins um andlát
Cunninghams segir að hann hafi
mótað tískuljósmyndun, skrásett
síbreytilegt mannlíf stórborg-
arinnar fyrir dagblaðið og hafi
beint linsunni að klæðaburði
vegfarenda í marga áratugi.
Cunningham lést á spítala í kjöl-
far hjartaáfalls.
Cunningham var svo þekktur
meðal íbúa New York að hann
var útnefndur lifandi kennileiti
borgarinnar árið 2009. Hann var
auðþekktur þar sem hann fór
um á reiðhjóli í miðborginni
með 35 mm myndavél, iðulega
klæddur bláum jakka, kakíbux-
um og svörtum strigaskóm. Í
grein The New York Times seg-
ir að engin tískufyrirbrigði hafi
farið framhjá Cunningham og í
störfum sínum hafi hann skrá-
sett breytilega borgartískuna í
um fjóra áratugi og þá bæði
tísku hinna efnuðu og hinna
efnaminni.
Götuljósmyndarinn Bill
Cunningham látinn
AFP
Þekktur Bill Cunningham ljósmyndari að störfum.
Árleg heiðursverðlaun tónlistar-
hátíðarinnar Eistnaflugs, Grjótið,
eru nú veitt í þriðja sinn og er það
útvarpskonan og tónlistarspekúl-
antinn Andrea Jónsdóttir hlýtur
þau.
Grjótið er viðurkenning sem
veitt er einstaklingi sem þakk-
lætis- og virðingarvottur fyrir öt-
ult og óeigingjarnt starf að fram-
gangi þungarokks á Íslandi og
sem hvati til góðra verka í fram-
tíðinni. Í fyrra hlaut Kristján
Kristjánsson Grjótið og árið 2014
Sigvaldi Ástríðarson.
Rokkhátíðin Eistnaflug verður
haldin í Neskaupstað í tólfta sinn
6.-9. júlí og verður þungarokk í
öndvegi á hátíðinni sem fyrr þótt
einnig verði leikin léttari tónlist.
Af þeim sem koma fram á hátíð-
inni má nefna Meshuggah, Opeth,
Amorphis, Marduk, HAM, Sólstafi,
Dynfara, Hatara og úr léttari
deildinni Pál Óskar Hjálmtýsson.
Andrea
hlýtur
Grjótið
Morgunblaðið/Eggert
Rokk-amman Andrea Jónsdóttir.
Hamraborg 10 – Sími: 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18
AFMÆLISTILBOÐ
VIÐ ERUM 20 ÁRA
Með hverjum keyptum gleraugum
fylgja sólgleraugu með í kaupbæti
Verið velkomin í sjónmælingu