Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Heyrnartæki eruniðurgreidd afSjúkratryggingum Íslands Ég er kominn heim,“ sönglar ÞórSaari þessa dagana eftir að hann gerði heyrinkunnugt að hann væri genginn til liðs við Pírata eftir að hafa kynnt sér stefnuna rækilega.    Þór Saari er ekkieini framámað- urinn úr Borg- arahreyfingunni sem nú lætur að sér kveða hjá Pírötum. Fyrrverandi kosn- ingastjóri þess merka framboðs, sem breyttist eftir snörp átök í þing- flokk Hreyfing- arinnar, hefur verið skipaður kosninga- stjóri Pírata.    Og ekki mágleyma kapteininum, sem ekki má kalla kaptein, Birgittu Jóns- dóttur, sem stofnaði Borgarahreyf- inguna með Þór Saari, Þráni Ber- telssyni og fleiri farsælum fyrrverandi þingmönnum.    Ólíkt Þór, Þráni og fleirum hefurBirgitta gætt þess vandlega að verða ekki fyrrverandi þingmaður, þrátt fyrir ítrekuð fyrirheit um hið gagnstæða. Þegar dregur að kosn- ingum kemst hún jafnan að þeirri niðurstöðu að þjóðarhagur krefjist þess að hún hætti við að hætta.    Þessi afstaða hefur treyst hana ísessi sem kaptein, sem við meg- um ekki kalla kaptein, þessarar nýju Borgarahreyfingar sem siglir nú undir hentifána.    Og nú þegar hún hefur fengið tilliðs við sig helstu meðstofnend- urna úr gömlu Borgarahreyfingunni getur flokkurinn haldið áfram að velja á lista eins og lýðræðislegri fjöldahreyfingu af þessu tagi sæmir, með 39 atkvæðum í sýndarveruleika sem hæfir tilefninu. Þór Saari Þór er kominn heim STAKSTEINAR Birgitta Jónsdóttir Veður víða um heim 8.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 7 súld Akureyri 8 súld Nuuk 11 heiðskírt Þórshöfn 9 skúrir Ósló 21 skýjað Kaupmannahöfn 19 skýjað Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 18 skýjað Lúxemborg 26 rigning Brussel 23 léttskýjað Dublin 20 skýjað Glasgow 17 alskýjað London 22 léttskýjað París 27 léttskýjað Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 17 rigning Berlín 26 heiðskírt Vín 27 heiðskírt Moskva 14 léttskýjað Algarve 28 heiðskírt Madríd 31 léttskýjað Barcelona 28 léttskýjað Mallorca 31 heiðskírt Róm 29 heiðskírt Aþena 29 heiðskírt Winnipeg 21 léttskýjað Montreal 20 alskýjað New York 27 rigning Chicago 27 léttskýjað Orlando 32 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:26 23:41 ÍSAFJÖRÐUR 2:42 24:35 SIGLUFJÖRÐUR 2:22 24:21 DJÚPIVOGUR 2:45 23:21 Af 2.498 sauðfjárbúum í landinu voru 108 bú með fleiri en 600 kindur eða 4,3% búanna. Flest þeirra voru á Norðurlandi vestra eða 35 og næst- flest á Vesturlandi, 25. Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í gögnum sem Byggðastofnun hef- ur tekið saman um staðsetningu, fjölda og stærð sauðfjárbúa á landinu. Sú greining var unnin í tengslum við nýjan búvörusamning þar sem kveðið er á um að greiddur verði sérstakur svæðisbundinn stuðningur á samn- ingstímanum til framleiðenda á ákveðnum landsvæðum sem háðust eru sauðfjárrækt. Samtals voru 284 bú með 400-599 kindur eða 11,4%. Flest þeirra voru á Norðurlandi vestra eða 75, þar á eftir komu Austurland með 51, Vesturland 49, Norðurland eystra 45 og Suðurland 43. 17,4% fjár á stærstu búunum Þegar litið er til þeirra búa sem eru með 200-399 kindur að voru það 519 framleiðendur eða 20,8%. Flestir þeirra voru á Suðurlandi eða 131 og næstflestir á Norðurlandi vestra eða 116. Þeir aðilar sem voru með færri en 200 kindur voru 1.587 eða 63,5% sauð- fjárbúa. Ef horft er til fjölda sauðfjár eftir landsvæðum og stærð búa kemur í ljós að 17,4% alls sauðfjár eru á búum með 600 kindur eða fleiri, 29,3% eru á bú- um þar sem haldnar eru 400-599 kind- ur. Samtals er því tæpur helmingur sauðfjár á búum með fleira en 400 fjár. Búið með sauðfé á 2.498 búum  108 bú með fleiri en 600 kindur  Gögn Byggðastofnunar vegna búvörusamnings Morgunblaðið/Árni Sæberg Vor Ær og lömb í Kjósinni. Háskólinn á Ak- ureyri mun senda Ríkis- kaupum þátt- tökutilkynningu, vegna áhuga á að bjóða upp á lögreglunám á háskólastigi. Þetta staðfesti Eyjólfur Guð- mundsson, rekt- or háskólans, í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Okkur er þröngt stakkur snið- inn hvað varðar tímarammann, því skila þarf þátttökutilkynningu eigi síðar en 22. júlí næstkomandi. En við munum senda okkar tilkynn- ingu innan tímamarka,“ sagði Eyj- ólfur. Hann kveðst telja að það sé löngu tímabært að nám lögreglu- manna færist á háskólastig, þar sem starfið sé orðið mun flóknara og meira krefjandi en áður, þegar það snérist að mestu um umferð- argæslu, umferðareftirlit og ör- yggisvörslu. Vitað er að Háskóli Íslands og fleiri háskólar hafa áhuga á að taka þetta nám að sér. agnes@mbl.is Eyjólfur Guðmundsson HA sækist eftir lög- reglunámi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.