Morgunblaðið - 09.07.2016, Side 49

Morgunblaðið - 09.07.2016, Side 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Austurríski a cappella sönghóp- urinn Triu mun halda námskeið fyrir ungt tónlistarfólk á aldrinum 12-20 ára þriðjudaginn 12. júlí. Námskeiðinu sem er haldið á veg- um Listahóps Seltjarnarness lýkur svo með tónleikum Triu og nem- enda að kvöldi sama dags kl. 20 í Seltjarnarneskirkju. Triu er skipaður einni söngkonu og tveimur söngvurum sem hafa starfað saman í fimmtán ár og kom- ið fram víða um heim. Lagaval þeirra er mjög fjölbreytt, allt frá vel þekktri djass- og popptónlist til jóðls og gospels. Hópurinn útsetur öll lög í sínum eigin stíl auk þess að semja sjálf. Á námskeiðinu verða kennd lög og tækni, en afraksturinn verður sýndur í Félagsheimili Seltjarnar- ness um kvöldið. Aðgangseyrir á tónleikana er 500 krónur. Meðal þátttakenda og skipuleggj- enda viðburðarins er Listahópur Seltjarnarness, hljómsveitin Stjúp- mæður, en hún er skipuð fjórum stúlkum á aldrinum 16-17 ára, sem stunda allar tónlistarnám samhliða námi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Námskeiðið er frítt og einstakt tækifæri fyrir ungmenni til að vinna með erlendu atvinnutónlist- arfólki. Áhugasömum á aldrinum 12-20 ára er bent á að senda skila- boð á Facebook-síðuna Listahópur Seltjarnarness 2016. Söngur á Nesinu Sveifla A Cappella hópurinn Triu mun halda námskeið fyrir ungt fólk. AF TÓNLIST Hjalti St. Kristjánsson hjaltistef@mbl.is Eftir stórgóðan upphafsdagþessa Eistnaflugs og góðannætursvefn var talið í annan skammt af tónlist. Uppröðun dags- ins og kvöldsins var vægast sagt fjölbreytt. Það er líka nær óhjá- kvæmilegt þegar jafn sérhæfð hátíð stækkar jafn mikið og þessi að fjöl- breytnin aukist. Við erum jú ekki fleiri en við erum og málmsenan mun aldrei ná að vera annað en lítill útkimi í tónlistarheiminum. Það er miður en ég held það muni seint breytast. Að þessu sinni er tónlist á Eistna- flugi flutt á tveimur sviðum. Það stærra er í íþróttahúsi Neskaup- staðar en það smærra í félagsheim- ilinu Egilsbúð. Þar fór hátíðin reyndar eingöngu fram þar til í fyrra, þegar hún var flutt í íþrótta- húsið. Vegna þessa hefur gestum fjölgað og fjölbreytnin aukist. Litla sviðið Í Egilsbúð mátti líta margar hljómsveitir, enda stóð dagskrá þar frá klukkan tvö síðdegis til að nálg- ast klukkan fjögur um nótt. Meðal hljómsveita sem þar léku má nefna Gloryhide, Brot, Skratta og Abom- inator, en fyrsta hljómsveitin sem undirritaður sá leika þar var Gore- squad. Þessir færeysku bræður okkar léku afbragðs dauðamálm og voru hin besta skemmtun. Næst sá ég Nykur, þétt rokk- band. Þar sveif ansi mikið ról yfir vötnum og var það einnig ein af fáum hljómsveitum hátíðarinnar sem sungu á ástkæra ylhýra. Rak- leitt í kjölfarið steig Dark Harvest á stokk. Eitt elsta band hátíðarinnar fór mikinn í sönglausum lögum sem ganga hvað mest út á það að sýna fram á hvað meðlimirnir eru af- bragðsgóðir hljóðfæraleikarar. Þar er í fararbroddi Guðlaugur Falk, einstakur gítarleikari sem málm- senan hópaðist að baki nýverið eftir að hann greindist með krabbamein. Hann bar sig þó vel. Það er augljóst að hann lætur engan bilbug á sér finna og heldur ótrauður áfram. Angist er ein af hljómsveitunum sem mér finnst of fáir vita af. Stór- gott dauðarokksband sem þar fyrir utan skartar tveimur konum. Það ætti út af fyrir sig ekki að teljast fréttnæmt en í þessum heimi er það því miður raunin. Angist er í öllu falli frábært dæmi um fantagóða hljómsveit sem allir sem hafa áhuga á þungu rokki ættu að kynna sér vel. Því miður leið hún fyrir slæma hljóðblöndun og lýsingu svo að þessir tónleikar voru ekki besta dæmið en engu að síður skemmti- legir. Stóra sviðið Fyrsta hljómsveit dagsins í íþróttahúsinu var In the Company of Men. Hratt og tæknilegt band sem hélt áhorfendum vel við efnið og lék af miklum krafti. Það var drjúgt í húsinu og augljóst að fólk ætlaði ekk- ert að vera að hangsa þennan dag- inn. Það átti sko að hlusta á tónlist. Næst gaf að heyra Kolrössu krókr- íðandi. Til að byrja með mætti Kol- rassa skipuð upphaflegum með- limum en eftir fyrstu lögin skipti hún um trymbil og hélt áfram í núverandi mynd. Stelpurnar hækkuðu vel í „overdrive“-fetlunum og hljómuðu rokkaðri en nokkru sinni og skilaði það ansi hreint skemmtilegum niður- stöðum. Elíza Newman fór mikinn, bæði í söng og fiðluleik, og bandið stóð þétt að baki henni. Ensími steig á svið rétt að nálgast tíu um kvöldið og mikið óskaplega er það góð hljóm- sveit. Reyndar fannst mér settið dala um miðbikið og hún leikur ill- aðgengilega tónlist, en slagararnir flutu með og héldu fólki við efnið. Líkt og áður var algjörlega vent í kross þegar Ensími lauk leik, en þá tók við bandaríska dauðamálm- sveitin Immolation. Þvílík sturlun. Eina leiðin til að halda í við mennina á sviðinu var að drekka þrjár kaffi- könnur og vonast til að skjálftinn kæmi manni í takt við trymbilinn. Þeir léku allt frá elsta til nýjasta lags og spönnuðu allan ferilinn, frá 1988, og þreyttu mannskapinn vel. Geð- veikin hélt áfram. Doktor Spock var mættur. Þeir félagar keyrðu áfram af þvílíkri orku að erfitt er að ímynda sér að það verði jafnað í einhvern tíma, þó ber að hafa í huga að hátíðin er rétt hálfnuð og það er nóg eftir. Flösu var feykt, sveittir líkamar nudduðust hver við annan í málm- blendinni alsælu. Farið víða Hljómsveitin Ottoman söðlaði um og lék í bílskúr gegnt sviðinu.Færeyingar Frændur okkar í Goresquad gerðu innrás á Eistnaflug. Málmblendin alsæla Morgunblaðið/Elín Arnórsdóttir Hress Guðlaugur Falk forsprakki Dark Harvest lét eingan bilbug á sér finna þrátt fyrir erfið veikindi og sveiflaði faxinu sem enginn væri morgundagurinn. Eitt elsta band hátíðarinnar fór mikinn í sönglausum lögum. Teiknimynda- söguútgefand- inn Marvel hef- ur tilkynnt að héðan í frá muni 15 ára blökkustúlka bera búning Járnmannsins, eða Iron Man. Að sögn BCC mun Riri Williams taka við af milljónamæringnum og vopnauppfinningamanninum Tony Stark í næstu seríu: Civil War 2. Þessi nýja persóna, sem er snill- ingur í vísindum, er fædd í Chi- cago og nemur við MIT, einn besta og virtasta háskóla Bandaríkj- anna. Brian Michael Bendis sem skrif- ar Iron Man segist hafa fengið hugmyndina að Riri eftir að hafa unnið í Chicago og verið sleginn af öllu ofbeldinu sem þar ríkir. Riri lendir einmitt í götuofbeldi og lífs- hættulegum aðstæðum sem hafa afdrifarík áhrif á framtíð hennar. Fréttirnar af Riri hafa farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðlana og fólk er mjög spennt fyrir þess- ari breytingu sem þykir rétt skref í átt að aukinni fjölbreytni. Riri Williams tekur við af Tony Stark Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Tímasparnaður • Engin kemísk efni • Ódýrara • Umhverfisvænt • 6 x hreinna - betri þrif • Vinnuvistvænt • Minni vatnsnotkun Nýja ENJO vörulínan er komin á markað Ferskari, líflegri og enn meiri gæði Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið Opið kl. 11-18 alla virka daga ÍSÖLD 2D ÍSL.TAL - FORSÝNING 2 ÍSÖLD 3D ÍSL.TAL - FORSÝNING 4 MIKE AND DAVE 3:50, 6, 8, 10:10 INDEPENDENCE DAY 2 8, 10:30 LEITIN AÐ DÓRU ÍSL.TAL 1:50, 3:50, 5:50 CENTRAL INTELLIGENCE 10:30 WARCRAFT 2D 8 ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 1:50, 5:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar FORSÝNINGTILBOÐ KL 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.