Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 57

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 57
149 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Æðarhreiðrum fjölgaði 1980–1991 og fjöldi þeirra stóð í stað 1992–2005. Nokkur fækkun varð um og eftir 2006. Umræður Miklar breytingar urðu á fjölda æðarhreiðra á Íslandi á 20. öld. Tegundin (a.m.k. dúntekjan) virðist hafa blómstrað 1900–1930 (að undanskildu miklu áfalli í kjölfar frostavetrarins mikla 1918) en síðan hallaði undan fæti 1931–1958.16,36 Brokey er eina heimild okkar um tímabilið 1931–1957 og þarf að hafa það í huga þegar þetta tímabil er skoðað. Frá og með 1958 stóð fjöldi hreiðra að mestu í stað til 1980 (byggt á 7 æðarvörpum) en sums staðar fækkaði hreiðrum lítið eitt. Á árunum 1980–1991 fjölgaði hreiðrum samfellt um allt land og stóð sá uppgangur sums staðar allt til 1998. Á heildina litið virðist æðarhreiðrum hafa fækkað frá síðustu aldamótum (1998–2001) og þar með hefur fjarað nokkuð undan aukningunni sem vart varð 1980– 1990. Vestureyjar á Breiðafirði hafa hins vegar þá sérstöðu að þar var fjöldi hreiðra tiltölulega stöðugur þessi ár. Fjöldi hreiðra í Vestureyjum var 42% meiri árið 2007 en 1977, sem virðist hafa verið eitt síðasta árið í löngum stöðugleikakafla víðast hvar. Þrátt fyrir þekkt áföll í einstaka æðarvarpi bendir fátt til verulegrar fækkunar hreiðra 2008–2013. Árabreytileiki í fjölda hreiðra sýnir litla fylgni milli varpa.5 Það er því nokkur einföldun að nota heildarvísitölu eða landsmeðaltal fyrir fjölda hreiðra í svo breytilegum fuglastofni. Æðarfugl er staðfugl á Íslandi og kollurnar sýna varp- stöðvum sínum mikla tryggð, og reyndar blikarnir líka þó í minna mæli sé.26 Því má reikna með lítilli blöndun varpfugla við aðra stofna þó að yfir veturinn geti orðið einhver blöndun við stofna á Austur-Grænlandi og á Svalbarða. Rannsóknir frá Finnlandi benda þó til þess að það sé sjaldgæft að æðarkollur færi hreiðurstæði sitt, þá sjaldan lengra en nemur 20 metrum, og afar sjaldan milli eyja.37 Ekki er víst að þessu sé svona farið alls staðar á Íslandi. Nýhafin er rannsókn í Breiðafirði þar sem merktar verða árlega varpkollur í sjö æðarvörpum til að kanna hvort varpfuglar færi sig milli eyjanna, þ.e. sýni mismunandi átthagatryggð milli eyja og ára. Einnig verður rannsakaður einstaklingsbreytileiki við vali á hreiðurstæði og við varp– árangur. Gagnasöfnun náði ekki til Austurlands, en þaðan eru þekktar stofnbreytingar í a.m.k. einu æðarvarpi, á Hólmanesi í Reyðarfirði.38 Sveiflur í því varpi virðast óverulegar frá 1969 til 1999 en hafa ber í huga að talningar voru stopular (1969–1970, 1981– 1983 og 1999). Þarna sáust engin merki um fjölgunina annars staðar á landinu 1980–1990, en þó vantar tölur frá 1984–1990 til að hægt sé að fullyrða um það. Hreiðrin á Hólmanesi voru fæst árið 1999 (305 talsins) en það ár var reyndar slakt víða á landinu. Annað hvort hafa kollur það árið unnvörpum sleppt varpi34 eða orpið óvenjulega seint (nærri mánaðamótum maí–júní eða síðar) og hreiður því farið framhjá talningafólki. Nýlegt dæmi frá Íslandi um seint varpár er sumarið 2015 í Breiðafirði (höfundar, óbirt gögn). Á Íslandi hafa margir stofnar sjófugla átt erfitt uppdráttar frá því um aldamótin 2000.39,40,41,42 Líklegt er að hér sé um að ræða áhrif loftslagsbreytinga, og að erfiðleikar sjófuglanna stafi af atburðum neðarlega í fæðukeðjum. Skortur á sandsíli (Ammodytes spp.)42,43 og loðnu (Mallotus villosus), rauðátu (Calanus finmarchicus) eða ljósátu (Euphausiidae) hefur verið talin skýra fækkun í íslenskum sjófuglastofnum. Sjávarhiti við Ísland hækkaði 1998–2003 og lundavarp hefur gengið illa frá og með 2005.42 Í byrjun 21. aldar urðu einnig breytingar á dreifingu og farleiðum ýmissa fiska, s.s. loðnu,44,45 skötusels (Lophus piscatorius)46,47 og makríls (Scomber scombrus)48 sunnan úr höfum. Loðnan virðist hafa hörfað nokkuð norður á bóginn meðan hinir koma sunnan að og sækja inn í landhelgi Íslands. Fyrir æðarfugl á Íslandi virðist ekki um beina fylgni að ræða við veðurfar eða loftslagsbreytingar, nema fyrir einstök vörp. Tímasetningarnar eru þó áhugaverðar, þ.e. hámark í fjölda æðarhreiðra 1991–1998, en síðan byrjar fjöldi hreiðra að dala um svipað leyti og umskipti verða til hins verra fyrir aðra sjófugla 1998– 2005. T.d. fækkar æðarhreiðrum víða um og eftir 2005, en það ár hefst niðursveifla í loðnu.49,50 Talið er að loðna geti verið mikilvæg fæða æðarfugls á útmánuðum.51 Fjöldi æðarhreiðra náði hámarki milli 1990 og 2000, nokkru áður en hrun hófst í varpárangri sjófuglastofna. Auk þess fækkaði æðarhreiðrum frá og með 2001– 2003. Hækkaður sjávarhiti gæti hafa dregið úr framboði á kræklingi (Mytilus edulis) fyrir æðarfugl21 en kræklingur er lykilfæða æðarfugls um allt útbreiðslusvæðið, einkum að vetrarlagi.52 Rannsókn frá Danmörku sýndi að æðarfuglar sem þurftu að treysta á aðra fæðu en krækling utan varptíma voru í lakara líkamsástandi en þeir sem gátu étið krækling.52 Ef spár um hlýnandi loftslag næstu áratugi ganga eftir má vænta áhrifa á vöxt villts kræklings í fjörum við Ísland. Í tilraun á kræklingum í eldiskerum með vatnshita sem samsvaraði mildari og kaldari vetrum reyndust kræklingar í 3,6 °C hlýrri kerum en sem nam sjávarhita hafa 11% minni vefjamassa en þeir sem voru hafðir í samanburðarkerum með venjulegum sjávarhita, frá janúar til mars.53 Af þessu má ráða að loftslagshlýnun með hækkandi sjávarhita hafi neikvæð áhrif á krækling. Hins vegar bendir ýmislegt til að mildara loftslag hafi stundum bein jákvæð áhrif á æðarfuglana sjálfa, a.m.k. þegar hraðari vorbráðnun íss hleypir æðarkollunum fyrr í varpið. Þá hafa mildari vetur í Eystrasalti verið tengdir betra líkamsástandi varpkollna.54 Það er mönnum NFr_3-4 2015_final.indd 149 30.11.2015 16:34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.