Morgunblaðið - 09.07.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.07.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Miklar tafir hafa orðið að undan- förnu á jarðborun við bæinn Ríp í Hegranesi í Skagafirði. Telja ábú- endur þar að skýringarnar á því séu tæplega af þessum heimi. Yfir allan vafa þykir hafið að miklar byggðir álfa og huldufólks séu á þessum slóð- um, eins og margoft hefur verið sannreynt og finna má í heimildum af svæðinu. Nú bregður svo við að allt gengur á afturfótunum og fljótlega eftir að menn frá fyrirtækinu VCK ehf. komu á staðinn bilaði glussabúnaður í jarðbor þeirra – auk þess sem ýms- ar truflanir í rofabúnaði tækisins hafa komið fram. Hvað hefur rakið annað og á fimmtudaginn brotnuðu borstangir og pikkfestust þegar komið var á fasta klöpp á um fjög- urra metra dýpi. Með það hélt mannskapurinn því suður til Reykjavíkur, að sækja varahluti, en hyggst snúa aftur um eða eftir helginameð tæki til að ná stönginni upp. Bormenn vildu ekkert tjá sig þegar Morgunblaðið var á vettvangi. Huldufólk talið trufla jarðboranir  Vandræði á Ríp í Hegranesi  Láð- ist að sækja um leyfi  Borinn bilar og pípur festast  Eru nærri kirkjugarði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framkvæmdir Borinn bilanagjarni er stopp enda fyrirstaða í jörðu. Í bak- sýn er Rípurkirkja. Altaristafla þaðan týndist en fannst með undrum. Ýmsar sagnir um álfa og huldu- fólk í Hegranesi, sem sann- reynst hafa í raunheimum, eru til. Nefna má að þegar þjóðveg- urinn á utanverðu Hegranesi, þar sem heitir Tröllaskarð, var lagður árið 1980 biluðu jarðýtur og önnur tæki margoft og á því voru engar raunhæfar skýr- ingar. Með samningaumleit- unum starfsmanna Vegagerð- arinnar og fleiri við huldufólk komst málið á beina braut. – Þá má geta þess að þegar núver- andi kirkja á Ríp var vígð árið 1924 þótti altaristafla, sem Jó- hannes Sveinsson Kjarval mál- aði, ekki hæfa. Var ný fengin í hennar stað. Kjarvalstaflan komst þá í einkaeign og var seinna send til viðgerðar í Kaupmannahöfn, en týndist þar. Með aðstoð miðils fannst hún svo löngu seinna og var flutt heim til Íslands. Í framhaldinu eignaðist Halldór Laxness töfl- una, sem í dag er stássgripur á Gljúfrasteini. Ekkert er um að villast HULDUFÓLK OG MIÐILL Tröllaskarð Vegagerð á þessum slóðum var ekki vandræðalaus. Bóndinn Atburðarásin kemur mér ekki á óvart, segir Birgir Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.