Morgunblaðið - 09.07.2016, Síða 22

Morgunblaðið - 09.07.2016, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Framferðilög-regluþjóna í Bandaríkjunum gagnvart minni- hlutahópum er enn og aftur í sviðsljósinu eft- ir að tveir blökkumenn voru skotnir til bana með um sólar- hrings millibili, fyrst Alton Sterling í ríkinu Louisiana og síðan Philando Castile í Minnesota. Myndskeið voru tekin af báðum atvikum og mátti nánast ráða af þeim að viðkomandi lögreglumenn hefðu tekið mennina af lífi án dóms og laga. Athygli vekur, að það sem af er þessu ári hefur lögreglan í Bandaríkjunum þegar vegið um 550 manns. Það samsvarar um þremur mannslífum á dag. Nú skal ekki dregið úr því að aðstæður lögreglumanna vestra eru oft erfiðar og oft verður ekki umflúið að beita banvænum ráðum til þess að yfirbuga ofbeldismenn. Það átti hins vegar ekki við í þess- um tveimur tilfellum. Því blossaði skiljanlega upp mikil reiði, einkum meðal bandarískra blökkumanna, sem geta með nokkrum rétti sagt að þeir sitji ekki við sama borð og aðrir þjóðfélagshópar í Bandaríkjunum, sérstaklega þegar kemur að samskiptum við lögregluna. Of oft lyktar þeim samskiptum með því að einhver lætur lífið, algjörlega að tilefnislausu. Reiðin getur hins vegar ekki réttlætt hina fólskulegu árás í Dallas, þar sem fjórir vopnaðir menn tóku sig til og nýttu sér mótmæli til þess að skjóta á lög- reglumenn úr launsátri. Fimm lögreglumenn lét- ust og sjö til við- bótar særðust í árásinni. Má ekki síður tala um aftökur í því samhengi. Ástandið í Bandaríkjunum er á suðupunkti eftir þessi at- vik, sem sýna því miður hversu skammt á veg sam- skipti ólíkra kynþátta eru komin í Bandaríkjunum. Snjallsímabylting síðustu ára hefur svipt hulunni af því hversu miklir þeir brestir eru, og er fólk skiljanlega slegið yfir því þegar það sér ofbeld- isverk í beinni útsendingu, hvort sem þau eru framin af eða gegn lögreglunni. Ljóst er að grípa þarf til að- gerða til að koma í veg fyrir að lögreglumenn vestan hafs fari ítrekað út fyrir valdmörk sín. Ein leið sem reynd hefur verið með góðum árangri er að koma fyrir myndavélum framan á lögregluþjónunum, sem taki upp öll samskipti þeirra við borgarana. Hefur það úrræði bætt hegðun þeirra sem lögreglan hefur af- skipti af, sem og lögreglu- mannanna sjálfra. Þá þurfa yfirvöld í Banda- ríkjunum að fara vel yfir það hverjir ráðast til lögreglu- starfa. Það getur ekki verið eðlilegt ástand að rúmlega þúsund manns láti árlega lífið í samskiptum sínum við lög- regluna. Gagngerrar hug- arfarsbreytingar virðist þörf í nálguninni þar til lögreglu- starfa. Hugarfarsbreytingar er þörf í Bandaríkjunum} Aftökur í beinni útsendingu Athyglisvert hef- ur verið að fylgj- ast með upp- gangi fyrirtækisins Trackwell, sem sérhæfir sig í búnaði til eftirlits í sjávar- útvegi. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að búnaður frá fyrirtækinu hefði nú verið tekinn til notkunar í eftirliti á Kyrrahafinu. Er hann notaður til að vakta 100 milljóna fer- kílómetra svæði og nær eft- irlitið til 40 ríkja sem þar eiga lögsögu. Þetta kerfi er afrakstur 20 ára þróunar og samstarfs við Landhelgisgæsluna, Neyð- arlínuna og sjávarútvegsráðu- neytið og hefur slípast til með notkun hér. Búnaður Track- well nýtist með margvíslegum hætti, allt frá til- kynningarskyldu til fiskveiðieft- irlits. Hann gagnast einnig útgerðinni á tímum aukinna krafna um upplýsingar vegna þess að hann gerir kleift að rekja uppruna fisksins frá því hann er dreginn úr hafi þar til hann hafnar í borði fisksalans. Marel er annað fyrirtæki, sem farnast hefur vel í að nýta hugvit og þekkingu til fram- fara í sjávarútvegi. Velgengni Trackwell er gott dæmi um hvernig nýta má hugvitið til að uppfylla þarfir atvinnu- greinar þar sem mikil þekking er til staðar og ná árangri á alþjóðlegum vettvangi. Með íslensku hugviti verður eftirlit haft með 100 milljóna fer- kílómetra hafsvæði} Í krafti hugvits Í júní sl. var kæru undirritaðrar vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál. Kæran var vegna orðsendinga sem bandarísk yfirvöld sendu íslensk- um stjórnvöldum í júní og júlí 2013 og vörðuðu uppljóstrarann Edward Snowden. Utanríkisráðuneytið hafði neitað að upplýsa um efni erindanna á þeirri forsendu að þau féllu undir lög um meðferð sakamála, og þar af leiðandi utan gildissviðs upplýsingalaga, en á sama tíma og fyrrnefndar orðsendingar bárust til Íslands sendu bandarísk yfirvöld erindi til Noregs og annarra nágrannaríkja þar sem fjallað var um handtöku og framsal Snowden, ef hann ferðaðist þangað. Eftir átta mánaða málsmeðferð komst úr- skurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að réttur til aðgangs að gögnunum yrði ekki byggður á upplýsingalögum. „Enda þótt umbeðnar orðsendingar feli ekki í sér formlega beiðni um framsal sakamanns þykir mega leggja til grundvallar að þær séu í vörslum utanríkisráðuneytisins sem liður í meðferð erinda frá er- lendum yfirvöldum um aðgerðir hér á landi í tengslum við sakamál,“ sagði m.a. í niðurstöðunni. Orðalagið hér að framan og tímasetningar bréfsend- inganna gefa til kynna að umrædd erindi séu áþekk þeim sem bárust Noregi og öðrum Norðurlandaríkjum. Þau hafa verið birt, m.a. af NRK, og bera það ekki með sér að flokkast til trúnaðargagna. Eitt skjalið er merkt „unc- lassified“. Engu að síður hafa íslensk stjórnvöld, þ.e. ut- anríkisráðuneytið, ákveðið að halda þeim erindum sem hingað bárust leyndum, og hamla þannig um- fjöllun og umræðu um mikilvægt mál. Í rökstuðningi mínum fyrir úrskurð- arnefndinni vísaði ég m.a. til þess að það virt- ist ekki varða ríka hagsmuni að halda efni orð- sendinganna leyndum. Á hinn bóginn varðaði almannahagsmuni að fjallað væri um málið; að upplýsa hvað bandarísk yfirvöld hefðu farið fram á og á hvaða forsendum, og ekki síður hver viðbrögð íslenskra stjórnvalda hefðu ver- ið eða yrðu, ef til kastanna kæmi. Þá kom ég einnig inn á þá umræðu sem nú á sér stað um stöðu uppljóstrara og ályktun Evrópuþings- ins þar sem aðildarríki ESB voru hvött til að koma í veg fyrir framsal Snowden. Málinu lauk án þess að utanríkisráðuneytið eða úrskurðarnefndin tækju afstöðu til rök- stuðningsins. Það var nóg að segja nei og vísa í lagabókstafinn. Það má draga lærdóm af þessum málalokum. Í fyrsta lagi virðist hægur leikur fyrir stjórnvöld að komast hjá því að deila upplýsingum ef þau geta vísað til undanþágu- ákvæða upplýsingalaga. Eðli málsins samkvæmt komast þau á sama tíma hjá því að svara rökstuðningi þess sem hefur óskað eftir upplýsingunum. Í öðru lagi er máls- meðferðartími úrskurðarnefndarinnar óásættanlega langur og úrræðið máttlaust eftir því. Í þriðja lagi, og það sem er mest um vert, þá er niðurstaðan glatað tæki- færi; tækifæri til að opna á aðkallandi umræðu, þ.e. um uppljóstrara og uppljóstranir, og formlega afstöðu stjórnvalda til þeirra. Það er miður. holmfridur@mbl.is Leynd hvílir á Snowden-erindum Hólmfríður Gísladóttir Pistill STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjöldi tilkynninga tilNáttúrufræðistofnunar Ís-lands um spánarsnigla þaðsem af er sumri hefur sleg- ið fyrri ársmet og það rækilega. Þó er helsti sniglatíminn eftir, en hann er síðsumars. Þetta kemur fram á Fa- cebook-síðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. „Ekki er einleikið hvað flest bönd berast að sama uppruna,“ segir á síðunni. Ljóst þykir að snigillinn verði ekki stöðvaður en æskilegt er að hemja dreifingu hans ef kostur er, að sögn Náttúrufræðistofnunar. Erling Ólafsson skordýrafræð- ingur setti inn viðvörun á Face- book-síðuna Heimur smádýranna þann 16. júní sl. Ástæðan var sú að honum höfðu þá borist tilkynningar um spánarsnigla frá þremur stöðum á Norðurlandi. Sniglarnir höfðu allir fylgt blómabökkum með stjúpum sem keyptar voru frá sömu blómaversl- anakeðju. Böndin bárust að Blómavali, sem kaupir öll sumarblóm frá innlendum ræktendum eða innlendum heild- sölum. Verslanakeðjan taldi ekki unnt að rekja þau tilfelli þar sem sniglar fundust í blómabökkum til einstakra ræktenda. Strax var gripið til ráðstaf- ana hjá Blómavali vegna sniglanna, að sögn rekstrarstjóra fyrirtækisins. Skerið af þeim hausinn Í gær sendu Umhverfisstofnun og Matvælastofnun út tilkynningar vegna útbreiðslu spánarsnigils. Tilkynningu Umhverfisstofn- unar er beint til almennings. Þar seg- ir að afar mikilvægt sé að sporna við því af öllu afli að snigillinn nái að festa sig hér í sessi. „Almenningur er hvatt- ur til þess að fylgjast vel með í garð- inum hjá sér og uppræta snigilinn um leið og hans verður vart en til þess má beita ýmsum aðferðum,“ segir í til- kynningunni. Þá er áréttað mikilvægi þess að tilkynna fundinn til Nátt- úrufræðistofnunar Íslands með upp- lýsingum um fundarstað, aðstæður þar og dagsetningu ásamt ljós- myndum. Umhverfisstofnun segir að þegar spánarsnigilar finnist í heimilisgarði sé árangursríkast að tína þá og drepa. Það er hægt að gera með því að skera af þeim hausinn, setja þá í heitt vatn eða frysta. Síðan má setja þá í al- mennan heimilisúrgang. Hægt er að útbúa sniglagildrur eða kaupa þær í garðvöruverslunum og setja í þær ávaxtaafganga eða bjór til að laða sniglana að. „Mikilvægt er að eyða öllum lífsstigum spánarsnigilsins og þar eru eggin ekki undanskilin. Þau má finna í 10-200 eggjaklösum á stöð- um þar sem raki helst hár eins og undir pottum og bökkum, steinum og spýtum eða undir gróðri. Þau drepast líka í heitu vatni eða í frosti eins og sniglarnir.“ Tilkynningu Matvælastofnunar var beint til plönturæktenda og dreif- ingaraðila. Þar er því beint til þeirra sem rækta plöntur til sölu að gæta þess vel að spánarsnigill dreifist ekki með plöntunum. Sé grunur um að spánarsnigill sé á svæðinu þurfi að grípa til aðgerða. „Það er ábyrgð ræktanda að dreifa ekki skaðvöldum og ef því er sinnt þarf ekki að beita þvingunar- úrræðum sem þessar stofnanir hafa heimild til að beita.“ Tíður þvottur gólfs og jarðvegs með heitu vatni er áhrifarík aðgerð gegn sniglinum. Eft- ir það er mikilvægt að hindra skrið snigla aftur inn á ræktunarsvæðið. Mjög mikilvægt er að plöntur sem á að flytja annað til sölu séu ekki geymdar þar sem sniglar komast að. Þá er einnig minnst á að pardussnigill éti spánarsnigil í einhverjum til- vikum. Blásið til stríðs gegn spánarsniglinum Ljósmynd/Erling Ólafsson Spánarsniglar Göngumaður í Grafarvogi sá spánarsnigla í nágrenni við moltugerð Sorpu. Hann tók sniglana og færði þá Náttúrufræðistofnun. Spánarsniglar verða allt að 15 cm langir og eru mikil átvögl. Þeir éta um hálfa þyngd sína á dag og leggjast m.a. á mat- jurtir. Spánarsnigill fannst fyrst hér á landi árið 2003 í Reykjavík og Kópavogi. Síðan hefur snigillinn fundist æ víðar um landið, að því er fram kemur á pödduvef Náttúrufræðistofnunar Íslands. „Spánarsnigill dreifist nær eingöngu af mannavöldum, einkum sem egg eða ungviði með plöntum og jarðvegi. Hann er orðinn geysialgengur í ná- grannalöndunum og er þar orð- inn til mikils skaða í görðum og garðrækt,“ segir á pöddu- vefnum. Náttúrufræðistofnun óskar eftir að fá upplýsingar um fundarstaði spánarsnigla. „Mikilvægt er að sporna gegn landnámi spánarsnigils eins og frekast er unnt og skal því tor- tíma þeim sniglum sem ekki gefst kostur á að skila til Nátt- úrufræðistofnunar.“ Ágengur skaðvaldur SPÁNARSNIGILLINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.