Morgunblaðið - 16.07.2016, Side 39

Morgunblaðið - 16.07.2016, Side 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég vissi að ég yrði að skrifaum þessa sveit, bara þegarég heyrði nafnið. Krakk & Spaghettí. Snilld! Ég hafði ekki heyrt nótu af tónlist en nótaði þetta engu að síður hjá mér með hraði. Merkilegt. En aldrei gleyma, tón- list – er ekki bara tónlist. Um er að ræða tríó, skipað þeim Margréti, Atla og Þorgerði. Sú síðastnefnda rappar og er jafn- framt stofnandi, Atli sér um tónlist- ina en Margrét rappar og sér og um útlitshönnun. Öllum þessum upplýsingum, og fleirum sem kunna að koma fram hér, lyfti ég skammlaust úr viðtali sem Hrefna Björg Gylfadóttir átti við sveitina á dögunum og birtist í Reykjavik Grapevine (og hægt er að nálgast það á vefsíðu ritsins). Soundcloud hýsir, eins og áður segir, hljóðverk sveitarinnar og elsta lagið, „Tottdrottning (demo)“, var sent upp fyrir tveimur árum síðan en það nýjasta, „SLYDD „Ekki taka okkur alvarlega í alvörunni...“ Ljósmynd/Hrefna Björg Gylfadóttir Vel soðin Margrét Aðalheiður Önnu Þorgeirsdóttir, Atli Pálsson og Þor- gerður María Þorbjarnardóttir skipa Krakk & Spaghettí. CITY“ er mánaðargamalt. Fyrr- nefnda lagið er ekki nema mínúta, tónlistin temmilega hrá og tölvu- leikjaleg, rappið einnig sæmilega „næft“ og viljandi klúrt eins og nafn lagsins gefur til kynna. „SLYDD CITY“ er öllu lyklaðra, tónlistin glúrnari (og skemmtilega súr). Þar er og slegið fram rapp- nafni Þorgerðar, Stelpurófan. Tón- list og taktar, sem og í öðru nýlegu lagi, „Lagarfljótsormurinn“ eru viljandi utangarðs og erlendis væri þetta líkast til kallað jaðar- eða til- raunarapp (experimental/abstract hiphop) þar sem reglulega og mjög ákveðið er stýrt framhjá við- teknum venjum hipp-hoppsins. Hráleikinn hérna og tilraunagleðin gerir að verkum að þetta minnir mig stundum á þessi skrítnu lög sem lúrðu á safnkassettum sem maður festi sér í gamla daga. Illa upp teknar, hálfhugsaðar stemmur sem voru engu að síður endalaust heillandi. Ekki er að undra að tríóið nefnir Kött Grá Pjé og Reykjavík- urdætur sem helstu áhrifavalda. Þetta óræða flipp er mjög Kötts- legt og hann gestar meira að segja í einu lagi, „Jólahó“. Tríóið tiltekur Dæturnar sérstaklega sem fyr- irmyndir og hvatningu en rapp- heimurinn er þéttsetinn karl- mönnum og sú skekkja hefur oft og tíðum dýrkað upp leiðinlega, heimskulega fordóma. Hið stór- góða „Spenfrelsi (Geirvartan er frjáls)“ er undir sterkum áhrifum frá Dætrunum, bæði textalega og framreiðslulega. Reykjavíkurdætur hafa oft verið gagnrýndar fyrir það að kunna ekki að rappa, ég skrifaði um það mál í pistli í mars (sjá arna- reggert.is) og þar nefni ég að með því sé fólk að missa af punktinum. Rappið hér er á köflum varla rapp þannig séð, talað mál kannski frek- ar, en þar liggur líka sjarminn. Þetta er ungt fólk sem kýlir á það, býr eitthvað til, kann ekki regl- urnar upp á tíu en er drifið áfram af því að láta einfaldlega í sér heyra og taka pláss. „Ekki taka okkur alvarlega í alvörunni“ segir á Soundcloud- setri Krakk & Spaghettí og með því er gleðin og frjálsræðið undir- strikuð. En tríóið einblínir um leið ekki bara á flipp og fjör, samanber pólítísk lög eins og „Spenfrelsi (Geirvartan er frjáls)“ og „Hóra Kapítalismans“. Og takiði eftir: Eitt af því fyrsta sem tríóið gerði var að taka þátt í lagakeppni sem gekk út á að skila inn eins lélegu lagi og hægt var. Þar lenti sveitin í öðru sæti. Eins og ég sagði í upphafi. Snilld! » Þetta er ungt fólksem kýlir á það, býr eitthvað til, kann ekki reglurnar upp á tíu en er drifið áfram af því að láta einfaldlega í sér heyra og taka pláss.  Krakk & Spaghettí er rapptríó sem hefur verið að í tæp tvö ár  Sveitin hefur verið nokk iðin við tónleikahald og dælir reglulega út lögum sem finna má á streymiveitunni Soundcloud Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Ég byggi þættina upp á samtölum, reyni að nálgast tilfinninguna sem fylgir því að búa í svona þorpi og hvaða áhrif það hefur á daglegt líf hjá viðkomandi ásamt þeim sögum sem tengjast húsinu. Ég er þá miklu frekar að fara inn í tilfinningalega nálgun en sagnfræðilega,“ segir Sverrir Guðjónsson tónlistarmaður, sem gert hefur fróðlega og skemmtilega útvarpsþætti um Grjótaþorpið í Reykjavík og fer fyrsti þátturinn, „Valtað yfir Grjóta- þorp“, í loftið á Rás 1 í dag kl. 10. Þættirnir verða alls fimm talsins og verða vikulega á dagskrá kl. 10 en næsti þáttur ber heitið „Húsið verð- ur að vera sátt“. Þekkir hvern krók og kima Sverrir hefur sjálfur búið í Grjótaþorpinu í rúm tuttugu ár og þekkir þar að eigin sögn hvern krók og kima. Sótt hefur verið að Grjóta- þorpinu í gegnum tíðina og til stóð að valta yfir það allt til 1983 þegar þáverandi deiliskipulag rann út. „Það hefur alltaf staðið allt af sér,“ segir Sverrir en þorpsstemningin á svæðinu sé engu lík og geri hann til- raun til að fanga þá stemningu í við- tölum sínum við íbúa í útvarpsþátt- unum. Þá leggur hann mikið upp úr tónlistinni í þáttunum enda sjálfur tónlistarmaður og hefur verið að hljóðrita umhverfishljóðin í þorpinu til að gefa þáttunum meiri dýpt. „Að mínu mati er svolítið ólíkt að búa í þorpi eins og þessu í miðborg af því að það er mjög mikið líf í mið- borginni og margt sem á sér stað þar sem hefur áhrif á íbúana. Maður þarf að hafa tilfinningu fyrir því að þetta er partur af umhverfinu og umhverfishljóðunum.“ Margvísleg umhverfishljóð „Tilfinningin er sérstök að því leytinu til að þetta er mikið nábýli hérna og fólk kynnist – nándin er jafnvel meiri en þegar þú býrð í blokk,“ segir Sverrir en íbúar þorps- ins gangi um garðana og því dagleg samskipti við íbúana með ein- hverjum hætti. „Þetta skapar sér- stöðu og í sambandi við hljóð og myndir þorpsins þá eru þær mjög ríkulegar,“ segir Sverrir og bætur við að hann hafi áttað sig á því þegar hann hófst handa við að taka upp umhverfishljóðin. „Við fáum til dæmis flugvélahljóð, klukknahljóm frá kaþólsku kirkj- unni og dómkirkjunni ásamt því að hótelum hefur fjölgað svo hér í kring að nú eru það líka hjólin á töskunum og ferðamannahóparnir sem fara hér í gegn.“ Innsetning í Mjóstræti Samhliða gerð útvarpsþáttanna hefur hann unnið náið með ljós- myndaranum Jónu Þorvaldsdóttur að gerð sýningar í tengslum við 230 ára afmælishátíð Reykjavíkur- borgar í ágúst. „Hún vinnur með að- ferðir gömlu ljósmyndatækninnar og við höfum unnið þetta verkefni á síðustu 4-5 árum.“ Myndirnar sýna stemninguna í Grjótaþorpinu á mis- munandi tímum árs. Þau stefna á að setja á laggirnar innsetningu í Mjóstrætinu, sem er eina þvergatan í gegnum þorpið, sem opnuð verður 20. ágúst á Menn- ingarnótt. „Myndirnar hennar Jónu sem hún hefur verið að taka á fimm ára tíma- bili verða til sýnis í mismunandi stærðum. Við ætlum að setja nokkr- ar í valda glugga hér í þorpinu og þá getur fólk farið í gluggagöngu um þorpið,“ segir Sverrir en gangan myndi enda á kaffihúsinu Stofunni þar sem aðalsýninguna verður að finna. „Þarna er fullt af sögu í hverju skrefi.“ Fangar tilfinningu Grjótaþorps  Útvarpsþáttaröð Sverris Guðjónssonar um Grjótaþorpið hefst á Rás 1 í dag  Tilfinningaleg nálg- un frekar en sagnfræðileg  Innsetning verður í Grjótaþorpinu í ágúst  Sagan er í hverju skrefi Grjótaþorp Sverrir Guðjónsson, sem sést á myndinni t.v., fangar þorpsstemningu Grjótaþorpsins í útvarpsþáttum sínum og með sýningu í ágúst. Ljósmynd/Jóna Þorvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.