Morgunblaðið - 16.07.2016, Page 25

Morgunblaðið - 16.07.2016, Page 25
fæddust. Jói var duglegur að koma um verslunarmannahelgar vestur í Dali með tjaldvagninn og krakkana þegar Jóna var að vinna og var alltaf yndislegt að fá þau. Jói var alltaf brosandi, stutt í hláturinn og með sér- staklega gott lundarfar og lífs- glaðari mann var varla að finna. Það var aldrei að sjá að hann væri þreyttur en maður vissi að hann vann mikið eins og gengur þegar fólk er ungt og er að koma sér upp húsnæði og menntun. Það er erfitt að kveðja góðan dreng sem fór allt of snemma. Við fjölskyldan sendum elsku Jónu Rut og börnum innilegar samúðarkveðjur og megi góður Guð veita þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Steina Þórey, Helgi, Ragnar Björn og Veig- ar Þór. Kæri Jói minn. Sorgin er mikil og örið stórt sem eftir stendur, það er svo ósanngjarnt að svo ljúfur dreng- ur og fjölskyldufaðir sé tekinn frá okkur í blóma lífsins. Ég á ennþá bágt með að trúa að þú sért farinn, en ég er gífurlega þakklátur fyrir að hafa kynnst þér og geta kallað mig vin þinn. Það eru margar minningar sem spretta fram þegar hugsað er til baka, þó síðustu ár hafi sambandið ekki verið mikið. Ég er svo ánægður að við höfum ákveðið að hittast um daginn, rifjað upp gamla tíma og sungið smá, sögurnar eru ótal margar og þær mun ég geyma alla ævi. Þú varst alltaf brosandi, ég hreinlega man ekki eftir þér öðruvísi, glaðværðin og hlátur- inn var alltaf á sínum stað. Al- veg er ég viss um að nú eruð þið félagarnir saman í einhverju stússi og fylgist með okkur sem eftir erum. Mér þykir það sárt að ná ekki að kveðja þig, en þú veist hversu dýrmætur vinur þú varst mér og einhvern tímann munum við hittast aftur. Ég bið Guð að styrkja Jónu, börn ykkar og fjölskyldu. Minn- ingin um ljúfan og góðan dreng lifir. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Páll Kristófersson. Elskulegur vinur okkar er fallinn frá. Jóhannes lést af slysförum hinn 7. júlí síðastliðinn Jói, eins og hann var að öllu jöfnu kallaður, var einstaklega glaður og skemmtilegur dreng- ur, hann átti þann eiginleika að það var alltaf gaman þar sem hann var. Gleði og fjör skein af honum og munum við ekki eftir honum öðruvísi en brosandi. Jói var sannur vinur vina sinna og líklega hjálpsamasti maður sem við höfum kynnst. Ótal minningar sem við geym- um í hjarta okkar eru nú of- arlega í huga okkar. Þær eru ófáar minningarnar sem fljúga upp í hugann á þessum tímum, en eitt eiga þær allar sameig- inlegt, það var alltaf hlátur, gleði og hamingja á öllum þess- um stundum. Elsku Jói okkar, það er mikill missir að fá ekki að umgangast þig lengur, en minning þín mun lifa með okkur til æviloka. Elsku Jóna, börn og aðrir ást- vinir, megi Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Vin sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin. En óvinar síns skyli engi maður vinar vinur vera. (Úr Hávamálum.) Hilmar Þór Ævarsson og Ragnar Þór Baldursson. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016 ✝ Hjalti JakobIngason fædd- ist í Reykjavík 2. maí 2012. Hann lést af slysförum 1. júlí 2016. Foreldrar hans eru Gunnhildur Rán Hjaltadóttir, fædd 21. júní 1986, og Ingi Þór Jónsson, fæddur 18. júní 1981. Systur hans eru Ída Þorgerð- ur Ingadóttir, fædd 27. maí 2014, og Lotta Þorbrá Inga- dóttir, fædd 24. desember 2015. Foreldrar Gunnhildar Ránar eru Hjalti Svanberg Hafsteinsson og Sigríður Jóns- dóttir. Foreldrar Inga Þórs eru Ragnhildur Jóns- dóttir og Jón Hall- grímsson. Hjalti Jakob var upp alinn á Stokkseyri hjá foreldrum sínum og systrum og var til heimilis að Heiðarbrún 12. Hann var á leik- skólanum Æskukoti á Stokks- eyri. Útför Hjalta Jakobs verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 16. júlí 2016, klukkan 11. Jarðsett verður í Stokkseyr- arkirkjugarði. Elsku Hjalti Jakob okkar. Stundum skiljum við ekki hversu lífið getur verið ósann- gjarnt. Við sitjum eftir og fáum engin svör við öllum spurning- unum sem sækja á okkur þessa erfiðu daga. Þú varst bara lítill yndislegur strákur sem átti allt lífið framundan. Þú varst á leik- skólanum Æskukoti þar sem amma Sirrý vinnur, þar varstu að hjóla og leika þér með Frið- riki Valberg vini þínum og ná- granna. Þið tínduð orma, ról- uðuð og nutuð lífsins og oftar en komstu til ömmu Sirrýjar og sagðir: „Þú sækir mig“ af því að þú vildir koma heim til ömmu og afa eftir leikskólann. Alltaf, alveg frá því að þú fæddist, hef- ur verið einhver órjúfanlegur strengur á milli ömmu Sirrýjar og þín sem erfitt er að útskýra, eitthvað gott og ósnertanlegt sem við vissum bæði af. Þú varst alltaf síbrosandi, þó svo að þú ættir stórt skap og ekki var alltaf auðvelt að koma þér í föt því helst vildir þú vera á hlýrabol einum fata, hvernig sem viðraði. Frændur þínir, Unnar og Steinar, höfðu líka mikið aðdráttarafl og oft varstu með þeim úti í hesthúsi að kíkja á kindurnar og kálfana. Þar átt- ir þú sjálfur tvær kindur og meira að segja fékkstu verðlaun þegar Ídakind, en það skírðir þú kindina, eftir Ídu systur þinni, var valin fallegasta gimbrin hjá Búnaðarfélaginu. Traktorar voru uppáhaldsfarar- tækin og þið Unnar fóruð marga rúnta og oft bara til að rúnta. Þegar Lotta Þorbrá fæddist, á aðfangadag jóla síðastliðinn, vildir þú að hún héti Sindy Lou eins og stelpan í ævintýrinu um tröllið sem stal jólunum. Stelp- an sem vildi að allir væru góðir og fannst að jólin ættu ekki bara að snúast um gjafirnar. Lotta var svo skírð í vor en er oft ennþá kölluð Sindy Lou. Alltaf hefur þú verið mjög hreinlegur og vildir helst að einhver mataði þig með skeið þegar þú fékkst ís svo að þú yrðir ekki klístraður á hönd- unum og margar fleiri þannig sögur er hægt að segja af þér. Elsku Hjalti Jakob, við vitum núna að Svandís Þula hefur tekið á móti þér í Blómabrekk- unni og þar hlaupið þið um áhyggjulaus og gleðjið þá sem þar sitja. Mér er sem leggi ég lófann á litla höfuðið þitt, biðjandi Guð að geyma gullfagra barnið mitt. (Þýð. Benedikt Gröndal) Við elskum þig. Amma Sigríður (Sirrý) og afi Hjalti. Í starfi okkar í leikskólanum erum við svo heppin að fá að vera samferða börnum og fjöl- skyldum þeirra í ákveðinn tíma. Við óskum þess að fá að kveðja á gleðistundu þegar ný tímamót taka við. Við kvöddum Hjalta Jakob í Æskukoti fyrir sumarfrí og þá vorum við sannfærð um að fríið yrði gott og við myndum hittast aftur kát og glöð að því loknu. En í raun þá vitum við ekkert og á örskammri stundu er allt breytt og við minnt á að dag- legt amstur og áhyggjur eru hjóm eitt þegar hverfulleiki lífs- ins á í hlut. Eftir situr minning um góð- an, duglegan, fallegan, ljós- hærðan dreng með brosið sitt bjarta. Hjalti Jakob var lífs- glaður, hann var góður vinur og leikfélagi. Þó ungur væri þá var Hjalti Jakob ábyrgðarfullur stóri bróðir sem gætti vel að Ídu Þorgerði systur sinni í leik- skólanum og stoltur var hann þegar hann sýndi okkur yngri systur sína, hana Lottu Þorbrá. Okkur var öllum ljóst að Hjalti Jakob var umvafinn ást og um- hyggju frá foreldrum sínum, systrum, ömmum, öfum og frændsystkinum. Í leikskólan- um naut hann einnig þeirrar gæfu að vera með ömmu sinni, henni Sirrý, sem starfar í leik- skólanum. Hjalti Jakob gaf til baka ómælda ást og gleði og var sannkallaður sólargeisli sem gaf lífinu lit. Í gullkorna- bókinni á Bátakletti eru þó nokkur gullkorn frá Hjalta Jak- obi sem ómetanlegt er að eiga á stundum sem þessum. Þessi gullkorn sýna svo sannarlega hve skemmtilegur og mikill karakter hann var. Sem dæmi má nefna þegar Hjalti Jakob gekk inn í herbergi þar sem fjórar stúlkur voru að leika í mömmó, en þá heyrðist í okkar manni eftir að hafa horft í kringum sig; „Mér líst bara ekkert á þetta“! Hjalti Jakob skilur eftir sig fallegar minn- ingar og ást sem ekkert fær burtu tekið. Þannig mun minn- ing hans lifa. Hér ríkir sorg sem engin orð ná að lýsa. Kahlil Gibran segir í bók sinni Spámanninum: ég græt vegna þess, sem var gleði mín. Þar segir líka að ástin þekki ekki dýpi sitt fyrr en á skilnaðarstundu. Í sorginni skynjum við þakklæti fyrir þann tíma sem við fengum að eiga með Hjalta Jakobi. Það voru okkar forréttindi að fá að kynnast honum. Hans verður sárt saknað af vinum bæði í barna- og starfsmannhópnum í leikskólanum. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjartað mitt þungt sem blý. Því burtu varst þú kallaður á ör- skammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göf- uga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr. En örlögin þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Við viljum þakka fyrir allar stundirnar sem við áttum með Hjalta Jakobi. Hugsanir okkar dvelja hjá foreldrum hans Gunnhildi Rán og Inga Þór, systrum Ídu Þorgerði og Lottu Þorbrá, ömmum, öfum og öðr- um aðstandendum og sendum þeim okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi hjörtu ykkar öðlast huggun og frið. F.h. leikskólans Brimvers/ Æskukots Sigríður Birna Birg- isdóttir, leikskólastjóri, og Íris Rán Símonardóttir, deildarstjóri Bátakletti. Hjalti Jakob Ingason HINSTA KVEÐJA Ég elska þig, Hjalti minn. Unnar Már Hjaltason Bróðir okkar, HÖRÐUR EINARSSON, Kastró, er látinn. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju á afmælisdegi hans, mánudaginn 18. júlí, klukkan 13. . Björn Einarsson, Hafsteinn Einarsson, Einar Guðbjartsson. Ástkær bróðir okkar, EYJÓLFUR ÞÓRÐARSON frá Goddastöðum, Hraunbæ 128, Reykjavík, lést af slysförum laugardaginn 2. júlí. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. . Gísli S. Þórðarson, Ársæll Þórðarson, Erla Þórðardóttir og fjölskyldur. Útför eiginmanns míns, ástvinar og föður okkar, FRIÐRIKS KRISTJÁNSSONAR, fv. framkvæmdastjóra, Sunnuvegi 29, Reykjavík, verður gerð frá Áskirkju fimmtudaginn 21. júlí, klukkan 15. Minningargreinar vinsamlegast afþakkaðar, sem og blóm og kransar, að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands eða önnur líknarfélög. . Bergljót Ingólfsdóttir, Vala Friðriksdóttir, Friðrik Friðriksson, Kristján Friðriksson, Kolbrún Friðriksdóttir, Bergljót Friðriksdóttir. Ástkæra eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, LILJA ERLA JÓNSDÓTTIR ljósmóðir, Árskógum 6, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 11. júlí. Útför hennar fer fram þriðjudaginn 19. júlí klukkan 13 frá bænahúsi hjá Fossvogskirkju. . Aðalsteinn Kjartansson, Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Unnar Þorleifsson, Lilja Erla Jónsdóttir, Aðalsteinn Unnarsson, Bryndís Ósk Unnarsdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, sonur, afi og bróðir, HINRIK ÞÓR VALGEIRSSON, Gónhóli 7, Njarðvík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 12. júlí. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 21. júlí klukkan 13. . Guðný Rós Hinriksdóttir, Harry Kahari, Valgeir Örn Hinriksson, Birgitta Rán Óskarsdóttir, Magdalena Olsen, Valgeir J. Þorláksson, barnabörn og Ásmundur Örn Valgeirsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, ÖNNU LOVÍSU JOHANNESSEN, Vesturgötu 41, Reykjavík. . Jóhannes Johannessen, Laufey Johannessen, Ólafur Garðarsson, Haraldur Johannessen, Svava Björk Hákonardóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Kringlunni 17, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans 30. júní. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 19. júlí klukkan 13. . Gunnhildur Tryggvadóttir, Guðbrandur R. Leósson, Haukur Tryggvason, Hólmfríður Sigurðardóttir, Þorgerður Ása Tryggvadóttir, Hólmsteinn Björnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.