Morgunblaðið - 09.07.2016, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 09.07.2016, Qupperneq 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 ✝ María Krist-insson Bruchne, fæddist 13. september 1928 í þýsku borginni So- pot, rétt við pólsku landamærin. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga 27. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru María og Franz Bruchne. Systkini Maríu voru: Hans Alfreð, Bruno, Hildi- gard, Fridel, Margot, Gertrud og Sigfrid, öll látin nema Margot. María giftist 8. september 1951 Kristjáni Kristinssyni, f. 9. jan- úar 1919, d. 14. apríl 1995, frá Nýhöfn á Melrakkasléttu. For- eldrar hans voru hjónin Kristinn Kristjánsson, bóndi og járn- smiður í Nýhöfn, og Sesselja Benediktsdóttir. Systkini Krist- jáns voru: Helga Sigríður, Bene- dikt, Steinar, Sigurður Jóhann og Guðmundur sem eru öll látin. Börn Kristjáns og Maríu eru: 1) Wolfgang Jóhann, kjörsonur Kristjáns, f. 23. nóvember 1949, d. 29. apríl 1971. 2) Kristinn, f. 18. nóvember 1951, d. 26. nóv- ember 1980. Dóttir hans og Guð- Jóhanns Kristins er Chrystian Oliwier. c) María Margrét, f. 23. febrúar 1992, sambýlismaður hennar er Guðmundur Fannar Sigurbjörnsson og synir þeirra eru Stefán Þór og Kristinn Freyr. 4) Hans Alfreð, f. 10. des- ember 1960. María var ein af mörgum ung- um þýskum konum sem komu til starfa á Íslandi 1949. María var ráðin kaupakona í Nýhöfn á Mel- rakkasléttu og kom þangað 11. júní 1949. María festi þegar ræt- ur við Nýhöfn og 1952 byggðu þau Kristján sér íbúðarhús á sléttri flöt upp af suðvesturbotni Leirhafnarvíkur og fékk það réttnefnið Sandvík. Kristján og María voru með hefðbundinn sauðfjárbúskap til ársins 1978 en áður og eftir það stundaði Krist- ján grásleppuveiðar og sótti ýmsa vinnu utan heimilis. María sinnti heimilinu af dugnaði, tók fullan þátt í búskapnum og brá sér upp á traktor ef því var að skipta. Þá vann hún um tíma ut- an heimilis, m.a. við rækju- vinnslu á Kópaskeri. María bjó áfram í Sandvík eftir andlát Kristjáns en flutti 2007 til Kópa- skers og þaðan lá leiðin í Hvamm, Dvalarheimili aldraðra á Húsavík. Útför Maríu verður gerð frá Snartarstaðakirkju í dag, 9. júlí 2016, klukkan 14. rúnar Bjarnadóttur er Ásdís Ester, f. 31. mars 1973, maki Kristmundur Óli Jónsson og eru börn þeirra Tómas Darri, Guðrún Sif og Bjarni Freyr. Sambýliskona Kristins var Guðrún Eiríksdóttir, f. 6. mars 1979, og sonur þeirra er Kristján, f. 12. júní 1979, kvæntur Hrafn- hildi Björk Brynjarsdóttur. Börn þeirra eru Tinna Sóley og Gabrí- el Kristinn. 3) María, f. 25. nóv- ember 1954. Sonur Maríu og Skúla Sverrissonar er Vignir, f. 26. október 1975. Börn Vignis og fyrrverandi sambýliskonu, Elísu Ýrar Sverrisdóttur eru Victoría Elma, Sverrir Franz og Gabríela Dóra. Sambýlismaður Maríu var Haukur Þórisson. Börn Maríu og Hauks eru: a) Þórir Rafn, f. 24. júlí 1984. Dóttir hans og Sig- urbjargar Tinnu Hallgríms- dóttur er Elísabet María. Sam- býliskona Þóris er Dagmar Þráinsdóttir. b) Jóhann Kristinn f. 20. október 1987, sambýlis- kona hans er Sylwia Krawczyk og sonur hennar og kjörsonur Það ríkti eftirvænting norður á Sléttu vorið 1949. Beðið var eftir ungum þýskum kaupakonum í Leirhöfn, Nýhöfn og Grjótnes. Svo birtust þær 11. júní, hver annarri myndarlegri og þeim var fagnað með gestrisni og góðvild. Vísast að ungu mennirnir hafi þá þegar hugsað sér nánari kynni og þannig fóru líka leikar; Hildur giftist í Grjótnes og þeir Nýhafnarbræður, Steinar og Kristján, kvæntust Jó- hönnu og Maríu og byggðu sín ný- býli úr Nýhafnarjörð. Þýsku stúlkurnar aðlöguðust fljótt íslenskum aðstæðum. „Var ekki erfitt að koma hingað norður á hjara úr því fallega og frjósama Þýskalandi,“ spurði ég Maríu. „Nei, nei, og það var dásamlegt – að geta gengið óhrædd út og lagt sig úti í móa, horft á sólina í kyrrð og öryggi.“ Hér festi María rætur; stofnaði sitt íslenska heimili í Sandvík og eignaðist fjögur börn – á sama aldri og við Miðtúnsbræður og stutt á milli heimilanna. Leiðir spunnust saman; alla daga – vikur – mánuði og ár; úti sem inni; við sauðburð, göngur og heyskap; á sjó, á ferðalögum og vinnustöðum. Þetta var í þá daga. Svo var hleypt heimdraganum og leiðir lengdust. Alltaf var samt jafn gaman að hitt- ast – vinna saman, segja sögur og hlæja. Ekki þarf að fjölyrða um þátt Maríu í þessu kompaníi – hún var einfaldlega mamma krakk- anna í Sandvík. Svo kom höggið stóra; Volli frændi í Sandvík drukknaði, aðeins 21 árs, er smábát hvolfdi á Leir- hafnarvík og Kiddi, bróðir hans, hætt kominn. Þetta var mikið áfall fyrir Sandvíkurheimilið og enn var höggvið í sama knérunn tíu árum síðar er Kristinn, þá tveggja barna faðir í sambúð, drukknaði ásamt öðrum manni er bátur þeirra fórst í ofviðri á Öxarfirði. Áfallahjálp var ekki til sem þörf hefði verið á, ekki síst fyrir systk- inin á mótunarskeiði og víst varð Kristján aðeins hálfur maður á eft- ir. María virtist standa þetta ótrú- lega af sér; með óbilandi trú á Guð og vissu um endurfundi. Já, María í Sandvík var sterk kona. Í Sand- vík vildi hún búa og eftir lát Krist- jáns var hún þar áfram í því sam- félagi sem henni þótti vænst um. Svo fór að fækka og hún sá eftir byggðinni sem eitt sinn var og hús- unum sem stóðu auð og fagnaði því er við hjónin hófum endurbygg- ingu Nýhafnar. Hún gaf okkur hlut sinn í þeirri eign, kom daglega og fylgdist með framkvæmdum og þegar við „fluttum inn“ kom hún með veggklukkuna sem tengdafor- eldrar hennar höfðu fengið á gull- brúðkaupsdegi – sagði hana eiga heima í Nýhöfn. Hún prjónaði lopapeysur á Miðtúnsstrákana fullorðna og fagnaði afkomendum þeirra sem sínum eigin og steikti kleinur beint upp í Skugga – hund eins þeirra. María var orðin þreytt og þráði hvíldina; dauðann hræddist hún ekki. Hún hlakkaði til endurfunda með Stjána sínum og Volla og Kidda. Guð almáttugur uppfylli þá ósk hennar. Við Miðtúnsbræður og fjöl- skyldur okkar þökkum Maríu samfylgd á langri leið. Við Krist- jana þökkum henni tryggðina og allar heimsóknirnar í Nýhöfn. Börnum og öðrum afkomendum Maríu vottum við okkar einlæg- ustu samúð. Farðu í friði, elsku María, á fund Guðs sem blessi þig og varð- veiti alla tíð. Níels Árni Lund. Fallin er frá María Kristinsson frá Sandvík á Melrakkasléttu. María var ein af þýsku stúlkunum sem komu til Íslands árið 1949 og réðu sig til vinnu á sveitaheimilum. Það komu þrjár stúlkur á Sléttuna, María, Jóhanna og Hildur. María giftist ungum bóndasyni, Kristjáni Kristinssyni frá Nýhöfn á Sléttu en Jóhanna sem var móðir mín, giftist bróður hans Steinari og Hildur settist að á Grjótnesi og giftist Birni Björnssyni. Það var því lítið samfélag þýskra kvenna á Leirhafnartorfunni og myndi nú eflaust vera kallað fjölmenningar- samfélag. Þessi tími einkenndist af mikl- um breytingum, vélvæðing og nýir búskaparhættir voru að ryðja sér til rúms. Unga fólkið hugsaði stórt og það voru mikil verkefni fram undan. María og Kristján byggðu upp nýbýlið Sandvík og systkini Kristjáns, Helga og Steinar byggðu einnig nýbýlin Miðtún og Reistarnes ásamt sínum mökum. Mikil hjálpsemi og samheldni ein- kenndi þetta unga fólk og þarna var gott að alast upp. María var sérstaklega dugleg og rak sitt heimili af miklum myndarskap. Allt grænmeti var ræktað og var margt af því nýnæmi í íslenskum sveitum en það sem stendur upp úr í minningunni er hvað María og Stjáni voru samheldin og góð við hvort annað. Það var alveg sama þó að ald- urinn færðist yfir, glettni, hlýja og væntumþykja einkenndu sam- skipti þeirra. María var mjög heilsteypt manneskja því þrátt fyrir að lífið færi oft um hana ómjúkum hönd- um þá var hún alltaf jafn jarðbund- in og með sitt á hreinu. Hún upp- lifði sem unglingur hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar en einnig missti hún tvo yndislega syni í hafið sem var henni mikil raun. Það er svo með sterkar per- sónur að þær rétta úr sér eftir áföllin, bæta þeim í reynslubank- ann og þannig var María. Hún hélt áfram með lífið sitt og gerði það vel. Það var alltaf jafn ánægjulegt að koma í Sandvík og hitta þessi góðu hjón og síðan Maríu eftir að Kristján féll frá. Seinustu árin bjó María á Kópaskeri og kom ég til hennar í síðustu ferð minni á heimaslóðir. Þar hafði hún búið sér fallegt heimili og fór allra sinna ferða þó að hún þyrfti að fara niður erfiðar tröppur. Henni fannst allt- af mikilvægt að hreyfa sig daglega og gafst ekki upp á því. Hún var glettin og glaðvær eins og hún var vön og áttum við gott spjall. Þegar heilsunni fór að hraka fór María síðan á dvalar- heimilið Hvamm á Húsavík. Nú er komið að leiðarlokum hjá Maríu minni og trúi ég því að hún sé nú í hlýjum faðmi Stjána síns og drengjanna sinna. Farðu vel, María mín. Aðalheiður H.M. Steinarsdóttir. María Kristinsson Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Guðmundur Baldvinsson Frændi okkar og vinur, BENEDIKT Þ. JÓNSSON frá Hrísum í Víðidal, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, þann 11. júní. Útför hefur farið fram að ósk hins látna. . Ættingjar og vinir. Okkar ástkæra EYGLÓ H. HALLDÓRSDÓTTIR, lést á Hrafnistu, Reykjavík, 28. júní. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 19. júlí kl. 15. Starfsfólki á deild F-3 á Hrafnistu eru færðar bestu þakkir fyrir góða umönnun. . Aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐNÝ BJARNVEIG GEORGSDÓTTIR, Skúlaskeiði 18, Hafnarfirði, verður jarðsett frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 13. júlí klukkan 13. . Guðrún Albertsdóttir, Sverrir Jakobsson, Albert S. Albertsson, Ingibjörg H. Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, GUÐLAUGUR HENRIKSEN, Siglufirði, lést miðvikudaginn 29. júní. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 14. júlí klukkan 11. . Sigrún G. Henriksen, Petter Stokke, Ásta Henriksen, Ólafur H. Henriksen, Lilja Sveinsdóttir, Elín Henriksen, Bjarni Sv. Ellertsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra EIÐS JÓNSSONAR frá Gauksstöðum á Skaga, til heimilis að Heiðarbrún 2, Stokkseyri. Sérstakar þakkir til Íslenska gámafélagsins og Kvenfélags Stokkseyrar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . Hulda Rúnarsdóttir. Mig langar að minnast vinkonu minnar, Guðríðar Friðlaugar Guðjónsdóttur, eða Laugu eins og hún var yfirleitt kölluð. Við Lauga kynntumst þegar ég bjó með fjölskyldu minni á Dunki í Hörðudal í Dalasýslu, en það er stutt á milli Dunks og Emmu- bergs þar sem Lauga og Guð- mundur, maður hennar, bjuggu með börnum sínum. Við Lauga urðum fljótt góðar vinkonur enda höfðum við mjög lík áhugamál. Lauga hafði verið í hús- mæðraskólanum á Staðarfelli og hafði mikinn áhuga á allri handa- vinnu. Um árabil prjónaði hún lopapeysur og seldi. Lauga hafði einnig mikinn áhuga á garðyrkju og ræktaði fallegan blómagarð á Emmubergi. Hún hafði ríka feg- Guðríður Friðlaug Guðjónsdóttir ✝ Guðríður Frið-laug Guðjóns- dóttir fæddist 1. nóvember 1926. Hún lést 25. júní 2016. Guðríður var jarðsungin 5. júlí 2016. urðartilfinningu og falleg handavinna og blómarækt veittu henni mikla gleði. Lauga og Guð- mundur byggðu upp jörðina Emmuberg af miklum myndar- skap. Þau keyptu nærliggjandi jarðir til að hafa meira land fyrir skepnurnar og byggðu nýtt íbúðar- hús og útihús á jörðinni. Lauga var glöð og kjarkmikil kona og hún var einnig mjög dug- leg. Hún hikaði ekki við að fara á vertíð í fiskvinnu til að auka tekjur heimilisins og í mörg haust unnu hún og Kristín, dóttir hennar, í sláturhúsinu í Búðardal, bæði við slátrunina á daginn og þrif í slát- urhúsinu á kvöldin. Lauga og Guðmundur voru góð heim að sækja, þau voru gestrisin og höfðu gaman af að taka vel á móti fólki. Ég kveð góða vinkonu með söknuði og þakka henni vináttu hennar og góð og skemmtileg kynni á liðnum árum. Jóhanna Anna Einarsdóttir frá Dunk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.