Morgunblaðið - 09.07.2016, Side 11

Morgunblaðið - 09.07.2016, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is VANDINN LIGGUR OFT HJÁ OKKUR SJÁLFUM. SAMÞYKKIR ÞÚ KYNFERÐISOFBELDI? ÚT SA LA gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Opið 10-15 í dag Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook ÚTSALA 40-50% afsláttur Buxur bolir kjólar peysur Str. 36-56 Laugavegi 52 | 101 Reykjavík Sími 552 0620 | gullogsilfur.is Laugavegi 53 | Sími 552 3737 www.dimmalimmreykjavik.is Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 DIMMALIMM ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is og facebook.com/laxdal.is STÓRÚTSALA 30%-40% afsláttur Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Ungir bændur sem hafa keypt jarðir á síðustu 5-8 árum eru uggandi yfir nýjum búvörusamningi og segja að litið hafi verið fram hjá hópnum við gerð samningsins. Ein þeirra er El- ísabet Margrét Jónasdóttir, sauð- fjárbóndi á Bæ II í Staðardal. Hún segir nýliða í greininni, þá sem hafa nýlega hafið búskap eða eru að kaupa jarðir í þessum rituðu orðum, hafa gleymst í umræðunni um bú- vörusamninginn. „Það er stór hópur fólks sem er ekki einungis áhyggjufullt heldur sofum við ekki á nóttunni fyrir þessu,“ segir Elísabet. Hún keypti jörð og meðfylgjandi kvóta fyrir einu og hálfu ári með láni frá Byggða- stofnun til 25 ára. „Búvörusamning- urinn nær til tíu ára og eftir þann tíma er ég enn að greiða minn kvóta. Eftir þessi tíu ár mun ég því tapa tveimur milljónum á ári miðað við út- reikninga,“ segir Elísabet og vísar til reiknivélar á vefsíðu Ráðgjafamið- stöðvar landbúnaðarins. „Þessi hóp- ur nýliða sem eru að kaupa jarðir í þessum töluðu orðum verður fyrir stórskaða. Það er hópurinn sem gleymdist að taka með í dæmið,“ bætir Elísabet við. Kippir fótunum undan bændum „Byggðastofnun er ríkisstofnun. Mér finnst það súrt að ríkið dragi fólk eins og mig inn í greinina en kippi svo undan okkur fótunum hin- um megin við borðið. Þessi ríkis- stofnun er með gulrót úti til að fá ný- liða inn í greinina til þess að yngja upp og klárlega þurfti að gera það. En svo kemur þetta niður á okkur hinum megin og mér finnst það skrítin nálgun,“ segir Elísabet. Í búvörusamningnum stendur til að markaðstengja gæðastýringu og er þá greidd út ákveðin krónutala á hvert kíló samkvæmt tillögum frá markaðsráði kindakjöts. „Þeir ætla að greiða hærra álag á þá skrokka sem markaðurinn vill. Við erum í frjálsu falli því við vitum ekki hvað mun gerast. Þeir ætla jafnvel ekki að greiða neitt. Á hinn bóginn eru þeir sem hafa þegar greitt upp kvótann sinn ágætlega staddir á meðan við sem keyptum síðustu 5-8 ár fáum skellinn. Ég keypti kvóta fyrir 20 milljónir og svo allt í einu ætla þeir að kippa undan mér fótunum,“ segir Elísabet og bætir við að hún viti til þess að fjöldinn allur af ungum bændum í sömu stöðu deili sömu áhyggjum. Fljótfærni í vinnubrögðum Elísabet telur að fljótfærni við samningsgerðina hafi leikið bændur grátt. „Það er eins og þetta sé ein- hver keppni og þeir ætli að verða fyrsti geimfarinn á Mars. Það þarf að hugsa þetta miklu betur, undir- búa þetta betur og taka þetta í miklu hægari skrefum. Ef þú talar við ein- hvern sem þekkir búvörusamning- inn mjög vel, en er ekki endilega hlynntur honum, þá segir hann þér að samningurinn er mjög opinn og það er mikil óvissa í kringum hann,“ segir Elísabet. Aðspurð hvaða möguleikar séu í stöðunni svarar Elísabet: „Ef ég ætla að fara eftir þessum búvöru- samningi þá verð ég að stækka við mig og fara úr 5-700 kindum og í 1.100 kindur til þess að koma til móts við þá skerðingu sem ég sé fyrir. En hvað verður þá um landið okkar og umhverfið ef ungir bændur þurfa að bæta þessum fjölda við? Þetta er bara verulega vanhugsað.“ Gagnrýni komið á framfæri Elísabet segir að forrystumenn í samningsgerð búvörusamningsins hafi heyrt gagnrýni nýliða í grein- inni. „Þeir vita af vandamálinu en samningurinn var samþykktur af bændum Íslands vegna þess að það eru svo margir bændur sem kannski ekki hagnast á samningnum en koma samt vel út. Allir þessir smábændur sem hvort sem er lifa með þessu, þeir finna ekki fyrir þessum vanda. Aftur á móti eru líka góðir punktar í samn- ingnum, eins og til dæmis varðandi þá nýliða sem koma síðar í greinina. Ég væri alveg til í að vera að kaupa jörð eftir þrjú ár og fá hana á lægra verði í stað þess að lenda á milli skips og bryggju. Þá yrði allt þetta miklu greiðfærara.“ Ungir bændur gleymdust við gerð búvörusamningsins  Telur ekki hugsað um hagsmuni þeirra bænda sem keyptu jarðir fyrir 5-8 árum Bændur Kristján Bjarni Karlsson og Elísabet Margrét Jónasdóttir keyptu jörð fyrir einu og hálfu ári. Elísabet segir að nýr búvörusamningur komi sér illa fyrir unga bændur í sömu stöðu, sem hafa undanfarin 5-8 ár keypt jörð undir búskap. Hún telur þörf á aukinni umræðu og undirbúningsvinnu við búvörusamninginn fyrir gildistöku. „Það er gagnrýni úr öllum áttum á samning- inn vegna þess að í honum eiga að felast þó nokkrar breytingar. Bændum finnast þær vera miklar og þeim sem standa fyrir utan landbúnaðinn finnast þær vera allt of litlar. Þetta er málamiðlun til að ná fram ákveðnum breytingum og þeir bændur sem hafa nýhafið bú- skap í dag lenda misjafnlega í þessum breytingum,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Hann segir að gagnrýnin hafi borist til eyrna Bændasamtak- anna. „Já sannarlega. Það er alltaf þannig að þegar er verið að gera breytingar þá lenda menn misjafnlega í þeim og til dæmis í þessum samningi er verið að koma til móts við ný- liða með því að það er boðið upp á fjárfestingarstuðning og það er verið að taka og breyta kerfinu fyrir þá sem hafa verið að kaupa sér réttindi til að fá stuðning. Þetta verður betra fyrir bændur framtíðarinnar og það verður auðveldara að byrja. En það þýðir þó það að þeir sem voru nýbyrjaðir, þeir njóta góðs af samningnum en þó ekki í sama mæli og þeir sem hefja búskap undir lok samningstím- ans. Það er bara alltaf þannig að það er punktstaða í þessum samningum sem leiðir til þess að þetta kemur misjafnlega við fólk,“ segir Sindri sem telur ólíklegt að samningurinn breyt- ist í grundvallaratriðum í með- ferðum Alþingis. agf@mbl.is Hittir mis- jafnlega fyrir ÞEKKT GAGNRÝNI Sindri Sig- urgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.