Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 37

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 37
129 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags nokkuð út um ræktuð lönd, en finnst lítið í mólendi eða uppi á heiðum utan ræktunar. Hann hefur þó dreifst út fyrir ræktuð lönd meðfram ám, og bæði áreyrar og votlendar árflæður eru svæði þar sem hann gerir sig heimakominn í náttúrulegu gróðurlendi.23 Húsapunturinn heldur sig hins vegar fast við ræktarlönd og næsta nágrenni, enda dreifir hann sér ekki jafn auðveldlega með fræjum og njólinn, þar sem þau þroskast mjög seint og ná líklega ekki fullum þroska í öllum árum. Hann dreifist því einkum með jarðrenglum sem berast um með jarðvinnslu- verkfærum, dráttarvélum og öðrum jarðvegsflutningatækjum, og er háðari áburðargjöf en hinar tegundirnar. Baldursbráin hefur heldur ekki dreift sér út fyrir byggðina, nema í fjörum og við fuglabjörg. Það er því ljóst að 1.100 ár hafa ekki nægt þessum tegundum til að nema þau svæði utan byggðar sem henta þeim, nema að mjög litlu marki. Húsapunturinn hefur þó sérstöðu að því leyti að hann virðist háður áburðarríku, ræktuðu landi og finnur sér ekki skilyrði annars staðar. Upplýsingar um svæðisbundna dreifingu tegundanna innan 10×10 km-reitanna gefa því mikilsverðar vísbendingar um aldur tegundanna á svæðinu, vísbendingar sem ekki koma fram á útbreiðslu kortunum. Nýlega aðkomnar tegundir vaxa í fyrstu á tilviljunarkenndum smáblettum sem oft geta gefið vísbendingar um dreifingarmáta þeirra, eða hafa gloppótt útbreiðslu- svæði á meðan þær hafa ekki náð að leggja undir sig öll þau svæði sem þeim henta, Almennt lítur út fyrir að tegundir sem eru fljótar (100–200 ár) að dreifast um landið með umferð og athafnasemi mannsins þurfi miklu lengri tíma (2–5.000 ár) til að leggja undir sig þau búsvæði sem þeim henta utan byggðar og umferðaræða, þ.e. að verða landlægar. Þar þarf þó einnig að líta til afar mismunandi möguleika þeirra til nærdreifingar og fjardreifingar. Til dæmis ættu tegundir sem geta nýtt sér dreifingu með sauðfé (t.d. haugarfi (Stellaria media), varpasveifgras (Poa annua), og e.t.v. gleym-mér-ei (Myosotis arvensis)) að hafa langt forskot á aðrar tegundir, þar sem sauðfé hefur á liðnum öldum átt greiða umferð um landið og fínkembt það allt. Aldur flórunnar Á liðnum áratugum hefur margt verið rætt og ritað um aldur íslensku flórunnar. Mest hefur umræðan snúist um það hvort einhver hluti flórunnar hafi lifað af síðustu jökulskeið ísaldar á íslausum svæðum,3,4 eða allar tegundir orðið aldauða á jökulskeiðunum24,25 og numið land að nýju á hlýskeiðum ísaldar og í lok hennar. Enn í dag eru mjög skiptar skoðanir um þetta,26,27,28 og ég hef engin tök á að sanna né afsanna neitt í þeim efnum. Hins vegar tel ég að það útbreiðslumynstur (miðsvæðaútbreiðsla) sem Steindór Steindórsson notaði sem rök fyrir miðsvæðakenningu sinni um vetursetu jurtanna á ísöld eigi sér miklu nærtækari skýringar, eins og fram kemur hér að ofan. Það er loftslagið, einkum með tilliti til snjóþekju, sem mótar þessi útbreiðslumynstur. Kortlagning snjóflóða hættu svæða landsins sýnir sama útbreiðslumynstur. Miðsvæðakenningin sannar því ekkert né afsannar um það hvort flóran hafi lifað af ísöldina í landinu. Stóra spurningin, sem jarðfræðingar hafa enn ekki getað komið sér saman um að svara samhljóða og afdráttarlaust, er hvort einhver íslaus svæði hafi verið á landinu á síðasta jökulskeiði.26 Sé svo má fastlega gera ráð fyrir að einhverjar af þeim liðlega 100 tegundum sem nú vaxa ofan 1.000 metra yfir sjó gætu hafa hjarað af ísöldina. Þær eru líklegri til þess en sumar miðsvæðategundirnar sem margar hverjar eru miklu viðkvæmari. Hafi landið allt verið hulið ís einhvern tíma á síðasta jökulskeiði þarf hins vegar ekki að velkjast í vafa um að öll flóran hefur tortímst. Burtséð frá þessu benda frjó- kornarannsóknir og rannsóknir á plöntuleifum í setlögum til þess að meginþorri íslensku flórunnar eins og hún var við landnám hafi numið land strax á fyrstu 2.000 árunum eftir að ísöld lauk. Samkvæmt rannsóknum á setlögum í Torfadalsvatni á Skaga26,29 gildir þetta meðal annars um birki (Betula pubescens), fjalldrapa (Betula nana) og eini (Juniperus communis), en einnig holtasóley (Dryas octopetala), krækilyng (Empetrum nigrum), hófsóley (Caltha palustris), ólafssúru (Oxyria digyna), túnsúru (Rumex acetosa), brjóstagras (Thalictrum alpinum) og naflagras (Koenigia islandica). Frjógreining úr setlögum á Hellu á Árskógsströnd30 sýnir að kornsúra (Bistorta vivipara), geldingahnappur (Armeria mari- tima) og horblaðka (Menyanthes trifoliata) höfðu einnig numið land á þessum tíma, og greining af Hámundarstaða hálsi sýnir að álftalaukur (Isoëtes echinospora), skollafingur (Huperzia selago), lyngjafni (Lycopodium annotinum) og tungljurt (Botrychium lunaria) voru einnig til staðar.31 Frjógreining úr Svínavatni í Grímsnesi sýndi að þrílaufungur (Gymnocarpium dryopteri) var kominn í birkiskógana fyrir 9.000 árum.32 Því miður eru þær upplýsingar sem frjógreiningar geta gefið takmarkaðar að því leyti að oft er ekki hægt að greina frjókornin til einstakra tegunda. Stundum fást aðeins upplýsingar um ættir eða tegundahópa en ekki greinist um hvaða einstakar tegundir er að ræða. Þannig má sjá að á fyrstu 2.000 árunum eftir ísöld hafa einnig numið land tegundir af öllum hinum stærstu ættum, grasætt, stararætt, hjartagrasætt, körfublómaætt, sveipjurtaætt, lyngætt, möðruætt og steinbrjótum, án þess að hægt sé að aðgreina einstakar tegundir.31,32 Þegar för finnast eftir blöð eða aðra plöntuhluta má hins vegar oft greina niður í einstakar tegundir. Þannig voru í 7–8.000 ára gömlum setlögum frá Lómatjörn í Biskupstungum greindir blaðhlutar af fergini (Equi setum fluviatile), síkjamara (Myriophyllum alterniflorum), gras- nykru (Potamogeton gramineus), og NFr_3-4 2015_final.indd 129 30.11.2015 16:34

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.