Morgunblaðið - 16.07.2016, Side 37

Morgunblaðið - 16.07.2016, Side 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vinátta er mikils virði og sönn vinátta er gulls ígildi. Gættu þess að bregðast ekki of hart við, því hófleg festa dugar alveg. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að hafa hemil á eigingirninni og mundu að ekkert samband stendur, nema báðir aðilar leggi sitt af mörkum. Slíkir eru vandfundnir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Skipulagning er allt sem þarf til að þú getir klárað þau verkefni sem bíða þín. Leyfðu öðrum að njóta lífsins með þér. Þú færð snilldarlega hugmynd á meðan þú ferð út að ganga. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú átt ekki í vandræðum með að tala hreint út. Í dag mætirðu áskorun. Þú ert ör- yggið uppmálað, passaðu bara að lenda ekki í valdabaráttu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Leggðu þig fram um að sýna börnum umburðarlyndi í dag. Stundum eru það ein- mitt litlu hlutirnir í lífinu sem ríða baggamun- inn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú átt erfitt með að einbeita þér vegna innri togstreitu. Taktu þér tíma til þess að sinna sjálfum þér og byggja þig upp til nýrra átaka. Mundu að allir eiga leiðréttingu orða sinna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Notaðu tímann í dag til þess að skýra óljós atriði sem tengjast sameiginlegum eignum. Leggðu í námsferðalag – eitthvað létt og skemmtilegt sem gerir þig skapandi enn á ný. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ferðaáætlanir eða ráðagerðir sem tengjast útgáfu og menntun virðast mögulegar um þessar mundir. En mundu að dramb er falli næst. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Samtöl við móður þína eða ein- hvern þér eldri um fjármál ganga vel í dag. Láttu aðra ekki draga úr þér kjarkinn, því bak við úrtölur býr öfund. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vertu á varðbergi í dag þegar þú gengur eða ekur. Viðurkenndu varnarleysið og fagnaðu því að vera mannlegur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Truflanir gætu orðið á vinnurútínu bogmannsins í dag. Hugsaðu vel um heilsuna og gefðu þér tíma til að stunda líkamsrækt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur fulla ástæðu til að vera ánægður því allt virðist ætla að ganga upp hjá þér. Ef þér finnst að einhver beri ekki hag þinn fyrir brjósti er hyggilegast að halda vöku sinni. Ýmsir hafa orðið til að rifja upp orðrithöfundarins Virginiu Wolf um að í kringum „desember 1910 breytt- ist mannlegt eðli“. Wolf átti þar við innreið módernismans. Víkverji rakst í vikunni á grein eftir Edward Men- delson þar sem vísað var í þessi orð og því bætt við að þau hefðu verið mælt 100 árum of snemma. Mannlegt eðli hafi breyst í kringum desember 2010 þegar allir að því er virtist byrjuðu að ganga um með snjallsíma. „Í fyrsta skipti var hægt að finna nánast alla og trufla þá, ekki bara á einhverjum til- teknum stað, heima eða í vinnu, held- ur alls staðar og alltaf,“ skrifar hann í The New York Review of Books. „Fyrir þetta gætu allir vænst þess að einhvern tímann í dagsins vana- bundnu önn gæfist í það minnsta ein- hver stund sem hægt væri að vera einn, án þess að fylgst væri með, án þess að vera studdur eða íþyngt af op- inberum eða fjölskylduhlutverkum. Þeim tíma lauk þá.“ x x x Menn velta nú fyrir sér hvaða áhrifþessi tæknibylting muni hafa á manninn. Þessi bylting þrengir að einkalífinu en sé eitthvað að marka at- hafnasemi manna á netinu stendur mörgum nokkurn veginn á sama um það. Margir virkja jafnvel þann kost sjálfviljugir að fram komi á fé- lagsvefjum hvar þeir séu staddir þá stundina. Mun þetta hafa áhrif á per- sónuleika fólks? x x x Á netinu geta allir fundið eitthvaðvið sitt hæfi. Þar grasserar alls konar óþverri, en það er líka athvarf fyrir ýmsa, sem annars væru einangr- aðir, hvort sem það er vegna kyn- hneigðar eða annars. x x x Snjallsímarnir gera ekki aðeins aðverkum að alltaf er hægt að ná í fólk. Það er líka hægt að nota þá til að vekja athygli, jafnvel heimsathygli, eins og gerðist þegar árás lögreglu- manns á svartan bílstjóra var í beinni útsendingu á Facebook. Nú er svo komið að allir geta verið í beinni út- sendingu öllum stundum. En þá er enginn eftir til að horfa. víkverji@mbl.is Víkverji Sofa ögn enn, blunda ögn enn, leggja saman hendur til að hvílast ögn enn. (Orðskv. 6:10) Komdu hreyfingu á loftið Sími 555 3100 www.donna.is gæðaviftur Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Gott úrval af gæðaviftum frá Honeywell. Margar stærðir og gerðir. Kr. 15.520 Kr. 13.598 Kr. 4.189 Kr. 8.658 Kr. 4.806 Kr. 4.806 Kr. 4.238 Síðasta laugardagsgáta var semendranær eftir Guðmund Arn- finnsson: Loftsgatinu yfir er hann. Einatt kallast pottlokið. Í það feikna orku ver hann. Oft þar rónar höfðust við. Árni Blöndal svarar: Lokar hlemmur loftgati, líka hlemmur pottloki, hlemm og hlass af alefli, oft var bytta á Hlemmtorgi. Helgi Seljan á þessa lausn: Hlemmur loftgati lokar líka á pottunum er Hlemmþungum hleranum þokar á Hlemmi menn undu sér. Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig Í fjórum línum leynist svar, ég leita og tek af skarið. Hugur reikar hér og þar, en hlemmurinn er svarið. Þessi er skýring Guðmundar: Í húsum stigahlemmur er. Hlemm á potti sáum vér. Í starfi hlemm og hlasśann ber. Á Hlemmi rónar undu sér. Síðan er limran: Hjá Hlemmi sást Valdi á vakki, hann vatt sér að lögreglupakki og öskraði æfur: „Burt asnar og skræfur, þið pirrið mig fullan á flakki!“ Og loks bætir Guðmundur við: „Hér kemur nú gátan með sínu sniði og eru skv. venju gefnar fjór- ar vísbendingar: Höfuðból ég hugsa mér. Hér í tímasetning felst. Sama hvernig unnið er. Athvarf þess sem heima dvelst.“ Hjámar Freysteinsson orti á Boðnarmiði, – „af mörgum“: Nærri mörgum það mein gekk að margur sæti ekki nein fékk. Læra af því má lexíu þá að stóla aldrei á steinbekk. Svo að farið sé út í aðra sálma. Sagt er að Eggert Ólafsson hafi kveðið þessa vísu eftir að hann hafi misst hest í gjá á Þingvöllum: Hér eru gjár og í þeim ár, auka fár þeim reisa, undir stár þar dökkur dár, djöfullinn grár og eisa. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Margir hafa hlemminn og hlassið af lífinu Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir FÁUM OKKUR EFTIRRÉTT JÓN! LÍSA! AÐ ÉG SKYLDI REKAST Á YKKUR HÉRNA! HVAÐ MEINARÐU? USS, EKKI SVONA HÁTT HMMM… ÉG VEIT EKKI HVAÐ ÉG Á AÐ DREKKA… ÞÚ ÆTTIR AÐ FÁ ÞÉR ÞAÐ SEM ÉG ER AÐ DREKKA! TAKK! MÍN ER ÁNÆGJAN!! „ÉG BAÐ ALDREI UM AÐ FÆÐAST – EN ÉG KANN AÐ HAFA ÝTT Á „ACCEPT“ ÁÐUR EN ÉG LAS ÖLL SKILYRÐIN.“ „SPÁDÓMSKAKAN SEGIR, „ÉG BIÐ INNILEGA AÐ AFSAKA, EN FRAKKANUM ÞÍNUM HEFUR VERIÐ STOLIÐ.““ …það stærsta!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.