Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Viljirðu leita í einveruna skaltu láta það eftir þér og vertu ekkert að afsaka þig fyrir öðrum. Njóttu frístundanna með þínum nán- ustu. 20. apríl - 20. maí  Naut Vertu spar á loforð og gefðu þau þá því aðeins að þú getir staðið við þau. Yngra fólk tekur þig til fyrirmyndar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar List fjármögnunar er sérsvið þitt um þessar mundir. Tíndu til allt hið þroskaðasta í eigin fari til þess að komast í gegnum þreng- ingarnar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hindranir dagsins í dag eru ímyndaðar eða að minnsta kosti miklu auðveldari við- ureignar en þú hefðir haldið. Mundu bara að það eru fleiri en þú sem leggja hönd á plóginn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að taka á öllu þínu til þess að finna réttu leiðina að takmarki þínu. Sambönd eyða andlegri orku ef maður lætur þau hafa þannig áhrif á sig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ekki láta bakslag í áætlunum hafa áhrif á þig. Láttu málin koma upp á yfirborðið og skoðaðu þau svo vandlega áður en þú grípur til gagnráðstafana. Fagnaðu því ef slík tækifæri bjóðast. 23. sept. - 22. okt.  Vog Innsæi er frábært, svo ekki láta þitt framhjá þér fara. Hugsanlega eiga hvar-hefur- þú-verið-alla-mína-ævi? aðstæður hlut að máli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Drattastu úr sporunum! Þú þarft að vinna þér inn einhverja peninga. Löngun þín til að eignast hlutina er ekki í neinu samræmi við þarfir þínar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert að gera þér grein fyrir því hvað það er mikil ást í hversdagslífi þínu. Orða- forði, metnaður og almennt yfirbragð þeirra sem eru í kringum þig hafa áhrif á ákvarðanir þínar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vatnsberinn reynir að hugsa sig í gegnum aðstæður þar sem tilfinningar koma að betri notum. Fylgdu þrám þínum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hlutirnir gerast hvort sem þú tekur í taumana eða ekki. Peningar skipta ekki máli, heldur hversu mikið af lífi þínu þú verður að leggja fram. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er í góðu lagi að gefa öðrum ráð svo framarlega að þú lesir þeim ekki pistilinn því það er ekki á þínu valdi. Kannaðu vandlega verð og gæði. Síðasta laugardagsgáta var semendranær eftir Guðmun Arn- finnsson: Í þungarokki þing er sú. Þungamiðja á tunnu. Heiti, sem er haft um kú. Harla þung á Gunnu. Árni Blöndal á þessa lausn: Trymbillinn ákaft bumbuna ber. Bumba er miðja á stórri tunnu. Bumban á kúnni kemur svo hér. Kostuleg bumba á henni Gunnu. Guðrún Bjarnadóttir svarar: Bumba er: – þeytt í þungarokki, – þykk á tunnuskrokki, – kýr í fóðurflokki, – feit þó Gunna brokki. Þannig skýrir Guðmundur gát- una: Barðar eru bumburnar. Bumba er á tunnu. Belja kölluð bumba var. Bumba er á Gunnu. „Limran er ómissandi“ bætir hann við: Benóný borðaði mikið. Bumba hans óx fyrir vikið. Þegar hann sat að sínum mat, setti hann trog undir spikið. Og að endingu segir Guðmundur að það sé góðæri til lands og sjáv- ar og engin þurrð á gátum: Loftsgatinu yfir er hann. Einatt kallast pottlokið. Í það feikna orku ver hann. Oft þar rónar höfðust við. Ármann Þorgrímsson sagði frá því á Boðnarmiði að á fimmtudags- morgun hefði hann farið í árstékk á læknastofu. – „Þar var mikil þröng af jafnöldrum mínum og yngri sem mér fannst heldur dauf- ir, hvernig sem ég reyndi að hressa þau við með upplífgandi kveðskap eins og eftirfarandi vísa sýnir: Eru mörg á ystu nöf aldurhnigin, lotin dreymir þau um djúpa gröf dæmd og niðurbrotin. Skúli Pálsson bætti við: Sólskinsdagur, dýrðargjöf, dalablómin anga þó að bíði þögul gröf þreyttra ferðalanga. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Bændur slá ótæpt barlómstrumbuna Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ÞÚ VIRÐIST SYFJAÐUR SKRAMBANS… ÉG VAR AÐ REYNA AÐ VERA SYFJAÐUR OG MYNDARLEGUR VAKNAÐU, HELGA! MAMMA ÞÍN FER HEIM Í DAG! „ÞETTA SNÝST EKKI LENGUR UM PRIKIÐ, ER ÞAÐ?“ „LÆKNIR, ÞETTA ER FRÁBÆR HUGMYND! ÞÚ SETUR BÓLUEFNI VIÐ FLENSU Í ÞÆR OG SETUR ÞÆR SVO Á ALLA STÓLANA Í BIÐSTOFUNNI ÞINNI.“ ...elixír fyrir feimni. Víkverji á erfitt með að venjast blíð-viðrinu á suðvesturhorninu undanfarna daga. Honum líður helst eins og snærisspotta hafi verið brugð- ið utan um landið og það dregið nokk- ur hundruð kílómetra til suðurs. Hann kvartar þó ekki, heldur reynir að njóta blíðunnar eftir megni. Það er eins og bærinn breytist þegar hlýnar í veðri. Fólk situr úti á kaffi- og veit- ingahúsum og nágrannarnir eru mun sýnilegri en endranær. x x x Þegar Víkverji fór út að skokkaeinu sinni sem sjaldnar í vikunni var svo hlýtt að hann var feginn kæl- ingunni, sem fylgdi örlitlum andvara. x x x Víkverji er vanur því að helst er voná sumarblíðu þegar hann er ekki í sumarfríi. Sú er raunin núna. Lík- legt er að veðrið myndi snarversna ákvæði Víkverji að fara í sumarfrí. Af tillitssemi mun hann því ekki gera það fyrr en síðar. Ef hann man eftir mun hann jafnvel vara lesendur við því í þessum dálki að hann sé að fara í frí og vætutíð í vændum. x x x Víkverji hefur undanfarið tíundaðrækilega afrek íslenskra íþrótta- manna undanfarið og hafa þau alls ekki verið einskorðuð við knatt- spyrnu. x x x Víkverji verður hins vegar að játaað hann gapti þegar hann sá að KR hefði sigrað norður-írska liðið Glenavon 6-0 í síðari leik liðanna í Evrópudeildinni. KR-ingar hafa verið lánlausir þetta keppnistímabil og tap- að hverjum leiknum á eftir öðrum. Þeir féllu úr bikarkeppninni gegn Selfossi og höfðu aldrei áður fallið jafn snemma úr þeirri ágætu keppni. Í Íslandsmótinu eru þeir einu sæti fyrir ofan fallsætið. Síðan bregða þeir sér yfir hafið og vinna stærsta sigur, sem sögur fara af hjá íslensku liði í Evrópukeppni frá upphafi. x x x Hvarflaði að Víkverja hvort KRætti að fara fram á að leika alla sína leiki í útlöndum. víkverji@mbl.is Víkverji Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en týna eða glata sjálf- um sér? (Lk. 9.25) Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.