Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 31
123 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Lítið hefur verið birt um þetta efni í seinni tíð, þótt nú séu fyrir hendi miklu betri upplýsingar um útbreiðslu plantna í landinu en þegar Steindór Steindórsson tók saman gögn um þetta efni á árunum 1954–1962.3,4 Ýmsar stakar greinar hafa komið fram um túlkun einstakra mynstra,5,6,7 en engin heildarsamantekt nema í erindum sem höfundur þessarar greinar hefur haldið á mismunandi tímum. Nýlega birtist þó grein byggð á úrvinnslu þessara gagna og eru útbreiðslumynstrin þar flokkuð með tölfræðilegum forritum.9 Þessar niðurstöður styrkja þá túlkun útbreiðslumynstra sem áður var komin fram, en einnig koma fram ný mynstur (Potamogeton alpinus-flokkur í Wasowicsz o.fl. 20149) sem illa greinast sjónrænt á útbreiðslukortum. Í þeim flokki eru einkum vatnaplöntur sem að líkindum dreifast með fuglum á þá staði þar sem þeir halda sig mest. Hér eru teknar saman nokkrar niðurstöður sem lesa má úr plöntu gagnagrunninum og þeim útbreiðslumynstrum sem hann gefur. Í fyrsta hluta er lesendum bent á nokkur dæmi um útbreiðslu- mynstur sem rekja má til loftslags, en ýtarlegri umfjöllun um einstakar tegundir og útbreiðslu þeirra bíður betri tíma. Í öðrum hluta er rakið hvernig þekking á útbreiðslu plantna getur gefið okkur ýmsar aðrar upplýsingar en þær sem lesnar verða sjónrænt af venjulegum útbreiðslukortum. Í þriðja og síðasta hluta eru athugaðar vísbendingar sem dreifing gefur um aldur nokkurra tegunda flórunnar í landinu. Þeim sem vilja kynna sér útbreiðslukort fyrir einstakar tegundir er bent á að þau eru nú öllum aðgengileg, bæði eftir 10×10 km-reitakerfinu í Plöntuvefsjá Náttúrufræðistofnunar,10 eftir þétt riðnara 5×5 km-reitakerfi11 á vefsetrinu Flóra Íslands,12 og að lokum á prenti í Íslensku plöntuhandbókinni 2010.13 Kort þessarar greinar sýna útbreiðsluna eftir 5 x 5 km reitakerfi. Útbreiðslumynstur sem rekja má til loftslags Þeir þættir loftslags sem áhrif hafa á útbreiðslumynstur plantna á Íslandi eru einkum þrenns konar: Hitastig og lengd vaxtartíma, landrænt og hafrænt loftslag og að lokum snjóþekja á láglendi sem verndar viðkvæman gróður að vetrarlagi. Hitakærar plöntur leggja helst undir sig vaxtarstaði þar sem meðalhitinn eða sumarhitinn er hæstur og vaxtartíminn einna lengstur. Hann hefst þá fyrr á vorin og stendur lengra fram á haust. Svo háttar einkum til meðfram suðurströnd landsins, ekki síst í brekkum sem hallar mót suðri (1. mynd). Stúfa (Succisa pratensis) er ágætt dæmi um þetta mynstur (2. mynd). Sumar hitakærar plöntur sem minni kröfur gera til hitastigsins eða lengdar vaxtartímans hafa víðari útbreiðslu. Þær geta þá náð yfir mikinn hluta Vesturlands og mjóa ræmu norður með Austfjörðum, og stinga sér jafnvel niður á landrænum láglendissvæðum á Norður- og Austurlandi þar sem sumarhitinn er hærri en annars staðar, einkum við Eyjafjörð og á Fljótsdalshéraði. Andstæðan við hitakærar plöntur eru kuldakærar eða hánorrænar norðurhjarategundir, en af þeim er mikið á Íslandi. Þær skilja sig illa frá öðrum tegundum á útbreiðslukortum. Það er vegna þess að þær hafa jafngóð skilyrði hátt til fjalla um allt landið og nyrst 4. mynd. Samanlögð útbreiðsla nokkurra landrænna tegunda. Allar landrænar tegundir vaxa á brúna svæðinu í miðju, en aðeins þær þolnustu eru á bláa svæðinu. – Several species with continental distribution pattern. All are covering the brown center space, but only those with the widest tolerance reach the blue area. 5. mynd. Útbreiðslukort snækobba (Erigeron humilis), dæmigert landrænt útbreiðslumynstur. – Typical continental distribution pattern of Arctic Alpine Fleabane (Erigeron humilis). NFr_3-4 2015_final.indd 123 30.11.2015 16:34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.