Morgunblaðið - 16.07.2016, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016
Í línuriti sem birtist með grein eftir Vilhjálm Bjarnason í blaðinu í gær, Um
samkeppni sem skaðar, víxluðust ferlar í línuriti. Ferillinn sem sýnir fram-
leiðslu í samkeppni átti að vera utar en ferill í framleiðslu án samkeppni. Bil-
ið á milli ferla sýnir framleiðsluaukningu án aukinna aðfanga eins og sést á
meðfylgjandi skýringarmynd.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Landsframleiðsla með og án samkeppni
Bil milli ferla sýnir
ávinning af
samkeppni
Án samkeppni Með samkeppni
F
r
a
m
l
e
i
ð
s
l
a
Aðföng
Ferlar víxluðust
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Samtök atvinnulífsins (SA) segja að
taka verði fyrirkomulagið í kringum
kjararáð til gagngerrar endurskoð-
unar. „Úrskurðir kjararáðs hafa
ekki haldið í við almenna launaþró-
un, þrátt fyrir skýr ákvæði laganna
þar að lútandi. Slíkt kallar á leiðrétt-
ingar á borð við þær sem við erum að
sjá núna, sem ávallt virðast valda
uppnámi á vinnumarkaði óháð því
hver launaþróun þessa hóps hefur
verið í víðara samhengi,“ segir í
grein á heimasíðu SA.
SA segir að launaþróun helstu
hópa á vinnumarkaði frá nóvember
2006 til nóvember 2015 hafi verið
mjög sambærileg og hóparnir hafi
notið rétt tæplega 80% launahækk-
ana á tímabilinu. Launaþróun hópa
sem taki laun samkvæmt úrskurði
kjararáðs hafi verið öllu lakari.
„Þannig hafa alþingismenn hækk-
að um 41,5% á sama tímabili, ráð-
herrar um 39,3% og ráðuneytisstjór-
ar um 35,9%. Með öðrum orðum
hefur þessi hópur dregist aftur úr
viðmiðunarhópum SALEK-sam-
komulagsins sem nemur um 21-24%
á þessu tímabili,“ segir í grein SA.
Þá segir SA að í ljósi þessa verði ekki
séð hvernig nýgengnir úrskurðir
kjararáðs eigi að stefna SALEK-
samkomulaginu í uppnám.
Miðað var við nóvember 2013
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
sagði að afstaða SA kæmi sér á
óvart. Hann sagði að skiptar skoð-
anir hefðu verið um við hvaða grunn-
ár ætti að miða þegar sameiginleg
launastefna var mótuð sl. haust.
„Niðurstaðan var að nota nóvem-
ber 2013 sem viðmiðun,“ sagði Gylfi.
Hann sagði að sátt hefði verið um þá
viðmiðun, a.m.k. í viðræðum ASÍ og
BSRB við SA, ríki og sveitarfélög.
Aðrir hópar, t.d. BHM og kennarar,
hefðu viljað nota aðrar viðmiðanir.
„Ég veit að iðnaðarmenn og versl-
unarmenn vildu líka aðrar viðmiðan-
ir. Þeir máttu þola verulegar launa-
lækkanir í hruninu, miklu meiri en
þessir hópar sem nú eru að fá leið-
réttingu sinna kjara,“ sagði Gylfi.
„SA verða að lesa aftur þær forsend-
ur og samninga sem við skrifuðum
undir áður en þeir skrifa svona vit-
leysu, að þetta hafi ekkert með for-
sendur kjarasamninga að gera. Við
notuðum nóvember 2013 en ekki
nóvember 2006.“ Gylfi segir að ef
miða eigi við nóvember 2006 þá taki
SA því væntanlega fagnandi þegar
hópar í ASÍ vilji fá réttmæta leið-
réttingu á þeirri lækkun launa sem
varð 2009 og 2010. Gylfi segir að þeir
sem heyra undir kjararáð séu nú
m.a. að fá leiðréttingu launalækkana
sem urðu á því tímabili.
SA bera blak
af kjararáði
Afstaða SA kemur ASÍ á óvart
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Undirritun Samningur ASÍ og SA
var samþykktur í janúar sl.
Vertu upplýstur!
blattafram.is
SUMUM LEYNDARMÁLUM
Á EKKI Að ÞAGA YFIR.
GEYMIR ÞÚ MÖRG SLÍK?
HVAÐ MEÐ
KYNFERÐISOFBELDI?
ÚT
SA
LA
Kjólar í úrvali!
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
Fylgist með okkur á facebook
40%
afsláttur
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
kjólar kápur
jakkar frakkar
skyrtur pils peysur
o.m.fl
buxur
blússur
Opið í dag 10-15
Bæjarlind 6, sími 554 7030 | Við erum á facebook
Buxur á útsölu
40-50% afsláttur
Str. 36-56
Laugavegi 52 | 101 Reykjavík
Sími 552 0620 | gullogsilfur.is
Sparidress - Sumaryfirhafnir - Peysur - Blússur - Bolir
Laugavegi 63 • S: 551 4422
STÓRÚTSALA
Enn meiri afsláttur
40% - 50%
www.laxdal.is
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
—með morgunkaffinu