Morgunblaðið - 09.07.2016, Side 46

Morgunblaðið - 09.07.2016, Side 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Söfn • Setur • Sýningar Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Með kveðju – Myndheimur íslenskra póstkorta í Myndasal Dálítill sjór – Ljósmyndir Kristínar Bogadóttur á Vegg Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni Norðrið í norðrinu á 3. hæð Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi LISTASAFN ÍSLANDS BERLINDE DE BRUYCKERE 21.5 - 4.9.2016 LJÓSMÁLUN – LJÓSMYNDIN OG MÁLVERKIÐ Í SAMTÍMANUM 7.5 - 11.9.2016 UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST UPPHAF KYNNINGAR Á ÍSLENSKRI MYNDLIST Í KAUPMANNAHÖFN 21.1 - 11.9 2016 PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 11.9. 2016 HRYNJANDI HVERA 17.6 - 11.9 2016 Gagnvirk videó-innsetning eftir Sigrúnu Harðardóttur Leiðsagnir á ensku alla þriðjudaga og föstudaga kl. 12:10 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið daglega í sumar kl. 10-17 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR GYÐJUR 5.2. - 4.9.2016 Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is KAFFISTOFA heimabakaðar kökur - Sumartónleikar næsta þriðjudagskvöld kl. 20:30 SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UNDIR BERUM HIMNI - MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI 5.2.-16.9.2016 Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið daglega frá kl. 10-17. Listasafn Reykjanesbæjar MANNFÉLAGIÐ 4. júní – 21. ágúst ÍSLENSK NÁTTÚRA, verk úr safneign 15. janúar – 21. ágúst Byggðasafn Reykjanesbæjar ÞYRPING VERÐUR AÐ ÞORPI SÖGUR ÚR BÆNUM Bátasafn Gríms Karlssonar Opið alla daga 12.00-17.00 Duusmuseum.is DUUS SAFNAHÚS DUUS MUSEUM Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Sýningin opin daglega frá 10-17 Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Hús án eirðar Lagaffe Tales er lítil útgáfa, einbeitir sér að djúphúsi eins og segir í inngangi, og allar útgáfur hafa verið bundnar við netheima þar til nú, en RVK Moods er fyrsta „platan“ sem kemur út á föstu formi. Ég ræddi stuttlega við piltana og þeir sögðu mér að fyrst og síð- ast stýrði ástríðan þessum aðgerð- um, fjárhagslegur ávinningur væri svo gott sem ekki í kortunum. „Ég man að þegar ég sá fyrstu sölutöl- urnar þá langaði mig bara til að ganga frá þessu,“ sagði Viktor og hló. „En … hér erum við. Og get- um ekki annað.“ Nokkrar raftónlistarútgáfur eru nú starfandi á landi elds og ísa, misvirkar. Möller Records hefur verið iðinn við kolann en svo eru nöfn eins og Borg Ltd, Geysir Re- cords, Rafarta og Raftónar. Mörg- um kann að þykja það sérstakt að ekki stærra samfélag en Ísland geti borið nokkur svona merki en það gleymist oft í umræðunni um Ísland og stærð þess að þó það búi ekki nokkrar milljónir hérna þá eru þó yfir 300.000 manns hérna sem er þokkalegasta tala. Þannig að það er heldur ekki bundið í eitt- hvert kraftaverk að hér séu starf- andi mörg þúsund tónlistarmenn innan hinna og þessara geira. Þorgrímur Þorsteinsson, nem- andi við LHÍ, skrifaði skemmtilega BA-ritgerð þar sem hann fór í saumana á þessum málum, m.a. með djúpviðtölum við nokkra aðila úr þessari raftónlistarsenu og voru þeir Jónbjörn og Viktor þar á með- al. Í samtali við Þorgrím leggja þeir áherslu á að tilgangur Lagaffe Tales sé fyrst og síðast varðveisluþátturinn, að koma » Taktfastur en blíð-ur bassinn bærðist fallega um veginn, sál- ríkar raddir þar í bland eins og djúpir húsmenn vilja hafa það  Útgáfumerkið Lagaffe Tales var stofnað árið 2012 með það að markmiði að halda utan um íslenska hústónlist af dýpra taginu („deep house“)  Útgáfur eru nú orðnar á annan tuginn og fyrir stuttu kom fyrsta platan á föstu formi út, á forláta vínyl nema hvað. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég var á gangi niður Lauga-veginn í rjómablíðu fyrirstuttu og gekk þá fram á tvo pilta, plötusnúða, sem þeyttu djúpum hússkífum af mikilli list. Takfastur en blíður bassinn bærð- ist fallega um veginn, sálríkar raddir þar í bland eins og djúpir húsmenn vilja hafa það, og strák- arnir hinir hressustu. Vínylnördið í mér rak þá óðar augun í tólf- tommu sem var á borði hjá þeim og ég fór að leggja saman tvo og tvo. Þarna voru komnir þeir Jónbjörn og Viktor hjá Lagaffe Tales, ég hafði heyrt af útgáfunni en aldrei hitt manneskjurnar á bak við hana. Platan góða, sem ég tók trausta- taki vegna þeirra skrifa sem þú ert að fara í gegnum núna, er eftir þá Davíð & Hjalta, kallast RVK Moods og er fjögurra laga stuttskífa. Mono no aware / Slices of life / Mildi tregi nefnist sýning sem Anita Jensen, ljósmyndari og grafík- listamaður frá Finnlandi, opnar í Grafíksalnum, að Tryggvagötu 17 hafnarmegin, í dag kl. 15-17. Titill sýningarinnar vísar til þess að í japanskri menningu á samleið tíma og fegurðar sér langa hefð. Listakonan útskýrir verk sín sem „augnablik er líða hjá í lífinu hvað varðar trega, samkennd og samúð. Hún gerir það með þeim hætti að sameina þætti úr náttúrunni og gamlar japanskar ljósmyndir m.a. frá Kyoto, og brot úr gömlum þögl- um kvikmyndum og tekur að láni og blandar saman ljósmyndunum með mismunandi mótífum og hlut- um eins og blómum og fræjum frá Finnlandi og Japan,“ segir í til- kynningu frá sýningarhaldara. Þar kemur fram að Anita Jensen út- skrifaðist frá finnsku listaakademí- unni árið 1985 og hefur kennt graf- ík við Aalto-háskólann í rúm 26 ár. Hún hefur sýnt verk sín víða um heim og hlotið fjölda viðurkenn- inga, sem dæmi er hún handhafi Gran-verðlaunanna árið 2015. Kuðungar Meðal mynda Anitu Jensen. Mildi tregi Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Óperugala um sumar nefnist tón- leikasýning sem hefst sunnudaginn 10. júlí kl. 16 í Kaldalóni Hörpu. Sýn- ingin verður sýnd fimm sunnudaga í röð að verslunarmannahelginni und- anskilinni. Í þessari tónleikasýningu munu ungir og hæfileikaríkir íslenskir óp- erusöngvarar skauta í gegnum sögu óperuflutnings á Íslandi sem er styttri en margur gæti haldið. Þau munu flytja margar af perlum óp- erubókmenntanna og þess á milli munu þau líka segja frá ýmsu skemmtilegu og sprellið verður held- ur ekki langt undan. Bjarni Thor Kristinsson söngvari er höfundur sýningarinnar. Flytj- endur eru þau Lilja Guðmundsdóttir sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messósópran, Kristján Jóhannesson baritón, Egill Árni Pálsson og Matt- hildur Anna Gísladóttir leikur undir á píanó. Sigríði Ósk þekkja margir óperu- unnendur en hún söng hlutverk Ros- inu í Rakaranum frá Sevilla í Ís- lensku óperunni sl. haust. Hún lærði í Royal College of Music í London og hefur starfað þar og víða í Evrópu. Lilja er nýútskrifuð frá Vínarborg, þar sem Kristján er enn í námi, en þau voru bæði með hlutverk í Car- men í Íslensku óperunni. Egill hefur svo verið á föstum samningi Þýska- landi. Myndbönd, leikur og söngur „Fyrsta óperusýningin á Íslandi var haldin í Iðnó árið 1937, þannig að tímabilið sem við segjum frá er 1937- 2016. Við segjum söguna, fléttum inn í hana ýmsum áhugaverðum atrið- um, eins og upptökum frá gömlum sýningum og skemmtilegum við- tölum við íslenskt óperufólk. Þarna blandast saman myndbandsbrot, leikur og sungin atriði úr óperusýn- ingum,“ útskýrir Sigríður Ósk. Það er Bjarni Thor sem semur handrirtið að sýningunni og Sigríður segir hann alveg frábæran leikstjóra. „Hann er sjálfur rosalega flinkur söngvari og leikari, og hefur rosalega góðan húmor þannig að um leið og þetta er fræðilegt er þetta svo skemmtilegt að oft hefur verið erfitt að springa ekki úr hlátri í miðri senu á æfingum. Við erum t.d. að gera grín að steríótýpunum af söngv- urum, eins og tenórnum sem vill syngja allt á ítölsku og ekkert annað kemur til greina.“ Sigríður Ósk segir að allar kynn- ingarnar séu á íslensku og því sé sýn- ingin ekki stíluð sérstaklega inn á ferðamenn. „Þeir geta auðvitað notið þess að hlusta á tónlistina þótt þeir skilji ekki leikinn inni á milli. Við tök- um líka atriði úr íslenskum óperum, m.a. Ragnheiði eftir Gunnar Þórð- arson sem sló svo rækilega í gegn. Annars erum við að syngja á ýmsum tungumálum óperunnar.“ Gaman að leika karl „Ég held upp á flestar aríurnar sem ég syng í sýningunni,“ svarar Sigríður þegar hún er spurð hvort hún fái að syngja uppáhaldsaríuna sína. „Mér finnst rosalega fallegt tríó sem við flytjum úr Cosí fan tutte. Svo held ég alltaf mikið upp á Hab- aneruna úr Carmen og Rosinu úr Rakaranum. Ég fæ líka að syngja Olowski úr Leðurblökunni og er þá að leika karl og mér finnst það alltaf rosalega skemmtilegt,“ segir Sigríð- ur Ósk sem getur ekki dulið hversu spennt hún er fyrir sýningunni. „Þetta er alveg svakalega gaman. Þau eru öll frábærir listamenn. Matta er líka algjör snillingur við pí- anóið, en hún tekur þátt í leiknum með okkur. falleg og sýningin ein- faldlega mjög skemmtileg.“ „Fræðilegt og skemmtilegt“  Óperugala um sumar hefst á morgun í Kaldalóni Morgunblaðið/Ófeigur Sönggleði Egill Árni Pálsson og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir taka þátt í Óperugala um sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.