Morgunblaðið - 16.07.2016, Síða 1
L A U G A R D A G U R 1 6. J Ú L Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 165. tölublað 104. árgangur
NÝ STAFGILDI
Í ÍSLENSKU
SKRAFLI ÁTTA TÓNLEIKAR
OLGA VOCAL ENSEMBLE 38LAUSN VANDA 12
Heilbrigð-
ismálin
í forgang
Bjarni Benediktsson
segir að stórbæta þurfi
ýmsa samfélagsþjónustu
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins,
segir að flokkurinn muni
forgangsraða stefnumálum
sínum á næsta kjörtímabili,
þar sem stóraukin áhersla
verði lögð á bætta sam-
félagsþjónustu, minni
greiðsluþátttöku sjúklinga,
eflingu Landspítalans og
bætta heilbrigðisþjónustu
með stórauknum fjár-
framlögum.
Bjarni kveðst í samtali við Sunnudagsblað
Morgunblaðsins í dag, deila þeirri tilfinningu
með stórum hluta fólksins í landinu að það sé
víða pottur brotinn í opinberri þjónustu og
nota beri góðærið til þess að bæta þar úr.
Bjarni nefnir sem dæmi að 20% sjúklinga
treysti sér ekki til að leita heilbrigðisþjónustu
vegna bágrar fjárhagsstöðu og langir biðlistar
hafi myndast eftir lífsnauðsynlegum aðgerðum
eins og hjartaþræðingum.
Stórbæta Landspítalann
„Við ætlum að auka fjárframlög til heilbrigð-
isþjónustunnar með það að markmiði að stór-
bæta Landspítalann og aðrar stofnanir kerf-
isins og minnka greiðsluþátttöku sjúklinga
þannig að það verði enginn fjárhagslegur
þröskuldur sem komi í veg fyrir að fólk nýti sér
þjónustuna.
Við höfum of mörg dæmi þess að fólk er að
falla á milli skips og bryggju og því finnst mér
ekki annað verjandi en að segja að þetta séu
málin sem við ætlum núna að setja í forgang.
Það má treysta því að við munum halda skött-
um og gjöldum í lágmarki, en það er okkar for-
gangsmál núna, að koma samfélagsþjónust-
unni í betra lag,“ segir Bjarni Benediktsson.
Bjarni
Benediktsson
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Hann var hryðjuverkamaður sem
tengdist að líkindum öfgakenndu íslam
á einn eða annan hátt,“ sagði Manuel
Valls, forsætisráðherra Frakklands, í
viðtali við franska sjónvarpsfréttastöð í
gær.
Vísar hann í máli sínu til ódæðis-
mannsins Mohameds Lahouaiejs Bou-
hlels sem vísvitandi ók vörubifreið á
mikilli ferð yfir hóp fólks í frönsku
borginni Nice í fyrrakvöld, á þjóðhátíð-
ardegi Frakka.
Seint í gærkvöldi var fjöldi látinna 84,
þeirra á meðal eru
minnst 10 börn og
ungmenni. Alls voru
um 200 manns fluttir
á sjúkrahús eftir
árásina, af þeim eru
um 50 lífshættulega
særðir. Tala látinna
gæti því hækkað enn
frekar næstu daga.
Bouhlel var 31 árs
gamall, fæddur í
bænum Msaken í Túnis í janúar árið
1985. Hann hafði dvalar- og atvinnuleyfi
í Frakklandi, var fráskilinn og þriggja
barna faðir. Hann hefur nokkrum sinn-
um verið staðinn að afbrotum, flestum
þeirra smávægilegum, en að sögn sak-
sóknarans Francois Molins var Bouhlel
„algerlega óþekktur“ meðal leyniþjón-
ustunnar í Frakklandi.
Ódæðið í Nice hefur vakið sterk við-
brögð víða um heim. Barack Obama
Bandaríkjaforseti sagði það „átakanlegt
og ógeðfellt.“ „Við getum ekki látið und-
an ótta eða snúist gegn hvert öðru eða
fórnað lífsháttum okkar,“ sagði Obama í
ávarpi í Hvíta húsinu.
Fjölmargir komu saman í Nice í gær til
þess að minnast þeirra sem létu lífið við
götuna Promenade des Anglais og lögðu
m.a. blóm og kerti þar. »4, 18 og 20
AFP
Sorg Fjölmargir minntust í gær fórnarlamba árásarinnar í frönsku
borginni Nice. Alls voru í gærkvöldi 84 látnir, þeirra á meðal 10 börn.
„Við getum ekki látið undan ótta“
Minnst 84 týndu lífi í árásinni í frönsku borginni Nice
í fyrrakvöld Fjölmargir minntust þeirra sem létu lífið
Mohamed L.
Bouhlel
Guðni Einarsson
Kristján H. Johannessen
Skotbardagar og sprengingar
heyrðust í Ankara, höfuðborg Tyrk-
lands, í gærkvöldi eftir að hluti tyrk-
neska hersins hóf tilraun til valda-
ráns í landinu í þeirri von að koma
Recep Tayyip Erdogan Tyrklands-
forseta frá völdum.
Þegar Morgunblaðið fór í prent-
un eftir miðnætti var enn óljóst hvor
hafði yfirhöndina. Þannig lýsti upp-
reisnarhluti hersins því yfir að hann
hefði tekið yfir stjórn landsins, en á
sama tíma sagði forsætisráðherra
landsins ástandið „að mestu undir
stjórn.“
Tyrkneska sjónvarpið NTV sagði
orrustuþotur, af gerðinni F-16, hafa
skotið niður herþyrlur með „sam-
særismenn“ innanborðs. Þá bárust
einnig fregnir af því að almennir
borgarar og lögreglumenn hefðu
fallið í skotbardögum í Istanbúl.
Eru tyrkneskir hermenn einnig
sagðir hafa skotið á hóp fólks sem
gerði tilraun til að komast yfir brú
sem þverar Bosporus-sund í Istan-
búl, en hersveitir höfðu áður lokað
fyrir alla umferð fólks þar.
Fljótlega eftir að herinn hóf að-
gerðir sínar lýsti hann yfir útgöngu-
banni í landinu öllu, en á sama tíma
hvatti Erdogan forseti þjóð sína til
að fjölmenna á götum úti sér til
stuðnings. Var hann þá í símaviðtali
við NTV, en staðsetning hans var þá
ekki gefin upp.
Fólk réðst á skriðdreka
Skriðdrekum og þungvopnuðum
hermönnum var komið fyrir á lyk-
ilstöðum í mörgum borgum Tyrk-
lands, s.s. við mikilvægar brýr og
önnur mannvirki. Skriðdrekar voru
hemil á sér og forðast ofbeldi og
blóðsúthellingar“, að sögn BBC.
Kerry og Sergei Lavrov, utanrík-
isráðherra Rússlands, ræddu einnig
ástandið. Kerry lýsti yfir von um að
Tyrklandi, lykilbandamanni í bar-
áttunni gegn Ríki íslams, tækist að
varðveita friðinn.
Borgaraþjónusta utanríkisráðu-
neytisins hér á landi var virkjuð
vegna ástandsins og ræður ráðu-
neytið nú öllum Íslendingum frá því
að ferðast til Tyrklands nema í ýtr-
ustu nauðsyn. Íslendingar sem
staddir eru í landinu eru beðnir um
að sýna varkárni og fylgjast með
fregnum af ástandi mála.
urnar til að mótmæla aðgerðum
hermanna.
„Flestir gegna því að það er út-
göngubann og herlög. Ég held að
flestir séu heima hjá sér. Fólk er
samt vakandi að fylgjast með því
hvað er í gangi. Einhverjir sem eru
ósáttir fóru að mótmæla,“ sagði
Viggó. Hann sagði að aðalgatan sem
liggur meðfram Bosporus og að
Marmarahafi væri undirlögð af her-
bílum og hermönnum.
Barack Obama Bandaríkjaforseti
ræddi við John Kerry utanríkisráð-
herra sem staddur var í Rússlandi.
Þeir voru sammála um að allir hlut-
aðeigandi í Tyrklandi ættu að styðja
„lýðræðislega kjörin“ stjórnvöld í
landinu. Þeir hvöttu alla til að „hafa
t.a.m. fyrir utan Ataturk-flugvöll í
Istanbúl.
Seint í gærkvöldi sýndi fréttastöð
Sky myndir af því þegar fjölmennur
hópur almennra borgara veittist að
áðurnefndum skriðdreka við flug-
völlinn. Klifraði fólk upp á hann og
neyddist áhöfn hans til að loka sig
inni í bryntækinu.
Bænaturnar kölluðu út fólk
„Það er skothríð ekki langt und-
an,“ sagði Viggó Örn Jónsson, einn
eigenda Jónsson & Le’Macks. Hann
var á hóteli í Galata í Istanbúl í gær-
kvöldi. Þyrlur flugu yfir og stöðug
bænaköll heyrðust úr turnum
moskanna þótt komið væri fram á
nótt. Verið var að kalla fólk út á göt-
Valdaránstilraun gegn
Erdogan í Tyrklandi
Istanbúl og Ankara í Tyrklandi minntu einna helst á vígasvæði í gærkvöldi
AFP
Upplausn Þungvopnaðir hermenn og almennir borgarar fylltu götur helstu borga Tyrklands í gærkvöldi.
M Herinn snerist »19