Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 6
Náttúrufræðingurinn 98 Ryders um fjárkyn og fjárbúskap í heiminum er því haldið fram að eiginleikar íslenska forystufjárins séu einstakir á heimsvísu.5 Árið 1994 voru eiginleikar fjárins kynntir á heimsráðstefnu í Kanada um búfjárkynbætur6 og þekktu engir þátttakendur dæmi um hliðstæður. Sumir efuðust jafnvel um sannleiksgildi frásagna okkar. Örfáum árum síðar var greint frá þessu í yfirlitsriti um erfðafræði sauðfjár7 og ekki sögð dæmi um hliðstæður en höfundur taldi ósannað að um sérstakan eiginleika væri að ræða. Síðar hefur þetta fé verið kynnt á ráðstefnum erlendis.8,9 Hér verður því haldið fram að forystuféð hafi verið að finna hér á landi við upphaf byggðar og hafi viðhaldist síðan sem grein innan sauðfjárstofnsins. Í fornsögum10–12 er að finna frásagnir af forystufé. Í Jónsbók13 sem lögtekin var 1281– 1283 eru forystusauðir taldir metfé, sem lýsir vel verðmæti eiginleikanna og hélst sú verðlagning um aldir (1. mynd). Einnig mynduðust þjóð- sagnir14 um forystufé, og er það í sumum sagnanna talið upprunnið hjá huldufólki í Þingeyjarsýslum.15 Forystuféð hefur einnig ratað inn í bókmenntirnar. Þar er fræg- ustu og víðförlustu forystukindina, sauðinn Eitil, að finna í Aðventu Gunnars Gunnarssonar.16 Sagan er byggð á frásögnum sem skráðar eru af eftirleitum Fjalla-Bensa á afréttum Mývetninga á fyrri hluta síðustu aldar.17,18 Ekki verður gerð tilraun til að gefa yfirlit um þátt forystufjár í bókmenntunum, en nefna má að það kemur við sögu í tveimur skáldævisögum frá árinu 2011, þar sem höfundarnir rekja bernskuminningar af Norðaustur- landi.19,20 Ritaðar frásagnir sem nýtast til að gera sér grein fyrir fjölda þessa fjár í landinu, útbreiðslu þess og notum eru hverfandi litlar. Í bókinni Forystufé,21 sem Ásgeir Jónsson frá Gottorp tók saman, segja fjölmargir frá kynnum sínum af íslensku forystufé á tímabili sem spannar meira en heila öld (1840– 1950). Efnið nýtist ekki til að fá heildstætt yfirlit um forystufé í landinu en af frásögnunum má þó ráða að flest forystufé hafi verið að finna á Norður- og Norðausturlandi. Þegar sauðfjárbúskapur á Íslandi var beitarbúskapur voru hagnýt not af þessu fé önnur og meiri en nú gerist, ekki síst þegar sauðasala var orðin snar þáttur í fjárbúskap á seinni hluta 19. aldar.3 Athygli vekur við lestur bókarinnar að litir hjá fénu hafa breyst miðað við forystufé á okkar tímum. Meira var um einlitt fé, bæði hvítt og dökkt, og gols- ótti liturinn virðist hafa verið all- algengur á sumum svæðum. Sums staðar virðist hafa átt sér stað visst flæði af fé úr almenna fjárstofninum yfir í forystufé ef féð sýndi forystu- einkenni. Greinilegt virðist að eitt- hvað af hvíta fénu sem sagt er frá sé þannig til komið. Ástæða er til að benda á að tveir þekktustu bændur úr íslenskri sauð- fjárrækt á fyrri hluta 20. aldar, þeir Ásgeir Jónsson í Gottorp og Sig- urgeir Jónsson á Helluvaði, voru einnig einir helstu áhugamenn um ræktun góðs forystufjár.22 Við fjárskiptin fyrir og um miðja síðustu öld féll allt forystufé á stórum landsvæðum jafnt og annað fé. Fjárskiptafé var mikið sótt á svæði þar sem forystufé mun vart hafa fundist. Í Suður-Þingeyjarsýslu austan Skjálfandafljóts og í 1. mynd. Forystusauðurinn Glænefur á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi haustið 2010, tveggja vetra gamall. Sauður- inn ber bjöllu eins og fyrrum var algengt. – The leaderwether Glænefur on Hrafnkelsstaðir Farm in Hrunamannahreppur, S-Iceland, in the autumn of 2010, aged two years. The wether carries a sheepbell common for leader- sheep in former times. Ljósm./Photo: Sig- urður Sigmundsson. NFr_3-4 2015_final.indd 98 30.11.2015 16:34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.