Morgunblaðið - 16.07.2016, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016
Kristín Halldórsdóttir
fyrrverandi þingkona
Kvennalistans lést á
Mörk hjúkrunarheimili
að morgni 14. júlí s.l.,
76 ára að aldri. Kristín
var þingmaður Reyk-
nesinga 1983-1989 og
1995-1999. Hún var for-
maður Ferðamálaráðs
1989-1993.
Kristín var fædd í
Varmahlíð í Reykjadal í
Suður-Þingeyjarsýslu
20. október 1939.
Foreldrar hennar
voru Halldóra Sig-
urjónsdóttir, skólastjóri Húsmæðra-
skólans á Laugum, og Halldór Víg-
lundsson smiður, en hann starfaði í
mörg ár sem vitavörður, m.a. á
Horni og Dalatanga.
Á unglings- og námsárunum vann
Kristín sem kaupakona og vinnu-
kona í heimasveit sinni, í skógrækt-
inni í Vaglaskógi, í frystihúsi og á
síldarplani á Siglufirði.
Kristín lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1960
og kennaraprófi frá Kennaraskóla
Íslands 1961. Hún var blaðamaður á
Tímanum, ritstjóri Vikunnar, starfs-
kona Samtaka um kvennalista og
framkvæmdastjóri flokks og þing-
flokks Vinstri grænna.
Kristín var ein stofnenda Kvenna-
listans (Samtaka um kvennalista) í
mars 1983. Hún var ein
þriggja kvenna
Kvennalistans sem
náðu kjöri í alþing-
iskosningunum 1983,
hinar voru Guðrún
Agnarsdóttir og Sig-
ríður Dúna Krist-
mundsdóttir, en þá
bauð listinn aðeins
fram í þremur kjör-
dæmum.
Kvennalistinn næst-
um tvöfaldaði fylgi sitt
fjórum árum síðar, ár-
ið 1987, og fékk sex
konur kjörnar á þing.
Það reyndist vera besti árangur
Kvennalistans í alþingiskosningum.
Kristín var landskjörinn alþing-
ismaður Reyknesinga 1983-1987, al-
þingismaður Reyknesinga 1987–
1989 og 1995–1999 (Samtök um
kvennalista, utan flokka, þing-
flokkur óháðra).
Kristín var 1. varaforseti neðri
deildar Alþingis 1986-1987. Hún var
formaður þingflokks Samtaka um
kvennalista 1984-1985, 1996-1997 og
1998-1999. Umhverfismál og nátt-
úruvernd voru henni hjartans mál
og tók hún meðal annars virkan þátt
í starfi Umhverfisvina.
Eftirlifandi eiginmaður Kristínar
er Jónas Kristjánsson ritstjóri. Þau
áttu fjögur börn, Kristján, Pálma,
Pétur og Halldóru.
Andlát
Kristín HalldórsdóttirDraumurinn
um demant
Sérfræðingar í demöntum
Íslensk hönnun
og smíði
Laugavegur 61 ︲ Kringlan ︲ Smáralind ︲ Sími 552 4910
PIPA
R\TBW
A
•
SÍA
jonogoskar.is
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri
Hótels Reynihlíðar við Mývatn, segir
dapurlegt að ýmsir heimamenn í
Skútustaðahreppi geri sér ekki grein
fyrir gífurlegri þýðingu frekari upp-
byggingar ferðaþjónustunnar í Mý-
vatnssveit.
„Mér finnst það mikið fagnaðar-
efni að fá svona sterkan aðila í ferða-
þjónustunni, eins
og Icelandair
Group, til þess að
setja sig niður hér
í Mývatnssveit,“
sagði Pétur í sam-
tali við Morgun-
blaðið í gær.
Pétur segist
telja það mjög
mikilvægt að Hót-
el Reykjahlíð sé
fyrsta nútímahót-
elið í Mývatnssveit, reist 1947, og
hótelinu og stofnendum þess,
Reykjahlíðarsystrum, sé mikill sómi
sýndur með því að gera hótelið upp
og stækka á jafn smekklegan hátt og
gert er ráð fyrir, samkvæmt þeim
teikningum sem liggja fyrir, og gera
hótelið þannig að besta og glæsileg-
asta hóteli Mývatnssveitar.
Glæsileg hótelbygging
„Við erum að tala um miklu glæsi-
legri hótelbyggingu en menn eiga að
venjast, sem m.a. á að varðveita
þessa merkilegu sögu móttöku gesta
í Reykjahlíð,“ sagði Pétur.
Pétur segir að byggingin hafi ver-
ið hönnuð þannig að hún muni ekki
trufla útsýni svo nokkru nemi. „Þó
að útsýnið myndi skerðast eitthvað á
100 metra kafla, á 36 kílómetra hring
umhverfis Mývatn, þá sé ég engan
ofboðslegan voða í því,“ sagði Pétur.
Pétur var spurður hvort mót-
mælaundirskriftirnar í Mývatnssveit
gætu haft áhrif á það hverjar yrðu
endanlegar ákvarðanir: „Ég tel að
þessi mótmæli hafi ekki verið á rétt-
um forsendum. Það þýðir ekkert að
koma eins og gargandi krakki og
heimta að sveitarstjórnin setji málið
eins og það leggur sig í pappírstæt-
arann. Málið er í eðlilegum stjórn-
sýslulegum farvegi. Ég mæli með því
að menn kynni sér hvað stendur til
að gera og komi í framhaldi af því
með rökstuddar athugasemdir. Það
tel ég vera hinn eðlilega gang mála,
en ekki að hóta með þeim hætti sem
gert hefur verið, áður en endanleg
tillaga kemur fram. Auk þess hefur
verið gengið svo hart fram í þessari
mótmælasöfnun, að menn hafa nán-
ast verið neyddir til þess að skrifa
undir, hver á fætur öðrum,“ sagði
Péutr.
Hann segir að undirskriftalistinn
hafi ekki verið gerður opinber og því
viti engir nema þeir sem standa fyrir
söfnuninni hvaða nöfn eru á listan-
um.
Pétur segir að áhrifin af þeim
tveimur hótelbyggingum við Mývatn
sem standi fyrir dyrum séu jákvæð.
„Íslandshótel eru að byggja 90 her-
bergja hótel hérna við hliðina á Hótel
Reynihlíð og viðbyggingin við Hótel
Reykjahlíð verður um helmingur
þess hótels í herbergjafjölgun. Hótel
Reykjahlíð er minnsta hótelið í Mý-
vatnssveit og verður það áfram.
Hér heima fyrir finnst mér menn
ekki almennt átta sig á því hvaða
bylting er að verða í ferðaþjónust-
unni.
Þessar miklu fjárfestingar sem
áformaðar eru hér munu þýða stór-
aukið framboð á störfum og þetta
mun styrkja búsetuskilyrði hér á
svæðinu mjög mikið. Sem er auðvit-
að gríðarlega jákvætt. Það er dapur-
legt að margir sem búsettir eru í Mý-
vatnssveit átta sig ekki á því hvað
ferðamennskan er mikilvæg fyrir
Mývatnssveit. Ef við hefðum ekki
ferðamenn á þessu svæði þá væri
engin búð eða bensínstöð í Mývatns-
sveit, svo dæmi séu tekin,“ sagði Pét-
ur. Hann bendir á að fyrir 20 árum
hafi verið 600 manna samfélag á Mý-
vatni, sem nú sé komið niður undir
300. Við þá uppbyggingu sem nú sé á
döfinni muni störfum í Mývatnssveit
fjölga um allt að 150. Það muni um
minna.
Mótmæli ekki á réttum forsendum
Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótels Reynihlíðar, fagnar því að Icelandair Group ætli að setja
sig niður í Mývatnssveit Segir þörfina á frekari uppbyggingu í ferðaþjónustu brýna í Mývatnssveit
Tölvuteikning
Við Mývatn Þetta er tölvugerð mynd sem sýnir hvernig viðbygging Hótels Reykjahlíðar beggja vegna gamla hót-
elsins á að líta út. Glöggt má sjá að áætluð viðbygging hótelsins er mun lágreistari en gamla Hótel Reykjahlíð.
Torfþak Líkt og sjá má á þessari tölvugerðu mynd á þak viðbyggingar Hótels Reykjahlíðar að vera torfþak.
Pétur
Snæbjörnsson