Morgunblaðið - 09.07.2016, Síða 31

Morgunblaðið - 09.07.2016, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 sem ég heyrði þau taka lagið sam- an. Hildur Einarsdóttir, Hidda frænka, hefur nú kvatt okkur og Víkina sína kæru. Hidda var fjórða í röðinni af átta börnum El- ísabetar ömmu og Einars afa sem komust til fullorðinsára. Annríki á gestkvæmu og fjölmenni heimili og í atvinnurekstri afa hafði mót- andi áhrif á þau systkinin. Þau voru snemma gerð ábyrg og þeim var innrætt vinnusemi, dugnaður og virðing fyrir samfélaginu sem þau tilheyrðu. En þau voru líka glaðvær, vinamörg, barngóð og sérlega umtalsgóð. Sem ung kona hélt Hidda utan til Danmerkur í skóla og lærði síð- ar vefnað í húsmæðraskólunum á Blönduósi og á Ísafirði. En Bol- ungarvík var þorpið og síðar bær- inn hennar Hiddu. Þar setti hún sannarlega svip á mannlífið. Hidda hlaut fjölbreytta hæfi- leika í vöggugjöf. Hún hafði fal- lega söngrödd, góða leiklistar- hæfileika, var áræðin, félagslynd og opin. Ótal myndir sækja á hug- ann. Hidda að flytja morgunorðin í útvarpinu, vinna leiksigra í fé- lagsheimilinu, syngjandi einsöng eða í kór, taka sæti um stund á Al- þingi. Félagsmál voru henni afar hugleikin og hún var öflugur liðs- maður í mörgum félögum og for- maður í nokkrum þeirra. Hún átti gott með að taka til máls og stýrði af fagmennsku og metnaði. Hún naut þess að lesa og kunni mikið af ljóðum. Hús okkar og þeira Hildar og Benedikts stóðu hlið við hlið og samgangur var mikill. Við Dóra vorum afar góðar vinkonur og leikfélagar og bræður okkar einn- ig. Oft lékum við okkur saman í margar klukkustundir á dag og gengum inn og út af báðum heim- ilunum. Eftir standa hugljúfar og dýrmætar minningar, trygg og sönn vinátta. Hidda var gæfumanneskja í einkalífi og börnin þeirra Bene- dikts hafa fært henni marga af- komendur og fjölmennar og mannvænlegar fjölskyldur. Hild- ur frænka mín var einstaklega lífsglöð og gefandi og naut þess að syngja og gleðjast í góðum hópi. Þau Benedikt ferðuðust víða, náðu að heimsækja flestar álfur heims og áttu þess kost að sjá sýningar í helstu óperuhúsum veraldar. Að leiðarlokum færi ég einlæg- ar þakkir fyrir einstaka velvild og tryggð, ræktarsemi við okkur Guðmund og dætur okkar og ótal gefandi gleðistundir. Frænd- systkinum mínum og fjölskyldum þeirra færum við systkinin öll, makar okkar og Sigrún einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning kærrar frænku. Ester Jónatansdóttir. Hidda var frænkan mín. Í þess- um stóra hópi sem Einarsættin er, voru ekki margar frænkur til að byrja með. Í átta systkina hópi voru þær tvær systurnar, Dódó frænka sem bjó í Reykjavík og Hidda frænka sem bjó í næstu götu. Í næsta ættlegg var líka ver- ið að spara kvenfólk og kynjahlut- fallið mjög skakkt. En það kom ekki að sök því hún Hidda frænka stóð sko sína plikt í frænkuhlut- verkinu. En Hidda frænka var ekki bara föðursystir mín heldur bárum við sama nafn og þótti okkur báðum einlæglega vænt um þá tengingu. Eflaust hef ég líka fengið að njóta þess að ekkert af hennar barna- börnum ólst upp hér fyrir vestan. Í gegnum tíðina hafa því margir haldið að hún væri amma mín, heppin ég. Í barnæskunni man ég ekki til þess að hafa farið út úr Bjarnabúð án þess að hafa eitthvert smá- nammi í kramarhúsi búið til úr pappír sem Hidda frænka laumaði að mér yfir búðarborðið. Langt fram á þrítugsaldur sendi hún mér afmælisgjafir og aldrei mun ég gleyma jólaskrautinu sem hún sendi mér til Frakklands jólin 1991 þar sem við Svavar vorum í námi. Jólasveinaparið sem mér þykir svo vænt um hefur setið saman hjá mér öll jól síðan og mun gera áfram. Húsið hennar Hiddu frænku er stórt og fallegt en uppáhaldsstað- urinn minn var baðstofan hennar uppi. Þar hafði hún safnað saman ótal munum frá forfeðrum sínum og Benedikts og gátum við gleymt okkur þar í heimi sagna um gamla tíma og fólk sem henni hafði verið kært. Hún mundi sögu hvers ein- asta hlutar, hvaðan hann kom og hver hafði átt hann. Hún skynjaði vel hversu mikilvægt það er að halda í söguna og fræða okkur yngra fólkið. Eins og allir sem þekktu Hiddu frænku vita, var hún mikil fé- lagsvera, elskaði að vera innan um fólk og mátti helst ekki missa af neinu. Strax á unglingsárum mín- um fór að bera á þessum einkenn- um hjá mér og heyrðist þá iðulega, með stríðnistón, frá bræðrum mínum og frændum „þú ert að verða alveg eins og Hidda frænka“. Ég man að fyrst í stað fannst mér erfitt þegar mér var líkt við miðaldra konu en lærði fljótt að svara „það er þá ekki leið- um að líkjast“ og hef svo sannar- lega haft þá skoðun síðan. Það er mikill heiður að vera líkt við hana Hiddu frænku. Þrátt fyrir að síðustu ár hafði Hidda frænka horfið æ lengra inn í heim heilabilunar var söngurinn hennar leið til tjáningar, hún hafði yndi af söngnum og glampinn í augunum sagði allt sem segja þurfti. Hidda var síðust Einars- systkinanna að kveðja og þegar ég loka augunum get ég séð Hiddu frænku með gleðiblik í augum syngja með sinni fallegu sópran- rödd „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur‘‘ og allir sem farnir eru á undan taka undir, nema pabbi, hann flautar. Elsku Hidda frænka, lífið verð- ur svo sannarlega litlausara án þín. Ef ég verð eins brosmild og lífsglöð og þú í gegnum lífið þá er tilganginum náð. Takk fyrir allt. Þín nafna, Hildur Elísabet Pétursdóttir. Hildur Einarsdóttir, föðursyst- ir mín, er látin. Hún Hidda frænka var félagslynd, kát, skemmtileg og söngelsk kona. Þegar ég var 9 ára var móðir mín, Ásgerður Hauks- dóttir, lögð inn á spítala í Kaup- mannahöfn. Hidda frænka bauð mér að vera hjá þeim á meðan en veikindi mömmu drógust á lang- inn og var ég þess vegna næstum ár í fóstri hjá frænku minni og svo aftur einn vetur seinna. Þá var gott að eiga samhenta og góða fjölskyldu að. Ég gleymi aldrei Hiddu þegar hún var að æfa hlut- verk í leikriti sem átti að setja upp í Félagsheimilinu. Hidda fór í kjól- föt, setti upp pípuhatt og söng gamanvísur fyrir okkur krakkana. Á þessum tíma var ekkert sjón- varp en við krakkarnir fundum okkur alltaf eitthvað að gera. Oft var spilaður rakki, eða farið í matador. Ómar vann oftast. Stundum lékum við okkur með tindáta á ganginum, eða við Dóra hekluðum eða prjónuðum á meðan við hlustuðum á útvarpsleikritið. Bjarni átti kanínur á þessum tíma, og var mikið fjör þegar hann missti kanínuunga inn í húsið og við leituðum lengi að honum, Hiddu til lítillar gleði, þó að hún hafi nú brosað út í annað. Einar elsti sonurinn var á leið til Reykja- víkur í Verslunarskólann, vatns- greiddur rokkari sem kenndi mér að hlusta á Bítlana og Hey Jude þegar hann kom vestur í jólafrí með nýja Bítlaplötu. Já, ég á margar góðar minningar frá þess- um tíma sem ég er mjög þakklát fyrir. Hidda og Benedikt voru ein- staklega samstiga hjón, þau ferð- uðust mikið og fóru jafnvel til fjar- lægra landa eins og Ástralíu, Brasilíu o.fl. Við höfðum gaman af að ræða þetta sameiginlega áhugamál okkar og þau sögðu mér margar skemmtilegar sögur af sínum ferðum. Þau reyndust mér alltaf vel og mikil hlýja og kær- leikur okkar á milli. Ég gleymi ekki hvað þau voru trygg, þau komu suður og glöddust með mér, t.d. þegar ég gifti mig og þá söng Hidda gamanvísur og eins þegar synir mínir Sigurður Magnús og Jón Friðgeir voru fermdir. Alltaf sungu þau með okkur frændfólk- inu, þeim fylgdi gleði og styrkur. Þegar ég heimsótti Hiddu frænku síðustu árin var hún glöð og við áttum góðar stundir við söng, lestur og að skoða myndir af fjölskyldunni hennar sem hún var svo stolt af. Elsku Einar, Dóra, Bjarni, Óm- ar og fjölskyldur. Um leið og ég kveð elskulega frænku mína, sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur, með þakklæti fyrir allt og allt. Blessuð sé minning Hiddu frænku. Margrét Jónsdóttir. Á heimili þeirra Hildar Einars- dóttur og Benedikts Bjarnasonar, Völusteinsstræti, Bolungarvík var oft glatt á hjalla og mikið sungið við ólíklegustu tækifæri. Ljóð Jóns frá Ljárskógum við lag Stephens C. Foster, Húmar að kveldi, var m.a. í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og stórum vina- hóp þeirra hjóna. Nú hefur hljóðn- að dagsins ys og ljúfur blær og Draumgyðjan sungið Hildi inn í svefninn langa. Eflaust hefur Hidda verið orðin þreytt og farin að þrá svefninn og njóta friðar með fangið fullt af friði og ró, eins og svo fallega er komist að orði hjá ljóðskáldinu góða frá Ljárskóg- um. Við Lillý nutum þeirrar gæfu að hafa átt þau hjónin að vinum og þökkum fyrir þá vináttu. Við þessu fátæklegu kveðjuorð vakna ótal margar minningar frá sam- verustundum okkar. Hidda var einstaklega félagslynd, skemmti- leg og ljúf í framkomu, hafði gam- an af því að koma fram og skemmta fólki bæði heima og utan byggðar. Margoft lék undirritað- ur undir hjá henni þegar hún söng og flutti gamanvísur um dægur- mál og atburði líðandi stundar þar sem puntað var þá á jafnt háa sem lága við góðar undirtektir áheyr- enda. Aðkoma hennar að félags- og menningarmálum var mikil og henni er hér með þakkað fyrir mikið framlag sem auðgaði mann- lífið í Bolungarvík. Með Hildi er fallin frá mæt, ljúf og elskuleg kona, góður samborgari, sem ávallt hafði að leiðarljósi hags- muni byggðarlagsins og samborg- ara sinna. Um leið og við þökkum Hildi samfylgdina og biðjum henni blessunar á ókomnum slóð- um sendum við ástvinum hennar innilegar samúðar kveðjur. Herdís (Lillý) og Ólafur Kristjánsson. Ekkert er jafn afstætt og tím- inn. Hann berst innan úr framtíð- inni, líður ótrauður hjá og verður að missárum og misljúfum minn- ingum. Eftir því sem á ævina líður flýgur hann æ hraðar líkt og hringekja, sem tilgangslaust snýst um sjálfa sig. Þessi orðræða kemur í huga minn, þegar ég minnist látinnar kærrar vinkonu okkar Katrínar, Hildar Einarsdóttur, sem nú er látin í hárri elli. Hildur var eiginkona Benedikts Bjarnasonar, míns besta vinar, og áttu þau Hildur heima alla tíð í Bolungarvík. Hildur var einstök sómakona. Hún var glaðsinna og bjó yfir hógværð og sérstökum persónuleika og ótaldar eru þær gleði- og ánægjustundir, sem við Katrín áttum með þeim hjónum. Enda þótt vík væri milli vina eftir að samskiptum okkar Bene- dikts lauk í skóla átti hann og þau hjónin bæði tíðar ferðir til Reykja- víkur og þannig efldist vinskapur okkar og samskipti, sem aldrei bar skugga á. Fyrir nokkrum árum áttum við Katrín ásamt vinum okkar leið til Bolungarvíkur. Þá höfðu þau hjónin bæði sest að á hjúkrunar- heimilinu í Bolungarvík vegna sjúkleika. Engu að síður var það mikil gleðistund að hitta þau og rifja upp liðna tíð. Íbúðarhús þeirra var skammt undan og þangað var okkur boðið í kaffi og veitingar og þar áttum við indæla og ógleymanlega samverustund. Mikil mannkostakona er geng- in. Ég og synir mínir biðjum henni blessunar um leið og við sendum fjórum börnum þeirra hjóna ásamt öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Þórhallur Arason. Hildur Einarsdóttir, föðursyst- ir mín, bjó alla sína ævidaga í Bol- ungarvík og setti mikinn svip á Víkina. Þegar hún nú kveður, síð- ust úr hópi átta systkina sem kom- ust til fullorðinsára, verða óneit- anlega tímamót. Ekki bara í hennar stóru og góðu fjölskyldu, heldur í byggðarlaginu sem fóstr- aði hana og mótaði; rétt eins og hún mótaði samfélagið með fjöl- þættum hætti. Stundum hefur mér fundist að Hildur hafi í raun verið kvenrétt- indakona í nútímamerkingu þess hugtaks, án þess að hafa endilega alltaf gert sér grein fyrir því. Þessari kraftmiklu konu var það eiginlegt að láta drauma sína ræt- ast, taka þátt í samfélaginu með fjölþættum hætti án þess endilega að hyggja alltaf að þeim viðteknu hefðum sem ríktu fram eftir allri ævi hennar, hvað varðaði hlut- verkaskipan kynjanna. Þess vegna var hún sjálfstæð í andan- um og tókst óhikað á við það sem hugur hennar stóð til, vopnuð kyn- fylgjunni sem hún hlaut í móður- og föðurarf; dugnaði, glaðværð og ótakmarkaðri umhyggju fyrir samfélaginu sínu. Þetta kom fram í fjölþættum fé- lagsstörfum hennar, þar sem hún kom mjög og víða við sögu. Í póli- tíkinni var hún virk. Einlæg sjálf- stæðiskona sem trúði á mátt ein- staklingsins, sat á framboðslistum til alþingiskosninga og tók sæti á Alþingi sem varamaður. Ég naut þessa einnig í mínu pólitíska vafstri, þar sem hún studdi mig og hvatti með ráðum og dáð. En í Bolungarvík birtist hún sennilega flestum sem áhugasöm og dugmikil félagsmálamann- eskja, sem beitti sér á fjölmörgum sviðum. Hún var lengi í forystu kvenfélagsins. En á félagsmála- sviðinu er hún þó ekki síst minn- isstæðust okkur flestum vegna þátttöku sinnar í leiklistarstarfi, sem lengi stóð með miklum blóma í Bolungarvík og leikrit sett upp árlega. Heita má að áratugum saman hafi varla verið leikið það leikrit í Bolungarvík að hún frænka mín hafi ekki farið þar með stóra rullu. Í fjölskyldu minni hefur löngum ríkt sá góði siður að við tökum lagið þegar við komum saman. Ég minnist Hiddu frænku minnar í þeim hópi. Sönggleðin leyndi sér ekki og textana hafði hún alla á reiðum höndum og kenndi okkur hinum yngri. Við hlið Hiddu frænku í lífinu stóð hennar góði eiginmaður, Benedikt Bjarnason. Það var gaman og þroskandi að fylgjast með hinu elskuríka sambandi þeirra þar sem bæði gættu þess að skapa hvoru öðru svigrúm í leik og starfi. Í rauninni voru þau þó býsna ólík á margan hátt. Hann lét jafnan ekki mikið fyrir sér fara á mannamótum. Þar átti hún frænka mín hins vegar létt með að fara á kostum; og með himin- skautum þegar henni bauð svo við að horfa. Álengdar fylgdist Benedikt með, fullur aðdáunar á sinni hæfi- leikaríku og glaðsinna eiginkonu. Þau voru samferða í ýmsu fé- lagsstarfi, ekki síst í kirkjukórn- um, þar sem þau sungu í marga áratugi. Hildur frænka mín markaði sannarlega spor á sinni tíð í Bol- ungarvík. Nú þegar hún kveður verða því umskipti. Frændsystk- inum mínum, mökum þeirra og af- komendum, sendum við Sigrún og fjölskyldur okkar innilegar sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu minnar kæru frænku. Einar Kristinn Guðfinnsson. Kær bróðir okkar, ÞORGEIR MIKAEL SVEINSSON, (Doddi), frá Tjörn á Skaga, sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 29. júní, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 12. júlí kl. 13. . Sigurlaug Sveinsdóttir, Steinn M. Sveinsson, Sveinn Sveinsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA KRISTÓLÍNA SIGURÐARDÓTTIR, Kirkjuvegi 5, Ólafsfirði, verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju miðvikudaginn 13. júlí klukkan 14. Blóm og kransar afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Ólafsfjarðarkirkju njóta þess. . Aðalbjörg Þórey Ólafsdóttir, Gísli Þórður Elíasson, Ragnar Sigurður Ólafsson, Svandís Júlíusdóttir, Guðmundur Ólafsson, Hafdís Elísabet Jónsdóttir, Margrét Sigrún Ólafsdóttir, Sigurður Pétur Ingólfsson, Gunnlaug Jóna Ólafsdóttir, Sigfús Ólafsson, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRAGI ÞORSTEINSSON verkfræðingur, lést laugardaginn 25. júní. Útför hans fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 12. júlí klukkan 15. . Helga Bragadóttir, Jóhann Sigurjónsson, Halldóra Bragadóttir, Árni B. Björnsson, Sveinn Bragason, Unnur Styrkársdóttir, barnabörn og langafadrengur. Sonur okkar, faðir, bróðir og afi, ÓMAR ÖRN GRÍMSSON, Kjarrmóum 19, Garðabæ, lést á heimili sínu 4. júlí. . Svava Axelsdóttir, Grímur Haraldsson, Guðrún Rakel, Sylvía Rún, Aníta Rún, Svava Líf, Helga Margrét, Helga Grímsdóttir, Harpa Grímsdóttir og barnabörn. Yndisleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN LAXDAL málvísindamaður, lést á dvalarheimilinu Grund mánudaginn 5. júlí. Útförin verður auglýst síðar. . Sigrún Ása Sturludóttir Þór Gunnarsson Embla Þórsdóttir Klaus Andreasson Sturla Þórsson Guðlaug Ýr Þórsdóttir Askur, Ísabella Ýr og Baldur Klausbörn Bróðir okkar, GUÐMUNDUR BJARNASON bóndi, Brennistöðum, andaðist miðvikudaginn 6. júlí á Sjúkrahúsinu á Akranesi. . Sveinn Bjarnason, Helga Sólveig Bjarnadóttir, Eysteinn Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.