Morgunblaðið - 09.07.2016, Page 2

Morgunblaðið - 09.07.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. að framleiðslunni á einn eða annan hátt og tveir þriðju hlutar þeirra eru Íslendingar. Meðal þeirra eru Bergsteinn Björgúlfsson kvik- myndatökumaður og Árni Bene- diktsson hljóðmaður. Myndin mun að miklu leyti byggjast á viðtölum og gömlu myndefni, en einnig verður ákveðin atburðarás úr málinu endurgerð. Kostnaður við verkefnið nemur um 100 milljónum króna og er Net- flix þar stærsti fjármögnunaraðil- inn. umst til þess að málið verði til lykta leitt áður en við klárum myndina,“ segir hún, en niðurstöðu úr endur- upptökumálinu er að vænta í haust. Lokið verður við myndina í lok árs og frumsýnd á fyrstu mánuðum árs- ins 2017. Tveir þriðju Íslendingar Sagafilm er ekki eini íslenski að- ilinn sem kemur að gerð heimild- armyndarinnar, en Ólafur Arnalds tónlistarmaður mun semja tónlist fyrir hana. Alls koma um 20 manns Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Sjónvarp Símans var stærsta áskriftarsjónvarpsstöð landsins á meðan EM í knattspyrnu fór fram, að sögn Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Miðla og mark- aðar hjá Símanum. Að sögn hans fengu tæplega 30 þúsund manns sér áskrift að sjónvarpsstöð sem sýndi eingöngu EM meðan á mótinu stóð. „Þetta meira en stóðst væntingar og samkvæmt þeim tölum sem ég kemst næst þá var þetta stærsta áskriftarstöð landsins síðasta mán- uðinn,“ segir Magnús og bætir því við að það hafi verið langt yfir væntingum. Aðspurður segir hann að stöðinni sem keppnin var sýnd á verði ekki lokað, heldur er hug- myndin að hún verði nýtt undir við- burði framtíðar. „Við höfum alltaf áhuga á góðum viðburðum. Við vorum einstaklega heppin núna því við tryggðum okkur réttinn löngu áður en Ísland komst áfram,“ segir Magnús. Hann telur að hluta af fjölda áskrifta megi ekki síst rekja til þess að verðlagning hafi verið sanngjörn en áskrifendur greiddu tæpar 7 þúsund krónur fyrir áskrift. Hluti leikjanna var í opinni dag- skrá að kröfu UEFA. Samkvæmt samningnum þurfti alltaf að hafa einn leik í opinni dagskrá á leik- dögum í keppninni. Því voru t.a.m. allir leikir frá 8 liða úrslitum sýndir í opinni dagskrá. Því var m.a. farið í samstarf við RÚV til þess að tryggja það að leikir Íslands myndu nást sem víðast, enda nær dreifi- kerfi RÚV svo til um allt land. Að sögn Magnúsar var útsendingin al- farið Símans þó RÚV hafi samkeyrt sýninguna á sinni stöð. Því voru all- ar auglýsingar sem þar birtust á vegum Símans. Í heild störfuðu 30 manns við útsendingarnar. Tæplega 30 þús- und fengu sér áskrift vegna EM  Langt umfram væntingar Símans  Heppni að Ísland komst áfram Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson EM í Frakklandi Tæp 30 þúsund fengu sér áskrift meðan á EM stóð. Maðurinn sem lést í árekstri bif- hjóls og vörubifreiðar á Reykja- nesbraut í fyrradag hét Jóhannes Hilmar Jóhannesson, til heimilis að Sóltúni 2 í Garði. Hann var 34 ára gamall, fæddur árið 1982. Hann lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn. Slysið varð á mótum Reykja- nesbrautar og Hafnavegar í Reykjanesbæ. Bifhjólinu hafði verið ekið suður Reykjanesbraut og vörubifreiðin var á leið af Hafnavegi norður Reykjanes- braut þegar slysið varð. Jóhannes Hilmar var úrskurðaður látinn á slysstað. Bifhjólamaðurinn sem lést í árekstri bifhjóls og vörubíls „Það er verið að ræða um auknar varnir og viðbúnað vegna þess að það eru lakari öryggishorfur í Evrópu. Bæði til austurs og suðurs,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætis- ráðherra, en hann er staddur á leið- togafundi Atlantshafsbandalagsins í Varsjá. Mörg mál eru til umræðu á fund- inum. Atlantshafsbandalagið hefur nýlega eflt viðbúnað sinn með því að flytja fjölþjóðaherlið til Eystrasalts- landanna auk þess sem verið er að reisa nýja loftvarnastöð í Póllandi. „Við teljum nauðsynlegt að auka varnir og fælingarmátt en um leið auka samtal og samskipti við aðra. Í því sambandi hafa Atlantshafsbanda- lagið og Evrópusambandið aukið samskipti sín vegna ógnarinnar sem stafar af ástandinu í Írak, Sýrlandi og Líbíu,“ segir Sigurður Ingi. Vilja auka samskipti við Rússa Sigurður Ingi segir þó aukið hern- aðarbrölt ekki vera meginefni fund- arins. „NATO er fyrst og fremst varnarbandalag og það sem það hef- ur í hávegum er að verja lýðræði, mannréttindi, fullveldi einstakra ríkja og virðingu fyrir manneskjunni. Á sama tíma og varnir eru auknar vilja menn geta aukið samtal, meðal annars við Rússa, þó þetta miði ekki bara að þeim,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir Íslendinga fyrst og fremst vinna að mannúðarmálum á vettvangi NATO. „Við höfum lagt áherslu á ályktun Sameinuðu þjóð- anna, UNSCR 1325, sem fjallar um konur, frið, öryggi og jafnrétti og okkur hefur fundist ganga ágætlega að framfylgja henni. Í þeim löndum þar sem er óstöðugleiki höfum við reynt að styrkja konur sérstaklega,“ segir Sigurður Ingi. elvar@mbl.is Auka varnir og samskipti  Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins stendur yfir í Varsjá  Sigurður Ingi segir Íslendinga fyrst og fremst vinna að mannúðarmálum á vettvangi NATO NATO Jens Stoltenberg, Sigurður Ingi Jóhannsson og Andrzej Duda. Bandaríska fyrirtækið Netflix er stærsti fjármögnunaraðili verkefn- isins, en sjónvarpsstöðin keypti upp heimsrétt að myndinni, að und- anskildum Íslandi og Bretlandi. Er fjármögnun myndarinnar nánast í höfn. Myndin er sú fyrsta sem Netflix fjárfestir í á framleiðslustigi hér á landi, en að sögn Margrétar mun Netflix þó ekki fara með rit- stjórn á verkefninu. Netflix byrjaði sem efnisveita fyrir sjónvarpsefni af ýmsum toga, en hefur á síðustu árum stækkað við sig í framleiðslu myndefnis. Meðal þátta sem Netflix hefur framleitt er sjónvarpsserían Making a Murderer. Fjallar hún um fangann Steven Avery sem var dæmdur fyrir refsiverðan verknað og baráttu hans við bandarískt dómskerfi og stjórnvöld. Fyrsta samstarfið við Netflix STÓRT SKREF INN Í HEIM EFNISVEITNANNA Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Sagafilm vinnur nú að gerð heimild- armyndar í fullri lengd um Guð- mundar- og Geirfinnsmálið, í sam- starfi við bandaríska fyrirtækið Netflix, BBC og RÚV. Mun hún bera nafnið „OUT OF THIN AIR“. Verkefnið er komið vel af stað og nú er unnið að undirbúningi viðtala við sem flesta sem málið varðaði, svo sem réttust mynd fáist af at- burðarás málsins. Að sögn Margrétar Jónasdóttur, framleiðanda hjá Sagafilm, er hug- myndin komin frá útlöndum. „Bretar höfðu samband við okkur fyrir um ári og höfðu áhuga á að gera stóra og alþjóðlega heimild- armynd,“ segir Margrét, en leik- stjóri myndarinnar er Dylan Howitt og meðframleiðandi Margrétar er Andy Glynne. Margrét hefur áður framleitt fjórar myndir fyrir BBC, en þetta er í fyrsta skipti sem Saga- film vinnur með Netflix. Aðspurð hvort nýjustu vendingar í málunum tveimur hafi valdið því að breyta þyrfti áætlun verkefn- isins, svarar Margrét neitandi. „Nei, reyndar ekki. Við vissum af endurupptökumálinu sem hefur verið í ferli frá árinu 2011. Við von- Morgunblaðið/Árni Sæberg Tökur Margrét og Dylan ræða við Ragnar Aðalsteinsson hrl. við meðferð endurupptökumálsins í héraðsdómi. Guðmundar- og Geir- finnsmálið fest á filmu  Framleiða heimildarmynd í samstarfi við Netflix og BBC Um 186 þúsund erlendir ferða- menn fóru frá landinu í júní síð- astliðnum sam- kvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar eða nærri 50 þúsund fleiri en í júní í fyrra. Þetta kem- ur fram í upplýsingum Ferðamála- stofu sem birtar voru í gær. Fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi nemur 36,8% á milli ára í júní. Þá hafa tæplega 700 þúsund erlendir ferðamenn heimsótt landið frá ára- mótum eða 183 þúsund fleiri en á sama tíma fyrir ári. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað mest eða um 60 þúsund manns. Mið- og Suður-Evrópubúum hefur einnig fjölgað á sama tíma eða úr 17 þúsund manns í 40 þúsund. Norðurlandabú- um hefur þó ekki fjölgað með viðlíka hætti eða um tæp 50%. Evrópumótið hafi haft áhrif Um 67 þúsund Íslendingar fóru til útlanda í júní síðastliðnum eða 19.300 fleiri en á sama tíma árið 2015. Brott- förum fjölgaði um 40,4% á milli ára og hafa brottfarir Íslendinga aldrei mælst fleiri í einum mánuði frá því að talningar Ferðamálastofu hófust. Fyrra met var 54.800 í júní árið 2007. „Ekki er ólíklegt að Evrópumótið í knattspyrnu hafi hér talsverð áhrif en í því sambandi er vert að slá þann var- nagla að hugsanlega er óvenju al- gengt að um fleiri en eina brottför hjá sama einstaklingi sé að ræða,“ segir í upplýsingum Ferðamálastofu. 67 þúsund Íslending- ar fóru utan í júní Fleiri út EM hafði áhrif.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.