Morgunblaðið - 16.07.2016, Síða 41

Morgunblaðið - 16.07.2016, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016 » Myndlistarsýningin Hringrás var opnuðí BERG Contemporary við Klapparstíg 16 í gær. Þar sýna verk sín listamennirnir Ásgeir Skúlason, Kjartan Ari Pétursson, Sindri Leifsson, Sirra Sigrún Sigurð- ardóttir og Veronika Geiger. Verk þeirra eiga það öll sameiginlegt að vera líkamlega krefjandi. Verkin byggjast öll á geómetríu og grunnformum, en ákveðin hringrás á sér stað milli verkanna og þannig er titill sýningarinnar til komin. Gestunum sem viðstaddir voru opnunina í gær virtist líka vel það sem fyrir augu bar. Hringrás opnuð í BERG Contemporary Á svæðinu Sirra Sigrún Sigurðardóttir listamaður og Margrét Áskelsdóttir í góðum gír. Hringrás Listaverkin kallast á og gestir á sýningunni spá og spekúlera. Hringur Gestir virða fyrir sér listina sem fyrir augu ber á sýningunni, hvert sem litið er. Gaman Mekkinó Björnsson og Sigurborg Stefánsdóttir njóta andartaksins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Þetta er þráður sem ég hef verið að vinna með lengi, hugmyndir um ferli og flæði, innbyrðis tengsl og hvernig eitt treystir á annað,“ segir Anna Rún Tryggvadóttir, myndlist- armaður, en hún opnar myndlist- arsýninguna Kvikefni í Hverfisgall- eríi við Hverfisgötu í dag kl. 16. Titill sýningarinnar vísar í ferli myndanna sem draga upp sinn eig- in söguþráð. Kvikefni er úr eðl- isfræði eða vökvaaflfræði og þýðir efni sem er á hreyfingu. „Mér finnst áhugavert að vísa í eðlisfræðina fyrir þessa sýningu, hvernig við sem manneskjur notum flokkunarkerfi og höfum þörf fyrir að skrásetja og orða hlutina á sama tíma og ég nota efni sem tala mjög til skynfæranna,“ segir hún en með verkum sínum reynir hún að skapa umhverfi þar sem mjög margar og margræðar túlkanir eru mögu- legar. Gaf efnunum ramma til að afhjúpa sig Á sýningunni eru bæði tvívíð vatnslitaverk og lifandi skúlptúr- innsetning. „Tvívíðu verkin sýna ákveðna heimild ferlis sem þegar hefur átt sér stað, þar sem ég gaf efnunum ramma til að afhjúpa sig og skrá- setja ákveðinn söguþráð,“ segir hún en í skúlptúr-innsetningunni sé hún að vinna með efnin sjálf lifandi í rýminu meðan á sýningunni stendur. „Aflvaki innsetningarinnar eru klakaskúlptúrar en þegar þeir ganga inn í það óreiðukennda stig að bráðna þá hafa þeir áhrif á aðra þætti innsetningarinnar, byggjast upp, brotna niður, herðast og æt- ast.“ Sýningin stendur til 3. september en Anna Rún segir ómögulegt að segja til um hver upplifun fólks kunni að verða. „Hún er frekar mild í sér þessi sýning en ég veit ekkert hvernig hún leggst í fólk að öðru leyti.“ Verkin eru öll unnin á síðustu tveimur árum en Anna Rún hefur vinnuaðstöðu í Royal vinnu- stofunum við Nýlendugötu í Vest- urbæ. Innsetningin á rætur að rekja til óperunnar UR_ Anna Rún fékk einnig afar góða innsýn inn í það hvernig hægt væri að nýta efnin sem leika hlutverk í verkum hennar þegar hún starfaði nýverið við uppsetningu óperunnar UR_ eftir Önnu Þorvaldsdóttur. „Innsetningin á ákveðnar rætur að rekja til þess að ég vann leik- mynd og búninga fyrir óperuna UR_,“ segir hún. Þá hafi hópurinn farið í vinnuferð til Grænlands en klakaskúlptúrarnir hafi byrjað sem hugmynd fyrir leikmyndina. „Ég varð mjög upptekin af ís og klökum og vann rannsóknarvinnu í kring- um það en svo rataði þetta ekkert inn í leikmyndina á sínum tíma en er komið inn í þessa sýningu.“ Segist hún þó fyrst og fremst vera myndlistarmaður þó leikhúsið hafi togað hana til sín í ýmis verk- efni í gegnum tíðina. Ný og spennandi ævintýri Sýningin Kvikefni markar viss kaflaskil í lífi Önnu Rúnar en hún og fjölskyldan halda á vit ævintýr- anna til Þýskalands bráðlega. „Ég er ánægð núna með að vera komin með þetta upp og mér finnst sýn- ingin vera að takast vel,“ segir hún en gott sé að setja allt upp, klára og fara svo að gera eitthvað alveg nýtt. Vonast hún til að ný og skemmtileg ævintýri taki við í list- inni ytra. Anna Rún útskrifaðist úr mynd- listardeild Listaháskóla Íslands ár- ið 2004 og lauk síðar mastersnámi í myndlist við Concordia-háskólann í Montreal í Kanada árið 2014. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Anna Rún heldur einkasýningar á Íslandi en hún hefur einnig haldið slíkar sýningar í Kanada og tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Þýskalandi og Kanada. Auk þess hefur hún fengist við leikmynda- og búningahönnun inn- an leikhúsa víða um heim. Mikilvægur ráð- gjafi í ferlinu Hverfisgallerí hýsir sýningu Önnu að þessu sinni og segir hún ástæðuna fyrir því vera að Aldís Snorradóttir, framkvæmdastjóri Gallerísins, hafi boðið henni sýn- ingu en mikill áhugi hafi verið hjá þeim báðum á því að vinna saman. Segir Anna Rún að Aldís hafi verið mikilvægur ráðgjafi í ferlinu. „Þó listamaðurinn sé einráður um listrænar ákvarðanir er ómetanlegt að eiga gott samtal. Það ýtir við hinu listræna ferli að eiga upp- byggilegt og gagnrýnið samtal um viðfangsefnið hverju sinni, ekkert gerist í tómarúmi.“ Aðspurð hvernig sýningin Kvik- efni sé ólík öðrum einkasýningum sem hún hefur sett upp í gegnum tíðina segir hún ómögulegt að svara því að svo stöddu. „Ég er enn svo inni í þessu núna, er enn að anda að mér stemningunni og verkunum – aðskilnaðurinn er í gangi,“ segir hún, en oft sé erfitt að skilja sig frá eigin verkum þegar ferlinu lýkur með sýningu. „Það er það alls ekki núna enda er þetta í mjög góðu flæði, finnst mér.“ Kvikefni höfða til skynfæranna  Anna Rún Tryggvadóttir opnar myndlistarsýninguna Kvikefni í Hverfisgalleríi  Tvívíð vatns- litaverk og lifandi skúlptúr-innsetning  Sækir innblástur í störf sín í leikhúsinu  Markar kaflaskil Morgunblaðið/Ófeigur Listin Anna Rún Tryggvadóttir, myndlistamaður, opnar í dag myndlistarsýninguna Kvikefni í Hverfisgallerí. Listaverk Á sýningunni eru meðal annars tvívíð vatnslitaverk sem sýna ákveðna heimild ferlis og söguþráð. THE INFILTRATOR 5, 8, 10:35 ÍSÖLD ÍSL.TAL 1:50, 3:50, 5:50 MIKE AND DAVE 8, 10:10 INDEPENDENCE DAY 2 8 LEITIN AÐ DÓRU ÍSL.TAL 1:50, 3:50, 5:50 WARCRAFT 2D 10:30 ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 1:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 1:50 TILBOÐ KL 1:50

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.