Morgunblaðið - 09.07.2016, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.07.2016, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Heyskapur Sláttur gengur víða vel og Margrét Lóa, Kristjana Ársól og Ásgeir Skarphéðinn komu sér vel fyrir á baggavagninum í Gerðum í Flóahreppi í blíðunni í fyrrakvöld. Ingveldur Ég hef haft orð á því áður. Það tímabil í starfsemi Hæstaréttar Íslands, sem nú stendur yfir, verður þegar fram í sækir talið tímabil mestu niðurlægingar í sögu réttarins. Því valda framar öðru dómar réttarins í saka- málum, sem höfðuð voru eftir hrunið mikla, gegn ýmsum borgurum fyrir að hafa brotið af sér með refsiverðum hætti í aðdraganda efnahagsáfall- anna haustið 2008. Það er eins og dómstóll- inn hafi tekið sér fyrir hendur að friða al- menning, sem hefur haft uppi sakir á hendur mörgum þessara manna og þá einkum þeim sem falla undir það að vera taldir „útrásarvíkingar“. Við þessa starf- semi réttarins hafa sakborningar ekki not- ið þess réttar sem meginreglur segja að allir sakaðir menn skuli njóta. Þeir eru bara dæmdir án frambærilegra forsendna og þá eftir atvikum til margra ára fangels- isvistar. Umboðssvik? Nú síðast kom fram í fréttum að Mann- réttindadómstóll Evrópu (MDE) hefði sent íslenska ríkinu spurningar varðandi með- ferð dómstólsins á svokölluðu Al-Thani máli. Þær eru af alvarlegum toga og varða rétt sakborninganna til að verjast ákær- unum. Raunar er það svo að aðrar afar áleitnar spurningar sem varða þessa dóma hafa ekki verið bornar upp við MDE, þar sem alvarlegar misfellur í meðferð inn- lendra dómstóla á málunum varða inn- lenda lagaframkvæmd og geta ekki fallið undir brot á Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Þar má kannski einkum nefna með- ferð Hæstaréttar á svonefndum umboðss- vikabrotum. Til þess að unnt sé að sakfella menn fyrir slík brot þarf ýmsum skilyrðum að vera fullnægt. Meðal annars þurfa brot- in að hafa verið framin í auðgunarskyni, það er að segja að markmið þeirra þarf að hafa verið að auðga brotamann eða aðra á kostnað þeirrar stofnunar sem viðkomandi fór með umboð fyrir. Hér hefur fjöldi manna verið sakfelldur fyrir slíkt, þó að öllum hafi mátt vera ljóst að tilgangur þeirra var ekki að auðga sjálfa sig eða aðra á kostnað bankanna, heldur var miklu fremur um að ræða tilraunir til að bjarga þessum stofnunum frá þeim fjárhagslega skaða sem ekki reyndist umflúinn. Skoðanir erlendra fræðimanna Bankar féllu víðar en á Íslandi. Meðal annars gerðist þetta í nágrannalöndum okkar eins og í Danmörku. Það er hins vegar einungis á Íslandi sem svona mál hafa verið höfðuð. Það er vegna þess að iðkendur lögfræði í öðrum löndum hafa gert sér ljóst að hér var ekki um refsiverðar sakir að ræða. Meðal annars hafa færustu fræðimenn þar ytra látið slík- ar skoðanir í ljós. Vísast hér til álitsgerða tveggja danskra fræðimanna um Al-Thani málið, prófessors dr. jur. Er- iks Werllauff frá sumrinu 2014 og prófessors í refsirétti Lars Bo Langsted haustið 2014. Báðar þessar álitsgerðir hef ég lesið. Niðurstöður þeirra eru afdráttarlausar. Hvers vegna gerir dómstóllinn þetta? Það er ekki bara málið sem kennt er við Al-Thani sem farið hefur yfir fyrstu hindr- un við MDE. Þar eru að minnsta kosti nokkur mál önnur úr þessum flokki sem komin eru á svipaðan stað og menn bíða svara frá íslenska ríkinu. Og ég spái því að fleiri eigi eftir að bætast við. Auðvitað er ekki á þessu stigi unnt að fullyrða um nið- urstöður þar ytra. Þær munu koma síðar. Það er hins vegar enginn vafi á að Hæsti- réttur Íslands hefur með alvarlegum hætti brotið á rétti sakborninga í þessum málum. Og þá vaknar spurningin ágenga: Hvers vegna gerir dómstóllinn þetta? Er einhver annar metnaður í gangi en að dæma bara eftir lögum? „Þeir eiga ekkert betra skilið“ Það hefur meðal annars vakið athygli að margir menn fagna þessum dómum. „Þeir eiga ekkert betra skilið.“ Á bak við slíkar athugasemdir er greinileg fáviska um þau skilyrði sem nauðsynlegt er að uppfylla til þess að unnt sé að sakfella menn fyrir refsiverða háttsemi og dæma þá til fang- elsisvistar. Allir Íslendingar ættu að skilja að dómstólastarfsemin þarf að lúta þeim kröfum sem gilda í réttarríkjum. Enginn veit hvenær hann sjálfur þarf að eiga undir slíku. Það er því mikil skammsýni að fagna nú þessum ódæmum. Það gera samt jafn- vel málsmetandi menn og hrósa þá dóm- stólnum fyrir að „þora“ að kveða upp svona dóma. Og dómstóllinn virðist láta stjórnast af þessum lágreistu hvötum. Því miður. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Það er hins vegar ein- ungis á Íslandi sem svona mál hafa verið höfðuð. Það er vegna þess að iðkendur lög- fræði í þessum löndum hafa gert sér ljóst að hér var ekki um refsiverðar sakir að ræða. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er fyrrverandi dómari við Hæstarétt. Bara á Íslandi Aðkoma kirkjunnar að máli hælisleitenda í liðinni viku hefur vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Að gefnu tilefni skal tek- ið fram að aðgerð- unum í Laugarnes- kirkju var eingöngu ætlað að vekja athygli á stöðu hælisleitenda í anda kærleika og mannúðar. Kirkjan beitir sér og á alltaf að beita sér í þágu þeirra sem standa höllum fæti. Það er kristin trú í verki. Aðgerðunum í Laugarneskirkju var ekki beint gegn lögreglu, stjórn- völdum eða öðru samstarfsfólki okk- ar á nokkurn hátt. Eðlilega eru skoðanir skiptar um réttmæti þess- ara aðgerða og hvernig að þeim var staðið. Þjóðkirkjan hefur bæði fund- ið fyrir stuðningi og sætt gagnrýni í fjölmiðlum, samskiptamiðlum, sím- tölum og tölvupóstum fólks sem bor- ist hafa Biskupsstofu. Ýmis sjónarmið og ábendingar hafa komið fram sem verða kirkj- unni gagnlegar við frekari stefnu- mótun í málefnum hælisleitenda og flótta- manna. Hið sama má segja um gagnrýni á þá stöðu sem þjónar lög- reglunnar voru settir í er þeir reyndu að sinna skylduverkum sínum við viðkvæmar aðstæður. Lögregla var upplýst fyrir fram um hvað til stæði en undirbúa hefði mátt aðgerðir betur. Hvers vegna þessar aðgerðir? Kirkjan er vettvangur hjálpar- starfs og í sóknum landsins er að- stoð iðulega veitt þeim sem eiga á brattann að sækja. Bent hefur verið á að óvenjulegt sé að kirkjunnar fólk taki svo afgerandi afstöðu með hælisleitendum. Hvað með aðra samfélagshópa, öryrkja, aldraða, einstæða foreldra, þá sem misst hafa heimili sín? Og þannig mætti áfram telja. Slíkar ábendingar eru rétt- mætar en draga þó ekki úr mikil- vægi þess sjónarmiðs sem kirkjan vildi koma á framfæri í þessu tilviki. Fólkið í kirkjunni hlýtur að taka afstöðu með fólki í neyð. Þannig hög- um við okkur í samræmi við kær- leiksboðskap kristinnar trúar. Okkur ber að standa vörð um rétt- indi fólks hvar sem það fæðist. Málefni hælisleitenda varða grund- vallarspurningar um mannréttindi, mannúð og óttaleysi um eigið líf. Kirkjugrið í nágrannalöndum Kirkjan í nágrannalöndum okkar, svo sem Noregi, beitir sér í þágu hælisleitenda á sambærilegan máta og Laugarneskirkja lét reyna á. Kirkjan hefur þar skotið skjólshúsi yfir hælisleitendur á meðan stjórn- völd afgreiða umsóknir þeirra. Kirkjunnar fólk, leikir og lærðir, leggur þar sitt af mörkum í sam- starfi við yfirvöld til að mæta vanda þeirra og veita þeim stuðning. Á meðan fá þessir einstaklingar að vera í umsjón kirkjunnar og yfirvöld leggja áherslu á að ljúka máli þeirra á málefnalegan máta. Málefni hælisleitenda og flóttamanna Málefni hælisleitenda og flótta- fólks hafa verið á dagskrá hjá ís- lensku þjóðkirkjunni undanfarin ár. Prestastefna 2014 ályktaði um mál- efni hælisleitenda og hvatti biskup Íslands til að standa fyrir málþingi þar sem fjallað yrði frekar um þessi brýnu mál. Þjóðmálanefnd kirkj- unnar tók að sér að beiðni biskups að standa fyrir málþinginu og var efnt til samstarfs um það við Útlend- ingastofnun, utanríkisráðuneytið og Rauða kross Íslands. Málþingið fór fram í Norræna húsinu haustið 2015 undir yfirskriftinni „Hver er náungi minn?“. Málþingið skilaði af sér tillögu að sáttmála sem kirkjuþing 2015 tók sérstaklega fyrir og lýsti ánægju sinni með. Kirkjuþingið samþykkti einnig hvatningu til kirkjunnar í heild að taka áfram frumkvæði í samfélagsmálum enda væri það hlutverk kirkjunnar fólks að hlúa að samfélags- og mannúðarmálum og vera rödd kærleika og umburðar- lyndis. Sóknir þjóðkirkjunnar voru hvatt- ar til að láta sig málið varða, m.a. með því að „hafa eyru og hjörtu opin fyrir reynslu og líðan þeirra sem koma hingað frá öðrum löndum og reyna að fóta sig í nýju landi og að vera talsmenn þeirra sem hafa ekki rödd í samfélaginu.“ Laugarneskirkja Ýmsir söfnuðir hafa látið gott af sér leiða í þessu sambandi. Málið hefur því verið á dagskrá í kirkjunni undanfarin misseri, umræða hefur átt sér stað innan stofnana hennar og milli stofnana samfélagsins að frumkvæði kirkjunnar. Þá má nefna að Laugarneskirkja, í samstarfi við prest innflytjenda, hefur sérstak- lega látið sig varða um málefni hælisleitenda og flóttamanna og veitt þeim margvíslega þjónustu. Skrefið sem stigið var með tákn- rænum kirkjugriðum í Laugarnes- kirkju í liðinni viku var því framhald af þessari vinnu. Markmiðið var fyrst og fremst að veita hælisleit- endunum þann stuðning að fá húsa- skjól og samfélag í erfiðum að- stæðum sem við þeim blöstu og vekja athygli á stöðu þeirra í ís- lensku samfélagi. Vonandi verður sú athygli og umræða til góðs. Eftir Agnesi M. Sigurðardóttur » Fólkið í kirkjunni hlýtur að taka af- stöðu með fólki í neyð. Þannig högum við okkur í samræmi við kærleiks- boðskap kristinnar trúar. sr. Agnes M. Sigurðardóttir Höfundur er biskup Íslands. Aðgerðirnar í Laugarneskirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.