Morgunblaðið - 16.07.2016, Page 20

Morgunblaðið - 16.07.2016, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn er heim-urinn sleg-inn óhug vegna hryðjuverka í Frakklandi. Á fimmtudagskvöld ók maður vörubíl inn í mannþröng á helstu breiðgötu strandborgarinnar Nice á fimmtíu kílómetra hraða og nam ekki staðar fyrr en eftir tvo kílómetra þegar hann féll fyrir byssukúlum lögreglu. Í gær var tala látinna farin að nálgast níutíu. Enn eru tugir manna í lífshættu. Tilræðismaðurinn valdi Bast- illudaginn til verksins þegar Frakkar halda þjóðhátíð undir merkjum einkunnarorðanna frelsi, jafnrétti og bræðralag. Ekki er vika liðin síðan Evr- ópumótinu í knattspyrnu lauk í Frakklandi. Það stóð í mánuð og allan tímann var gríðarlegur viðbúnaður. Á einu og hálfu ári höfðu hryðjuverkamenn í tví- gang framið hrottalegar árásir í Frakklandi. 147 manns létu lífið í hryðjuverkum í janúar og nóv- ember í fyrra. Allt kapp var lagt á að tryggja öryggi á meðan augu heimsins beindust að Frakklandi. Þegar mótinu lauk vörpuðu menn öndinni léttar. Francois Hollande, forseti Frakklands, lýsti yfir því á fimmtudag að neyðarástandi yrði aflétt síðar í mánuðinum. Eftir ódæðisverkið í gær til- kynnti hann að neyðarástandið yrði framlengt um þrjá mánuði. Frönsk yfirvöld rannsaka nú hvort tilræðismaðurinn hafi haft vitorðsmenn. Enn hefur ekkert komið fram – í fjölmiðlum í það minnsta – sem bendir til annars en að hann hafi verið einn á ferð. Ökumaðurinn er ekki til frá- sagnar. Talið er að hann hafi heitið Mohamed Lahouaiej Bou- hlel. Hann var 31 árs gamall, fæddur í Túnis 1985 og flutti til Frakklands um tvítugt. Ná- grannar hans segja að hann hafi verið einfari, sem ekki svaraði þegar yrt var á hann. Bouhlel hafði komist í kast við lögin vegna smáglæpa og ofbeldis, en mun ekki hafa verið í gagna- grunni franskra yfirvalda yfir þá, sem grunaðir eru um að vera róttækir vígamenn. Enginn hefur lýst ábyrgð á morðunum í Nice á hendur sér. Íslamskir haturspredikarar hafa hins vegar skorað á fylg- ismenn sína að fremja hryðju- verk með því að aka bílum inn í mannþröng. Í fjölmiðlum í gær var rifjað upp að árið 2014 birti Abu Mohammed al-Adnani, tals- maður Ríkis íslams, leiðbein- ingar um hvernig fremja mætti hryðjuverk án þess að vera vopnaður byssum eða sprengj- um. „Ef þú getur ekki sprengt eða skotið úr byssu, komdu þá á einkafundi með heiðnum Frakka eða Bandaríkjamanni og brjóttu höfuðkúpuna á honum með steini, slátraðu honum með hnífi, keyrðu yfir hann á bílnum þínum, hentu hon- um fram af bjargi eða sprautaðu í hann eitri,“ sagði al-Adnani og bætti við að slíkan verknað þyrfti ekki að bera undir nokkurn mann því að allir heiðingjar væru rétt- dræpir, jafnt hermenn sem óbreyttir borgarar. Gríðarleg áhersla er nú á að bregðast við skipulögðum hryðjuverkum um leið og reynt er að ganga á milli bols og höf- uðs á Ríki íslams og öðrum hryðjuverksamtökum. En erf- iðara er að bregðast við þegar einfarar eru á ferð með bíl á leigu að vopni. Alain Juppé, fyrrverandi for- sætisráðherra og mögulegur forsetaframbjóðandi hægri manna á næsta ári, sagði í gær að „hefði öllum ráðum verið beitt hefði þessi harmleikur ekki átt sér stað“. Ugglaust er alltaf hægt að segja að gera hefði mátt betur, en þessi gagnrýni er tæplega makleg. Haldið var upp á Ba- stilludaginn um allt Frakkland í fyrradag. Hryðjuverkamenn hefðu getað látið til skarar skríða um allt landið. Frakkar halda skrá yfir íslamista, sem grunur leikur á að gætu framið ofbeldisverk. Vígamenn, sem frömdu ódæðisverkin í Frakk- landi í fyrra, voru á þeim lista. Það virðist Bouhlel ekki hafa verið. Hryðjuverkin í Frakklandi hafa haft sín áhrif. Dregið hefur úr straumi ferðamanna líkt og í Tyrklandi þar sem hryðjuverk hafa verið tíð. Óttast menn nú að eftir ítrekuð hryðjuverk verði ferðaþjónustan lengur að ná sér á strik. Frakkar hafa gengið hart fram gegn Ríki íslams. Við yf- irheyrslur liðsmanna samtak- anna, sem snúið hafa aftur til Vesturlanda, hefur komið fram að þau voru farin að skipuleggja tilræði í Frakklandi áður en þau lýstu yfir stofnun kalífats og tóku borgina Mosul í Írak árið 2014. Samtökin eru nú aðþrengd í Írak og Sýrlandi og reyna því að berja frá sér. Tilgangur tilræð- anna er að búa til þá ímynd að þrátt fyrir að þau eigi undir högg að sækja búi þau yfir styrk. En samtökin láta ekki bara til skarar skríða á Vesturlöndum heldur um allan heim. Í lok múslímahátíðarinnar Ramadan voru framin mannskæð hryðju- verk í Bangladess, Írak, Saudi- Arabíu og víðar. Öll ríki heims þurfa að snúa bökum saman í baráttunni gegn hryðjuverkum. Markmiðið er að ganga milli bols og höfuðs á Ríki íslams og öðrum vígasamtökum íslamista og stöðva útbreiðslu hugmyndafræði haturs og kreddu, en það eru ekki til nein- ar töfralausnir. Ógnin verður því miður áfram til staðar. Enn eru hryðjuverk framin í Frakklandi}Hryllingurinn í Nice S eint á fimmtudagskvöldið tóku að berast fréttir af skelfilegum atburði í hinni friðsælu hafnarborg Nice í Suður-Frakklandi. Fljótlega varð ljóst að um mannskæða hryðju- verkaárs væri að ræða og nú er orðið ljóst að á níunda tug manna, þar á meðal börn, liggja í valnum. Er þetta þriðja mannskæða árásin af þessu tagi í Frakklandi á einu og hálfu ári og innan Evrópu hefur Belgía einnig orðið fyrir barðinu á vitfirrtum morðhundum sem láta einskis ófreistað í að valda ótta og usla í þeim samfélögum sem þeir leggja til atlögu í. Þessar árásir eru ógnarnærri okkur Íslend- ingum og beinast gegn svæðum og hópum fólks sem við sækjum gjarnan heim á ferðum okkar erlendis. Við erum því ekki eins fjarri heimsins vígaslóð og þegar Hulda orti um fagra föð- urlandið í tilefni lýðveldisstofnunar á Þingvöllum 1944. Þó að mikilvægt sé að fólk haldi ró sinni og láti ódæð- ismennina ekki ná tökum á aðstæðum er ekki endalaust hægt að skáka í skjóli þess að viðbrögð við ógninni feli í sér sigur fyrir þá sem fyrir þeim standa. Þau rök blífa ekki þegar mannfallið er orðið slíkt að hundruð óbreyttra borg- ara týna lífi á einu ári. Viðbrögðin þurfa að vera af þeim toga að þau ógni ekki grunngildum vestrænna samfélaga og gangi ekki úr hófi á þá friðhelgi sem við viljum tryggja hverjum og einum einstaklingi, jafnt hvað varðar persónu- vernd og athafnafrelsi. Það getur þó reynst erfitt að sam- rýma hvort tveggja. Dæmi um það eru hinar löngu raðir á flugvöllum sem vopnaleitin veldur og þá eru slíkar raðir jafnvel farnar að sjást á brautarpöllum járn- brautarstöðva í Evrópu – ekki síst Frakklandi. Mikið uppistand varð hérlendis þegar í ljós kom að íslenska lögreglan hafði þegið notaðar og aflagðar byssur frá Noregi fyrir nokkrum misserum síðan. Stóryrtir álitsgjafar höfðu uppi mikla gagnrýni á þá ráðstöfun og fundu þá, líkt og nú, því allt til foráttu ef íslensk lög- regla yrði betur vopnum búin en hingað til. Í mars 2015 sendu fulltrúar Ríkislög- reglustjóra innanríkisráðherra greinargerð þar sem farið var yfir stöðu vopnamála lög- reglunnar. Þar segir meðal annars: „Hin nýja tegund tilvika þar sem markmið gernings- manns er að deyða sem flesta með egg- eða skotvopni kallar á aukinn viðbúnað almennrar lögreglu. Sækja þarf nær viðkomandi en við á um hefðbundin vopnatilfelli og gíslatökur til þess að stöðva yfirstandandi verknað. Það kallar einnig á aukna þjálfun og búnað almennra lögreglumanna til fyrstu viðbragða.“ Voðaverk eru framin hér á landi eins og annars staðar. Sem betur fer höfum við ekki horft upp á neitt í líkingu við það sem gerst hefur í París, Brussel, Bagdad, Nice og víð- ar á undanförnum mánuðum. Það getur hins vegar gerst, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það er eins gott að ráðamenn búi svo um hnútana að hægt sé að bregðast skjótt og fumlaust við í slíkum aðstæðum. Og það er eins gott að friðsælt samfélag á borð við það íslenska horfist í augu við að það er nauðsynlegt. ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Svo langt frá heimsins vígaslóð? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fjöldi einstaklinga sembúa á hjúkrunar- ogdvalarheimilum á Íslandihefur aukist jafnt og þétt síðastliðin ár. Þessi þróun hefur orðið samhliða hækkandi líf- aldri fólks, sem frá árinu 1996 hef- ur lengst að meðaltali um 3,9 ár hjá körlum en 2,2 ár hjá konum. Þetta kemur fram í grein sem Védís Helga Eiríksdóttir og Sig- ríður Egilsdóttir rita í nýjan Talnabrunn Landlæknisembætt- isins. Í greininni kemur fram að hinn 1. maí 2016 bjuggu 2.407 ein- staklingar á hjúkrunarheimilum landsins. Langmestur hluti þess- ara einstaklinga bjó á höfuðborg- arsvæðinu eða 1.372. Næstflestir bjuggu á hjúkrunarheimilum á Suðurlandi og Norðurlandi, eða um það bil 300 íbúar í hvoru um- dæmi. Flestir á Suðurlandi Þegar tillit hefur verið tekið til mismunandi fjölda aldraðra í hverju heilbrigðisumdæmi fyrir sig kemur í ljós að flestir bjuggu á hjúkrunarheimilum á Suðurlandi (80,3 á hverja 1000 aldraða íbúa í umdæm- inu) og á Vesturlandi (79,3 á hverja 1000 aldraða íbúa). Hins vegar voru fæstir bú- settir á hjúkrunarheimilum á Suð- urnesjum, eða 51,2 á hverja 1000 aldraða íbúa. Hlutfallið er litlu hærra á höfuðborgarsvæðinu. Árið 1998 bjuggu tæplega 2.000 einstaklingar í hjúkrunar- og dval- arrýmum en árið 2015 var þessi tala komin upp í 2.710. Á sama tímabili hefur einstaklingum eldri en 67 ára fjölgað um tæp 11.200 á landsvísu og hlutfall ein- staklinga sem búa á hjúkr- unarheimilum lækkað lítillega, úr 72,2 á hverja 1000 íbúa yfir 67 ára aldri árið 1998 í 69,6 á hverja 1000 íbúa á sama aldri árið 2015. Hæst var hlutfallið árið 2005 þegar 96,1 af hverjum 1000 eldri íbúum bjó á hjúkrunar- og dval- arheimilum landsins. Talsverð fjölgun hefur orðið á hjúkrunarrýmum á kostnað dval- arrýma frá árinu 2004. Það ár voru hjúkrunarrými 2.033 en dval- arrými 896, en 2015 hafði dval- arrýmum fækkað um 542 rými. Konur eru í meirihluta þeirra sem dvelja á hjúkrunar- og dval- arheimilum landsins og hefur kynjahlutfallið haldist nokkuð stöðugt á síðastliðnum 18 árum. Mun fleiri konur Árið 2015 voru konur 64,1% þeirra sem bjuggu á hjúkrunar - og dvalarheimilum en 35,9% voru karlar. Þetta hlutfall endurspeglar kynjahlutfall Íslendinga eldri en 67 ára sem er 62,1% konur og 37,9% karlar, segir í greininni. Á línuriti sem fylgir Talna- brunninum má sjá að langflestir íbúar á hjúkrunar- og dvalarheim- ilum eru í hópi 80 ára og eldri og hefur hlutfall einstaklinga í þeim hópi aukist úr 67,5% af heild árið 1996 í 76,9% árið 2016. Hinsvegar hefur orðið umtals- verð fækkun í hópi einstaklinga sem eru á aldrinum 70 til 79 ára á tímabilinu, úr 25,5% í tæp 16,7%. Einstaklingar sem óska eftir plássi á hjúkrunar- og dvalarheim- ilum þurfa að gangast undir færni- og heilsumat þar sem lagt er faglegt mat á þörfina fyrir var- anlegt búsetuúrræði. Fjölgar á hjúkrunar- heimilum landsins Eir í Grafarvogi Langflestir íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum eru í hópi 80 ára og eldri. Fækkað hefur í hópi fólks á bilinu 70-79 ára. Fjöldi einstaklinga sem eru á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrými hefur talsvert aukist á undanförnum árum, eða um 25% á síðustu sjö árum. Á sama tíma hefur einstaklingum sem eru 80 ára og eldri fjölgað um 297 á landsvísu, sem mögulega skýrir hluta þeirrar aukningar sem orðið hefur á fjölda einstaklinga á biðlista eftir hjúkrunar- eða dvalarrými. Þrátt fyrir þá aukningu sem orðið hefur á fjölda einstaklinga á biðlista eftir rými á hjúkrunar- og dval- arheimilum hefur tíminn sem fólk bíður eftir plássi ekki lengst. Reiknaður meðalbiðtími síðastliðinna sjö ára er 188 dagar, á landsvísu. Hins vegar er biðtím- inn mislangur eftir heilbrigðisumdæmum og hefur alla jafna verið stystur á Vestfjörðum, eða 144 dagar, en lengstur á Vest- urlandi, eða 222 dagar. Meðalbiðtími á höfuðborgarsvæðinu er 158 dagar. Biðtími er 188 dagar FJÖLDI FÓLKS Á BIÐLISTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.