Morgunblaðið - 09.07.2016, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.07.2016, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það er mjög spennandi að sjá hvern- ig þetta sumar þróast, það virðist vera fullt af laxi í ánni,“ segir Árni Pétur Hilmarsson, staðarhaldari á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal, kampakátur yfir frábærri byrjun á laxveiðinni í ánni. Fyrsta hollið, sem hóf veiðar 1. júlí, landaði 91 laxi sem er betri afli en nokkrar heimildir geta um þetta snemma sumars. Og laxveiðin byrjar vel um land allt; veiðin fyrstu vikurnar er víðast hvar meiri en elstu menn muna og þá er stórlaxahlutfallið afar gott. Víða velta menn fyrir sér hvort átak síð- ustu ára í að sleppa veiddum stórlaxi aftur sé ekki að skila sér; meira er eftir af honum í ánum að hrygna og stórlaxagenið erfist. „Þessi opnun var ævintýri líkust,“ segir Árni Pétur um veiðina í Að- aldalnum. „Síðan hefur skiljanlega aðeins hægst á þessu en síðasta holl landaði um þrjátíu, sem er líka frá- bært svona snemma í júlí. Ef öll holl enduðu með þrjátíu laxa myndi ég aldrei kvarta,“ segir hann og hlær. Margir laxar í Nesi eru gríðar- vænir. Tveir 106 cm laxar hafa veiðst, 23 pund samkvæmt viðmið- unarkvarðanum, en í fyrsta hollinu voru 11 laxar 99 cm og lengri. Þeir stóru hafa haldið áfram að veiðast; í síðasta holli veiddu tveir sína fyrstu tuttugu pundara. „Þetta er þannig ævintýri,“ segir Árni Pétur. Allir veiðimenn í „axjón“ Þegar spurt er hvort smálaxinn sé eitthvað farinn að sýna sig segir Árni Pétur fjóra hafa veiðst strax í opnun, sem viti á gott fyrir fram- haldið hvað smálaxagöngur varðar, en þrátt fyrir að þeir hafi eitthvað dregið meðallengdina niður þá var hún engu að síður 86 cm. Þegar spurt er um samanburð segir Árni að sumarið 1987, en þá hófust veiðar 20. júní, hafi tveir reyndir veiðimenn fengið að veiða á bændadögum fyrir opnun og landað mörgum löxum; engu að síður var heildarveiðin þá um 90 laxar á svæð- inu í júlíbyrjun. Þetta hafi því verið miklu meiri hvellur nú. „En það sumar dró heldur betur úr veiðinni og endaði í 440 löxum eftir góða byrjun. Maður getur því aldrei vitað hvað sumarið ber í skauti sér. En við skulum ekki gleyma því að 1987 var allur lax drepinn en nú er honum öll- um sleppt og þótt ekki sé jafn brjál- uð veiði og fyrstu dagana, þá eru all- ir veiðimenn í „axjón“, að reisa fiska og setja í og landa sumum.“ Stórlaxafjöld í Eystri-Rangá Miklu meiri veiði var í klakveið- inni í Eystri-Rangá í júní en nokk- urn tíma áður og þá var formleg opnun glæsileg, þá var um 350 löx- um landað og allt stórlax. Einar Lúðvíksson, umsjónarmaður árinn- ar, segir þessa miklu veiði á stórum löxum gleðilega en þó ekkert endi- lega koma sér á óvart. „Nú er að ganga önnur kynslóð af stórlaxi sem við höfum verið að ala sérstaklega,“ segir hann en eins og menn vita eru Rangárnar hafbeitarár. „Mömmur, pabbar, ömmur og af- ar þessara laxa eru stórlaxar og það skilar sér því stórlaxagenið erfist,“ segir hann. „Nú eru 40 til 50 prósent veiðinnar í Eystri-Rangá stórlaxar og ganga snemma en svo ölum við smálax sem gengur inn í haustið.“ „Virðist vera fullt af laxi í ánni“  Einstök byrjun á Nessvæðinu í Aðaldal  Meðallengd laxanna í byrjun var 86 cm  Tveir 106 cm hafa veiðst og margir um 100 cm  Önnur kynslóð stórlaxaræktunar í Eystri-Rangá er að skila sér Morgunblaðið/Einar Falur Fumlaust Kristinn Á. Ingólfsson háfar nýgenginn lax fyrir skoskan veiði- mann við Djúpós, neðsta veiðistað í Ytri-Rangá. Mikil veiði er í ánni. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is* Tölur liggja ekki fyrir Eystri-Rangá (17) Blanda (14) Ytri-Rangá & Hólsá (12) Þverá-Kjarrá (14) Norðurá (15) Miðfjarðará (6) Haffjarðará (6) Langá (12) Laxá í Aðaldal (18) Víðidalsá (8) Elliðaárnar (6) Vatnsdalsá (6) Hítará (4) Flókadalsá (8) Haukadalsá (5) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra Á sama tíma 2014 Staðan 6. júlí 2016 91 515 209 488 630 301 185 130 132 95 129 79 83 130 * 160 615 61 334 329 203 197 60 131 75 125 125 88 72 * 1111 1020 916 721 634 608 472 374 266 251 227 220 173 149 153 Lukkulegur Cédric Hannedouche við Kirkjuhólmakvísl á Nessvæðinu í Aðaldal með rúmlega tuttugu punda lax, 101 cm langan. Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opið virka daga frá 9 til 18 og laugardaga frá 12 til 16. Verið velkomin í reynsluakstur. FJÖLHÆFUR OG SPARSAMUR VINNUFÉLAGI Opel Vivaro 1,6 dísel ECOFLEX notar aðeins 6,1l/100 km miðað við blandaðan akstur. Verð frá 3.379.000 kr. án vsk. Kynntu þér Opel Vivaro á opel.is eða á benni.is OPELVIVARO

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.