Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Síðastliðinn laugardag lést mágkona mín, Kristín Þorbjörg Ólafsdóttir, eða Stína í Ferjunesi eins og hún var ávallt nefnd. Þrátt fyrir margra ára afar erfið veik- indi sem að lokum urðu henni of- viða var hún haldin endalausri og takmarkalausri vissu um að úr myndi rætast. Bjartsýni og bar- áttuvilji einkenndi hana í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem það beindist að henni sjálfri eða öðrum. Hún var eins og traustur bíll með alla gíra áfram en engan afturábak. Ég kynntist Stínu fyrst er ég kom á heimili Ragnheiðar þá verðandi konu minnar. Strax mátti sjá að þar var mikill fjör- kálfur á ferð. Síðan þegar við Ragnheiður hófum búskap á Eyr- arbakka kom hún oft í heimsókn, sem kom sér líka vel, þar sem ég var langdvölum fjarri heimilinu við sjómennsku. Alltaf færandi glaðværð og kátínu í bæinn. Það kom stundum fyrir að við Ragnheiður komumst í heyhir- ðingu í Ferjunesi á þeim tíma sem vélbundnir baggar voru við lýði. Það var talsvert erfiði að tína saman bagga á vagn úti á túni og síðan aftur inni í hlöðu. Þegar Stína tók þar til hendi var eins gott að vera ekki mikið að þvælast fyrir, því baggarnir flugu eins og fis inn að hlöðustafni. Þetta er að- eins ein af mörgum minningum um Stínu. Ég gæti rifjað þær upp, margar og góðar en það yrði langt mál, slíkur er forðinn. Ég læt því nægja að sameina þær allar eina, sem er að í Stínu fólst eitt órofa traust og trúverðugleiki. Hún var öllu sínu fólki og sveitungum vel- viljuð og bar með sér hvert sem hún fór glaðværð og bjartsýni á lífið og tilveruna. Drenglyndi hennar var viðbrugðið. Fyrir kynni mín af Stínu er ég ævinlega þakklátur og mun minning henn- ar lifa með okkur. Ingjaldi og börnum þeirra og fjölskyldu allri sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þórarinn Th. Ólafsson. Ástkær móðursystir okkar er látin. Stínu frænku fylgdi ætíð mikil gleði og stutt var í grínið með til- heyrandi smitandi hlátrasköllum. Stína var frekar hvatvís mann- eskja og frjálsleg í fasi. Við dáð- umst að þessari konu sem virtist geta allt. Við systurnar á Eyrar- bakka minnumst yndislegs tíma í Ferjunesi hjá Stínu og fjölskyldu, en þar fengum við stundum að vera á meðan foreldrar okkar voru erlendis. Stína setti það ekk- ert fyrir sig að bæta við börnum inn á heimilið. Mikið gekk á í sveitinni á sumrin og mörg verk þurfti að inna af hendi, til dæmis að gæta heimalningana sem við fengum yfirumsjón með og leidd- ist okkur ekki það verk. Við syst- ur erum henni ævinlega þakklát- ar fyrir að fá að upplifa sveitalífið í allri sinni dýrð. Síðustu allmörg ár í hennar lífi einkenndust að veikindum. Stína tók veikindum sínum með miklu æðruleysi og lét líkamlegar hindranir ekki stöðva sig. Stína kenndi okkur margt um viðhorf til lífsins, að halda áfram að lifa lífinu og alltaf að halda í vonina. Elsku Stína, þín verður sárt saknað. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt. Þínar systradætur, Ágústa, Ólöf og Kristín. Það var ekki margt sem hún Kristín frænka mín nennti ekki að gera, nema kannski að gera ekki neitt. Það varð þó hennar hlut- skipti, að verða svo fjötruð í eigin líkama að hún gat ekki gert neitt. Það er nánast óbærileg staða að komast í fyrir hvern sem er en Kristín tók því með jafnaðargeði, eins og öllu öðru sem að henni var rétt. Mínar fyrstu minningar um Kristínu eru frá því að hún var smábarn og ég nokkrum árum eldri. Hún var sérlega fallegt barn, með ljóst krullað hár og brún augu, alltaf brosandi eða hlæjandi og alltaf í góðu skapi. Mér fannst hún vera íslenska út- gáfan af bandarísku barnastjörn- unni Shirley Temple. Þegar hún fullorðnaðist fannst mér hún oft líkjast ömmu okkar að svo mörgu leyti, en það var ekki leiðum að líkjast, því amma var alltaf mín uppáhalds manneskja. Fjölskyldur okkar hittust nán- ast alla sunnudaga hjá ömmu og afa í Nökkvavoginum alla barn- æsku okkar og fram á unglingsár og það var eiginlega ekki í boði að mæta ekki. Þannig kynntumst við systkinabörnin mjög vel. Amma varð ekkja árið 1981, Nökkvavog- urinn hélt áfram að vera staður- inn sem við hittumst á, en bara ekki á einhverjum fyrirfram ákveðnum tíma og yfirleitt ekki öll í einu. Það gat því liðið langur tími á milli þess að ég hitti Krist- ínu, en þegar það gerðist var allt- af eins og við hefðum hist í gær. Það var alltaf gaman að hitta Kristínu og það var mikið fjör í kringum hana. Hún var full af lífs- gleði og alltaf á fleygiferð út og suður og m.a. skrapp hún austur fyrir fjall og fann hann Ingjald, sem síðar varð eiginmaður henn- ar. Þau stofnuðu heimili, byggðu sér hús, eignuðust fjögur mann- vænleg börn og líf þeirra gekk sinn vanagang, eins og hjá okkur flestum. Kristín var alltaf tilbúin að hjálpa öðrum, gekk glöð til allra verka og féll aldrei verk úr hendi. Líf hennar tók þó óvænta stefnu og fótunum var kippt und- an henni, í orðsins fyllstu merk- ingu, fyrstu árin hægt og bítandi, en svo af meiri hörku og engin grið voru gefin. Hvert áfallið á fætur öðru dundi yfir. Síðustu árin hafa verið Krist- ínu og fjölskyldu hennar þung- bær. Hvar og hvernig er það ákveðið hverjir eigi að takast á við stóru áföllin, eins og þau sem Kristín þurfti að takast á við? Ég veit það ekki – en sumum virðist ætlað að taka á sig meiri byrðar en öðrum. Baráttu- og viljastyrk- ur Kristínar, sem og góðmennska hennar skerpir sýn mína á hvað skiptir mestu máli í lífinu. Allir hennar góðu kostir fleyttu henni lengi áfram en ég get mér þess þó til að hún sé nú frelsinu fegin. Eiginmanni, börnum, barna- börnum og systkinum Kristínar votta ég samúð mína, sem og hon- um Óla, mínum kæra móðurbróð- ur, sem nú syrgir dóttur sína. Hugur minn og fjölskyldu minnar er hjá þeim öllum. Margrét Kristinsdóttir. Kær vinkona, Kristín Þorbjörg Ólafsdóttir, hefur kvatt langt um aldur fram. Eftir að hafa þekkst í nokkurn tíma kom í ljós að við vorum nöfnur. Hún hafði reynt eftir fremsta megni að fela seinna nafnið sitt sem henni fannst for- ljótt og líklega þess vegna varð það oft tilefni skemmtilegra um- ræðna og hláturs. Stína í Ferjunesi fór aldrei dult með skoðanir sína á mönnum og málefnum. „Maður á að segja það sem manni finnst,“ var oft við- kvæðið þegar fólki fannst hún fara of geyst. Hún vildi ekki held- ur „umgangast leiðinlegt fólk“. Það var nákvæmlega þetta sem var svo einstakt við Stínu, hún var hreinskiptin, ákveðin, þrjósk og algjörlega ófeimin. Hún var líka skemmtileg, fyndin, hláturmild, hjálpsöm og einstaklega orðhepp- in sem kom vel í ljós hvort heldur var í samræðum eða þegar hún hélt tölu við ýmis tækifæri. Stína var ævintýramanneskja og til í nánast hvað sem var. Hún fékk mig til að fara á fjórhjól í fyrsta skipti og þegar við fórum saman í ferð á Norðurlandið vildi hún ólm fara snarbrattan veg upp á topp Húsavíkurfjalls. Henni varð reyndar ekki um sel þegar ofar dró á fjallið en það þýddi ekkert að snúa við og ekki ætlaði hún að labba niður með tvær hækjur. Eftir að sjúkdómurinn ágerðist þurfti hún æ oftar að nota hjóla- stól og að sjálfsögðu urðu ýmsar uppákomur varðandi það tæki. Í Kraká í Póllandi reyndi á þol- inmæði hennar með misgóða stjórnendur stólsins. Eitt sinn var henni nóg boðið þegar sú sem stýrði stólnum kom honum ekki upp á gangstétt, þá einfaldlega stóð Stína upp, skipaði henni að setjast í stólinn, tók sjálf við stjórninni og fór létt með að klára dæmið. Á einni ferð okkar um Selfoss gekk erfiðlega að koma stólnum niður af lélegri gang- stéttarbrún. Það endaði með því að eitt dekkið gaf sig og þá voru góð ráð dýr. Eftir að lögreglan gat ekki lagað dekkið – Stínu fannst reyndar mjög fúlt að þurfa að blanda löggunni í málið – skröltum við með „þrjú hjól undir bílnum“ á áfangastað og hefur það eflaust verið skondin sjón fyr- ir aðra vegfarendur en mikið hlógum við á leiðinni. Sérríklúbb- urinn var sérstakt fyrirbæri en þar var aldursbilið tæp 50 ár og það sem klúbbmeðlimirnir fjórir áttu helst sameiginlegt var að finnast sérrí einstaklega vont en það var félagsskapurinn sem skipti máli og Stína hafði enda- laust gaman af að rifja upp gömlu dagana í Villingaholtshreppi með elsta meðlimi klúbbsins. Í veikindum Stínu kom í ljós hversu einstaka fjölskyldu hún og Ingjaldur höfðu skapað, sam- heldni og tryggð einkenndu sam- skiptin allan tímann. Ingjaldur var henni algjör klettur sem hún treysti allra manna best enda stóð hann heldur betur undir því trausti. Börnin fjögur ásamt sínum fjölskyldum sýndu henni ómetan- lega umhyggju um leið og þau sáu til þess að andrúmsloftið síðustu dagana væri eins og Stína vildi hafa það, þ.e. sannkölluð Ferju- nesstemning. Elsku Ingjaldur, Magga, Óli, Oddný Ása, Ásmundur og fjöl- skyldur. Megi minningar um lit- ríkan og yndislegan gleðigjafa ylja ykkur í sorginni. Blessuð sé minning elskulegr- ar vinkonu. Þorbjörg Vilhjálmsdóttir. Nú er komið að kveðjustund. Eitthvað sem ég á mjög erfitt með að sætta mig við. Það eru ekki mörg ár síðan ég kynntist Stínu en það var svo skrýtið að þegar við hittumst í fyrsta sinn þá fannst mér eins og ég hefði þekkt hana alla tíð. Ég hafði ekki hugsað mér að skrifa einhverja væmna minning- argrein um Stínu, það var bara ekki í hennar anda. Ég tel mig vera með frekar svartan húmor og það áttum við svo sannarlega sameiginlegt. Ég kom reglulega í Ferjunes og mikið þótti mér vænt um að fá að fylgjast með hversu vel Ingjaldur hugsaði um konuna sína í veikindum hennar. Sam- band þeirra var einstaklega fallegt og alltaf stutt í húmorinn hjá þeim báðum. Stundum kallaði hann hana „frú Þorbjörgu“ en það kunni hún ekki vel við og það vissi hann líka. Börnin þeirra Stínu og Ingjalds eru líka alveg einstök, þau gerðu allt fyrir mömmu sína og ég veit að hún kunni svo vel að meta það. Stína var alveg ótrúleg mann- eskja og ég kýs að kalla hana of- urkonu. Stundum skildi ég ekki hvernig hún fór að því að vera alltaf svona hress og kát þrátt fyrir allt sem hún gekk í gegnum. Aldrei nokkurn tímann kvartaði hún yfir örlögum sínum og alltaf var svo stutt í brosið hjá henni. Ég sagði líka stundum við hana, að ef að hún væri hross þá fengi hún sko alveg 9,8 fyrir geðslag og það fannst henni fyndið. Í Ferj- unes er alltaf gott að koma, húm- orinn og gleðin sem þar ríkir er engu lík. Fyrir mér eru það algjör forréttindi að hafa fengið að kynnast Stínu ásamt hennar ynd- islegu fjölskyldu. Ég þakka Guði löngu liðinn dag sem lét mig eignast þig að ævivin. Og öll þau blóm sem uxu á þinni leið með ilm og fegurð hresstu og glöddu mig. Og birtan sem þú breiddir yfir allt sló bjarma á lífið allt í kringum þig. Svo líða dagar, ár og ævitíð og ýmsum blikum slær á loftin blá. Í sorg og gleði alltaf varstu eins og enginn skuggi féll á þína brá. Svo brast á élið, langt og kólgukalt og krafan mikla um allt sem gjalda má. Og fljótið niðar enn sem áður fyrr og ennþá flúðin strýkur næman streng. Við blæþýtt ljóð, um blóm og sumaryl og bjarta kyrrð – í minningu um þig. (Oddný Kristjánsdóttir.) Hún Stína mín hefur alltaf átt og mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu og ég mun sakna hennar sárt. Inga Dóra Sverrisdóttir. Ég kynntist nöfnu minni Stínu í Ferjunesi á þeim árum sem við störfuðum saman við Flóaskóla. Þetta var stuttur tími, en þó nógu langur til að kynnast því hvað Stína var sterkur og skemmtileg- ur karakter. Fyrstu ár mín í Flóaskóla starfaði Stína í mötuneytinu þar sem nemendur og starfsmenn skólans fengu að njóta krafta hennar og heillandi nærveru. Sá tími sem er þó ekki síður dýrmæt- ur er tíminn sem hún gaf skól- anum eftir að hún hætti að vinna. Þá kom hún við hjá okkur í skól- anum nokkra daga í mánuði og lagði sitt af mörkum til skóla- starfsins í sjálfboðavinnu; með því að hlusta á nemendur lesa, vinna á bókasafninu og fylgjast með við- burðum í skólastarfinu. Seinna kom hún að skólastarfinu í gegn- um ömmustelpuna sína en í spjalli við Stínu skein alltaf í gegn hvað hún var stolt af börnunum sínum og barnabörnum. Ég kunni alltaf að meta það við Stínu hvað hún var ófeimin við að gefa mér góð ráð í störfum mínum í skólanum og hvað hún var dugleg að hrósa fyrir það sem henni fannst vel gert. Ég þakka Stínu nöfnu minni fyrir skemmtilega og litríka sam- veru okkar í Flóanum um leið og ég sendi fjölskyldu hennar og vin- um innilegar samúðarkveðjur. Kristín Sigurðardóttir, fyrrv. skólastjóri Flóaskóla. HINSTA KVEÐJA Nú kveð ég elsku ömmu mína í síðasta sinn. Ég á margar góðar minningar af henni. Við amma vorum oft að passa hvor aðra þegar afi skaust frá. Það gekk oft brösulega, í eitt skipti velti amma hjólastólnum úti á hlaði, en alltaf fór allt vel að lokum. Það var ekkert betra en að liggja uppi í rúmi með ömmu og horfa á Mamma Mia bíómyndina. Hún amma var alltaf með húmorinn í lagi og var alltaf hress og kát. Hvíl í friði Þín nafna til fóta, Freyja Kristín. Elsku amma. Ég keypti bláa lukt í Ikea og kveikti á kerti fyrir þig. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt. Egill Ingi. Nú kveð ég hana ömmu mína í síðasta skipti. Hún var mjög góð amma, ég keyrði hana oft í hjólastóln- um. Það var mjög skemmti- legt að vera hjá ömmu. Sólin sem skín hvern morgun og dag. Sólin í hjarta ömmu Stínu finnst mér best. Sofðu rótt. Hugrún Svala. „Það er eitthvað svo fallegt við þetta allt saman,“ er ég búin að heyra ansi oft frá fólki síðan þið, yndislegu amma og afi, skilduð við. Er svo sammála því en fyrir okkur hin sem eftir sitjum er mik- ill söknuður en líka þakklæti yfir að þið fenguð að fara saman. Ég á ekkert nema yndislegar minningar af ykkur. Amma Rósa, þú varst þessi ofurkona sem lét engan bilbug á sér finna. Gast allt, gerðir allt og hélst hlutunum gang- andi. Svo var ekki verra að þú gast samið tónlist, spilað á gítar og sungið. Svo ég tali nú ekki um hlaðborðin, þó maður ætlaði bara rétt að droppa í heimsókn þá þýddi sko ekkert að vera nýbúin að borða, nei, það var alltaf pláss fyrir kökur og vöfflur með rjóma. Svo var svo stutt í hláturinn. Þessi dill- andi hlátur, honum mun ég aldrei gleyma, elsku amma. Svo var það afi, þú þessi frekar feimni en góði maður. Þú varst alltaf svo iðinn við vöfflubakstur- inn þegar við komum til þín og ömmu. Ég kynntist þér best á þessum síðustu mánuðum og er sá tími mér dýrmætur. Það að koma til þín í heimsókn á spítalann og sjá fallega brosið þitt þegar þú sást mig koma var mér ómetanlegt. Spánarferðirnar okkar þegar ég var yngri sitja mér ofarlega í huga núna. Ykkur fannst svo gam- an að ferðast og að fylgjast með ferðalögum okkar Balla. Við töluðum um hve frábært það væri að ferðast saman og sjá heiminn – hvort sem það var frí eða bisness, eins og amma sagði. Þakklát var ég að koma á 17. júní sl. til ykkar og spjalla við þig, amma mín. Þá sá ég að það var af- þér dregið en ekki grunaði mig að þú myndir svo skilja við tveimur dögum seinna. Kvöldið áður en þú skildir við þá sat ég hjá þér í smá tíma. Þú hafðir ekki vaknað neitt yfir daginn en opnaðir augun og varst með smá meðvitund akkúrat þegar ég sat hjá þér. Þú gast hvíslað já og nei til mín. Sá klukkutími er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Ég sagði þér að ég væri að fara til London, að ég ætlaði að halda áfram að læra að spila á gítarinn hjá Balla, að ég hlakkaði til að segja börnunum mínum frá ömmu Rósu og að við myndum passa upp á Óla þinn en síðast en ekki síst náði ég að segja við þig að ég elsk- aði þig. Ég sá í fallegu augunum þínum að þú skildir mig og heyrðir í mér. Seinna um nóttina kvaddir þú. Afa hríðversnaði eftir að þú kvaddir. Fjórum dögum seinna kvaddi hann líka. Ég var hjá hon- um þegar hann skildi við og sá um leið að hann var kominn til Rósu sinnar því friður færðist yfir hann. Þegar kom að því að kveðja þennan heim og afi sá í hvað ✝ Rósa FjólaGuðjónsdóttir fæddist 23. maí 1927. Hún andaðist 19. júní 2016. Ólafur Karlsson fæddist 28. maí 1927. Hann and- aðist 23. júní 2016. Útför þeirra hjóna fór fram 30. júní 2016. stefndi hjá Rósu sinni þá settist hann hjá henni við rúmið kvöldinu áður en hún dó og hélt í höndina á henni og sagði: „Hæ Rósa, þetta er Óli þinn, við verðum alltaf saman, elsku Rósa mín.“ Ég mun segja mínum afkom- endum frá fallegu sögunni af ömmu minni og afa sem fóru yfir móðuna miklu saman eftir 70 ára samveru og sem núna vaka yfir okkur hinum. Vona að þið séuð að taka dans- spor þarna uppi við eitt af ykkar uppáhaldslögum, Dagný. Elska ykkur, takk fyrir allt og ég mun aldrei gleyma ykkur. Ykkar barnabarn, Sonja Maggý. „Ég er miklu betri,“ sagði amma við mig fyrir þremur vikum. Þessi setning lýsir henni mikið. Hún var orðin fársjúk. Amma Rósa var engu lík, spilaði á gítar, söng og samdi. Féll aldrei verk úr hendi, var af þeirri kynslóð. Amma var fagurkeri, alltaf fyrsta flokks. Hvikaði aldrei eða kvartaði. En hafði sínar skoðanir. Það var alltaf mjög spennandi að heimsækja ömmu og afa í Laug- arnesið þegar ég var barn. Amma lumaði alltaf á einhverju góðgæti og oft fékk maður litla kók í flösku. Hún var saumakona af bestu gerð. Amma saumaði brúnan frakka á mig þegar ég var lítill og öll fimm börnin mín klæddust þessum frakka þegar þau voru lítil. Amma Rósa kvaddi sunnudag- inn 19. júní og Óli afi skildi við fjór- um dögum síðar. Þau voru 89 ára, fæddust með fimm daga millibili árið 1927. Það var erfiðara að kynnast afa. Hann var alvörugef- inn en góður maður. Afi var af- burða bridsspilari og mikill veiði- maður. Hann kenndi mér vínarkerfið svokallaða og ég spil- aði aðeins í menntaskóla. Ég fékk að fara með nokkrum sinnum í laxveiði á yngri árum. Við ræddum stundum pólitík á seinni árum og fótbolta. Við vorum oft sammála. Aðdáun hans á Halldóri Laxness fór síðan ekki fram hjá neinum. Minningarnar eru margar og þær lifa með og í okkur. Ég á margar sterkar minningar sem ég mun geyma og deila. Þau ferðuð- ust mikið og bjuggu sér einstak- lega falleg heimili. Þá var prent- smiðjan sem þau ráku á Seltjarnarnesi í mörg ár líkari skurðstofu, þökk sé snyrti- mennsku þeirra. Þið voruð alltaf svo góð við börnin mín í gegnum tíðina. Yngstu drengirnir mínir nutu svo sannarlega góðs af því á síðustu árunum. Þeir komust alltaf í eitt- hvað gott hjá ykkur. Elsku amma og afi, hvílið í friði. Þið voruð ógleymanleg. Hörður Magnússon. Rósa Fjóla Guð- jónsdóttir og Ólafur Karlsson Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.