Morgunblaðið - 09.07.2016, Page 24

Morgunblaðið - 09.07.2016, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Forræðishyggjan er að missa forræðið: Drög að nýjum nafnalögumliggja fyrir hjá innanríkisráðuneytinu. (Sjá vefsíðu ráðuneytisins).Þetta er fagnaðarefni sem vert er að allir kynni sér. Lagt er til aðótal íþyngjandi kúgunarákvæði falli brott. Engar hömlur verða t.d. á fjölda nafna sem einstaklingur má bera. Loks geta því foreldrar látið af deil- um um nafngiftir og nefnt barn sitt að vild öllum þeim nöfnum sem til greina koma. Málið leyst. Ákvæði um að eiginnafn skuli vera íslenskt hverfur einnig góðu heilli. Ís- lensk börn fá þar með loks óheftan aðgang að nafnafjársjóðum heims- tungnanna. Slík nöfn þurfa að sjálfsögðu ekki að lúta íslenskum beyging- arreglum samkvæmt tillögunum. Galli er hinsvegar að áfram er gert ráð fyrir að íslensk nöfn verði að beygjast. Drengir (og stúlkur) sem heita Egill mega því áfram sæta þeim órétti að breytast í Agli í þágufalli með öllum þeim óþæg- indum sem slíku fylgja. Hér er ekki gengið nógu langt í frelsisátt. Ófrelsi felst einnig í kröf- unni um að eiginnöfn skuli vera nafnorð og án greinis. Hvers vegna ekki lýsingar- orð? Af hverju má drengur ekki heita Bleik og stúlka Blár? Hvaða rök eru fyrir því að barn megi heita Köttur en ekki Kötturinn? Órökstudd kvöð er einnig sett um stóran staf í upphafi nafns. Augljós mismunun hlýst af því: Fólk sem t.d. dáir bandaríska skáldið e.e. cummings getur ekki nefnt börn sín eftir honum en aðdáendur Walts Whit- mans eiga frítt spil. Hér þarf að gera betur. Ekki verður lengur farið í kyngreinarálit í nafngiftum og þarf vart að eyða orðum að því hversu mikill léttir verður að því að stúlkur fái loks að heita Guð- mundur og drengir Rósa. Nöfn sem geta orðið nafnbera til ama verða loks leyfð. Drulla litli og Kúkur litla eiga því vonandi eftir að lífga tilveru okkar á næstu árum. Holskeflu nýrra og skemmtilegra ættarnafna eigum við einnig í vændum. Sanna nýsköpun. Um leið fellur brott vernd eldri ættarnafna sem standa nú loks öllum til boða í anda lýðræðis. Engar hömlur verða því á nafnaflakki, en á móti kemur að vægi kennitölunnar verður nú mun meira en áður. Það verður mikið tilhlökkunarefni fyrir fólk sem hingað til hefur bara verið synir eða dæt- ur að geta nú loks fengið að prófa að vild hvernig er að vera Blöndal eða Thor- arensen eða Briem, og fá þannig að vera með í hverri ættinni á fætur annarri. Af þessu mun einnig leiða enn eitt afar jákvætt: Svívirðilegar persónunjósn- ir sem óvandaðir einstaklingar hafa lengi stundað undir yfirskini einhvers sem kallast „ættfræði“ munu heyra sögunni til. Innanríkisráðherra 031266-3009 skal hér með óskað til hamingju með frá- bært starf ráðuneytisins í frelsisátt gegn andstyggð forræðishyggjunnar. En betur má ef duga skal: Nafnorðskúgunin, greinisbannið og stórastafsþving- unin verða að víkja. “HVAÐ ER AÐ FRÉTTA HJÁ ÞÉR, 090726-2340?” „ALLT FÍNT, EN HJÁ ÞÉR 100726-1230.“ Forræðishyggjan missir forræðið Tungutak Þórarinn Eldjárn thorarinn@eldjarn.net Síðastliðinn þriðjudag var efnt til kynningar áhinni sögufrægu jörð Þingeyrum í Húnaþingi áÞingeyrarverkefninu svonefnda, en það snýstum þrennt. Í fyrsta lagi um uppgröft á minjum sem tengjast Þingeyrarklaustri, sem talið er að hafi verið stofnað 1112 eða 1133 og jafnvel verið fyrsta klaustur á Íslandi. Í öðru lagi um greiningu gróðurfars á miðöldum og í þriðja lagi um athugun á handritamenningu miðalda. Það eru hjónin Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi sendiherra og Valgerður Valsdóttir, eigendur Þingeyra, sem hafa haft forystu um að hleypa þessu verkefni af stokkunum en þau hafa fengið til liðs við sig Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, og Guðrúnu Nordal, prófessor og forstöðumann Árnastofnunar. Björn er for- maður stjórnar Þingeyrarverkefnisins en þau Guðrún og Ingimundur sitja að auki í stjórn þess. Kynningarfundurinn á Þingeyrum hófst í hinni merku steinkirkju þar, sem byggð var á 19. öld með ærnu erfiði, og þar gerði dr. Steinunn Kristjáns- dóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, grein fyrir forn- leifagreftri sem hafinn er á þeim stað þar sem talið er að klaust- urkirkjan hafi staðið. Auk hennar töluðu Þór Hjaltalín frá Minja- stofnun og Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorra- stofu, sem er í samstarfi við verkefnið. Umsjón með gróðurfarsrannsóknum hefur Egill Erlendson lektor. Kirkjan var full og augljóst að fólkið í sveitinni frá ná- lægum bæjum og byggðum hefur mikinn áhuga á þessu verkefni, sem skýrt kom fram í spurningum frá fjölmörg- um gesta til fyrirlesara. Meðal viðstaddra var Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. Viðstöddum var boðið til kaffidrykkju í Klausturstof- unni, sem reist hefur verið í námunda við kirkjuna, en gengu síðan í fylgd fornleifafræðinga til þess að kynna sér uppgröft á staðnum sem hafinn er. Til þess að und- irbúa þann uppgröft hafa m.a. verið notaðar myndir teknar úr drónum, sem bersýnilega koma að gagni við fleira en stríðsrekstur! Þingeyrar hafa bersýnilega verið fyrr á tíð ein af valdamiðstöðvunum á Íslandi, bæði menningarlega og trúarlega en að einhverju leyti pólitískt séð líka. Þannig var Húnavatnsþing, sem var eitt af vorþingum fyrri tíma, um skeið á Þingeyrum, þótt þess sé ekki getið eftir stofn- un Þingeyrarklausturs, að því er fram kemur hjá Jakobi Benediktssyni í fyrsta bindi af Sögu Íslands. Sigurður Líndal segir í sama bindi um upphaf klausturstarfsemi á Þingeyrum: „Rúdolf biskup fór þá á fund erkibiskups í Brimum, er sendi hann til Íslands, þar sem hann dvaldist til 1049. Hann er í íslenzkum heimildum nefndur Hróðólfur og tók sér bólfestu að Bæ í Borgarfirði. Af Landnámabók (Hauksbók) má ráða að þar hafi hann sett munklífi: „En er Hróðólfur biskup fór brott úr Bæ, þar er hann hafði búið, þá voru þar eftir munkar þrír“, segir þar. Hefur þess verið getið til, að þeir hafi myndað vísi að Þing- eyrarklaustri, er það var sett á fót löngu síðar.“ Um stofnun Þingeyrarklausturs segir Magnús Stefánsson í öðru bindi Sögu Íslands: „Fyrsta klaustrið, sem reyndist lífvænlegt, hefur lík- lega verið stofnað af Jóni biskupi Ögmundssyni að Þing- eyrum í Húnaþingi árið 1112. Ef sú er raunin, hefur hér ef til vill framan af verið um að ræða eins konar sellu undir stjórn príors og hugsanlegt er, að einhverjir munkanna frá Bæ hafi lent til Þingeyrarklausturs, þó að ekki verði það sannað. Biskupinn kann einnig að hafa sótt munka til meginlands Evrópu. Fyrsti ábótinn kom að klaustrinu 1133, sem menn fyrr töldu stofnunarár þess. Hvað sem því líður er öruggast að gera ráð fyrir að reglulegt klaust- urhald hafi fyrst hafizt þá, hvort sem einhverjir munkar hafi verið þar áð- ur eða ekki.“ Munkarnir gerðu fleira en að iðka trú sína að Þingeyrum. Í öðru bindi Sögu Íslands segir Jónas Kristjánsson: „Í sögum Þingeyrarmunka birtist tvíþættur uppruni íslenzkra fornsagna. Annars vegar eru samtíðarsögur, skráðar eftir munnlegum frásögnum, vaxnar upp af gagnorðum fróðleik Ara og Landnámu. Sverrissaga er fulltrúi fyrir þessa grein bókmennta. Hins vegar eru for- tíðarsögur um norræna helgimenn, mótaðar eftir erlend- um dýrlingasögum, hlaðar ýkjum og yfirnáttúrlegu efni og stundum frumritaðar á latnesku bókmáli. Dæmi um slíkar bókmenntir eru helgisögur um Ólaf Tryggvason og Ólaf Helga.“ Hér hefur verið vitnað til umfjöllunar um Þingeyrar í hinu mikla ritverki Sögu Íslands, sem útgáfa hófst á árið 1974 og senn fer að ljúka. Staðreynd er að staðurinn kemur við sögu í bindi eftir bindi, sem sýnir að næstu aldir heldur hann stöðu sinni sem menningarsetur og að hluta til einhvers konar valdamiðstöð í íslenzku sam- félagi. Áhugi sveitunga þeirra Þingeyrarhjóna á þessu verk- efni vakti athygli aðkomumanna. En staðreynd er að Þingeyrarverkefnið getur haft grundvallarbreytingar í för með sér fyrir Húnaþing til langrar framtíðar. Með fornleifarannsóknum og öðrum rannsóknum er lagður grundvöllur að endurreisn Þingeyra, sem sögulegs menningarseturs á þessum slóðum. Um leið og Þingeyrar rísa á ný rís Norðvesturland í margvíslegum skilningi. Og milljónir ferðamanna fá tækifæri til að kynnast liðinni tíð á þessari norðlægu eyju sem þeir eru að byrja að taka eftir. Þess vegna á að hlúa að Þingeyrarverkefninu eins og öðrum slíkum sögulegum og menningarlegum verk- efnum, svo sem uppbyggingu Snorrastofu í Reykholti. Það eru fleiri slík tækifæri á Íslandi, sem á að nýta. Þingeyrarverkefnið – fyrirmynd að fleiri slíkum Þingeyrarverkefnið getur gjörbreytt Húnaþingi til lengri tíma Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Hér hef ég rifjað upp, að fyrirþingkosningarnar í apríl 2009 var laumað frétt um það í Stöð tvö, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði tekið við 30 milljón króna styrk frá FL- Group árið 2006. (Hvaðan skyldi fréttin hafa komið?) Olli þetta upp- námi, og missti flokkurinn eflaust verulegt fylgi fyrir vikið. Af þessu tilefni upplýsti Samfylkingin, að hún hefði árið 2006 alls tekið við 36 millj- ónum frá fyrirtækjum. Í rannsókn Ríkisendurskoðunar eftir kosningar kom í ljós, að Samfylkingin hafði ekki tekið við 36 milljónum frá fyr- irtækjum þetta ár, heldur 102 millj- ónum. Margrét S. Björnsdóttir, sem skipulagt hefur nám í stjórn- málafræði í Háskóla Íslands, var for- maður framkvæmdastjórnar Sam- fylkingarinnar frá því í mars 2009 fram í febrúar 2013. Af þessum 102 milljónum króna telst mér til, að 26,5 milljónir hafi komið frá fyrirtækjum Baugsveld- isins (8 milljónir frá FL-Group, 5,5 frá Íslandsbanka, 5 frá Baugi, 5 frá Dagsbrún, 1,5 frá Teymi, 0,5 frá Víf- ilfelli, 0,5 frá Stoðum, 0,3 frá Húsa- smiðjunni, 0,2 frá ISP). Fyrirtæki tengd Ólafi Ólafssyni og viðskipta- félögum hans veittu Samfylkingunni að minnsta kosti 20 milljónir í styrki (Kaupþing 11,5 milljónir, Exista 3,5, Ker 3, Samskip 1, Samvinnutrygg- ingar 1). Frá fyrirtækjum tengdum Björgólfsfeðgum virðist Samfylk- ingin hafa fengið 15,5 milljónir (8,5 milljónir frá Landsbankanum, 5,5 frá Actavis, 1,5 frá Straumi- Burðarási). Nú tel ég ekkert athugavert við að atvinnufyrirtæki styðji aukið at- vinnufrelsi, enda er það þeim í hag ekki síður en öllum almenningi. Sjálfur hef ég iðulega aflað styrkja frá fyrirtækjum í slíka baráttu. En er eðlilegt að yfirlýstur jafn- aðarmannaflokkur taki við slíku fé, auk þess sem hann gaf fyrir kosn- ingar rangar upplýsingar um upp- hæðir? Sumir jafnaðarmenn hafa snúist gegn þessu framferði. „Við eltum áður hagsmuni bankadrengja og útrásargosa,“ sagði Árni Páll Árnason á ársfundi Alþýðu- sambands Íslands 22. október 2009. Þegar Össur Skarphéðinsson var spurður á Alþingi 14. apríl 2010 hvort jákvæða afstöðu Samfylking- arinnar til Baugsveldisins mætti rekja til tengsla sumra forvíg- ismanna hennar við það, kvað hann það „hugsanlegt“ og bætti við að sér hefði orðið „tíðhugsað um þetta“. Er ekki komið að Margréti S. Björns- dóttur að segja eitthvað líka um mál- ið? Henni er það skyldast. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Stjórnmálafræði og stjórnmálaspilling

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.